Spotify tók yfir markaðinn fyrir streymi „nánast á einni nóttu“

Alls óvíst er um framtíð vefsins tonlist.is á streymimarkaði. Innkoma Spotify breytti rekstraraðstæðum vefsins nánast á einni nóttu og „án þess að nokkrum vörnum yrði komið við“.

Samkeppnin um streymismarkað fyrir tónlist er ansi hörð, og íslenskar streymisveitur hafa ekki getað haldið í við alþjóðlegu risanna á markaðnum.
Samkeppnin um streymismarkað fyrir tónlist er ansi hörð, og íslenskar streymisveitur hafa ekki getað haldið í við alþjóðlegu risanna á markaðnum.
Auglýsing

Vef­ur­inn ton­list.is er í raun horf­inn af mark­aðnum fyrir streymi á tón­list. Velta hans í fyrra var 15,3 millj­ónir króna og kostn­aður við rekstur vefs­ins yfir 40 millj­ónir króna. Tap vegna ein­ing­ar­innar var alls 24,1 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn.

„Ástæðan er sú að bæði vel­heppnað við­mót og mark­aðs­setn­ing Sím­ans gerði það að verkum að Spotify tók þennan markað yfir á nán­ast einni nóttu, án þess að nokkrum vörnum yrði komið við. Alls óvíst er um fram­tíð ton­list.is á þessum mark­aði til lengri tíma,“ segir í sam­runa­skránni.

Um 60 þús­und Íslend­ingar með Spotify

Talið er að um 60 þús­und Íslend­ingar séu með áskrift að tón­list­ar­streymi­veit­unni Spotify. Hér­lendis selur Sím­inn áskrift að Spotify, meðal ann­ars með því að bjóða hana með öðrum vörum fyr­ir­tæk­is­ins með afslætti. Sé Prem­i­um-á­skrift að Spotify keypt hjá Sím­anum kostar hún 1.490 krónur á mán­uði. Sé hún keypt beint af Spotify kostar hún hins vegar 9,99 evrur á mán­uði, eða 1.140 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er stærsti hluti þeirra Íslend­inga sem eru með áskrift að Spotify með beina áskrift. Þ.e. ekki í gegnum Sím­ann.

Gunn­hildur Arna Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, segir enda að þótt matið sem sett sé fram í sam­runa­skránni sé athygl­is­vert þá sé Spotify alheims­þjón­usta sem allir orðið þekki. „Kynn­ing Sím­ans réð þar vart úrslitum heldur sú stað­reynd að þjón­ustan er tækni­lega góð, þar er gott fram­boð á efni á sann­gjörnu verði. Spotify er ekki eina tón­list­ar­veitan sem tonlist.is keppir við. Þær eru margar og ljóst að í þessu sem öðru getur verið erfitt að keppa við alþjóðarisa. Við hjá Sím­anum höfum séð að í sam­keppni kjósa neyt­endur ein­fald­lega það sem þeir telja sig fá meira virði eða betri þjón­ustu fyrir fé sitt.“

Auglýsing

Áhrif midi.is hverf­andi

Vef­ur­inn ton­list.is er ekki eina ein­ingin sem fylgir með yfir til Fjar­skipta, verði kaup þess félags á flestum eignum 365 miðla sam­þykkt, sem er ekki talin vera í hafa áhrif á sam­keppni með sam­run­an­um. midi.is mun líka fara yfir til Fjar­skipta. Það fyr­ir­tæki ann­ast sölu á mann­fagn­aði og við­burði svo sem leik­sýn­ing­ar, tón­leika, kvik­mynda­sýn­ing­ar, íþrótta­leiki og fleira.

Í sam­runa­skránni segir að starf­semi og áhrif midi.is séu hverf­andi. Velta midi.is hafi verið 26,2 millj­ónir króna í fyrra, en 65,5 millj­ónir króna árið áður. Árið 2014 var velta Miða.is rúmar 88 millj­ónir króna.

365 miðlar keyptu midi.is vorið 2013 . Í frétt um kaupin á Vísi.is var haft eftir þáver­andi for­stjóra 365 miðla, Ara Edwald, að starf­semin félli vel að rekstri 365. Mark­miðið væri að „gera þetta sterka vöru­merki enn öfl­ugra.“

Síðan þá hefur sam­keppni midi.is auk­ist veru­lega. Fyr­ir­tækið Tix Miða­sala, sem á og rekur vef­inn tix.is, hóf til að mynda sam­bæri­lega starf­semi á vef sem opn­aði í októ­ber 2014.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent