Spotify tók yfir markaðinn fyrir streymi „nánast á einni nóttu“

Alls óvíst er um framtíð vefsins tonlist.is á streymimarkaði. Innkoma Spotify breytti rekstraraðstæðum vefsins nánast á einni nóttu og „án þess að nokkrum vörnum yrði komið við“.

Samkeppnin um streymismarkað fyrir tónlist er ansi hörð, og íslenskar streymisveitur hafa ekki getað haldið í við alþjóðlegu risanna á markaðnum.
Samkeppnin um streymismarkað fyrir tónlist er ansi hörð, og íslenskar streymisveitur hafa ekki getað haldið í við alþjóðlegu risanna á markaðnum.
Auglýsing

Vef­ur­inn ton­list.is er í raun horf­inn af mark­aðnum fyrir streymi á tón­list. Velta hans í fyrra var 15,3 millj­ónir króna og kostn­aður við rekstur vefs­ins yfir 40 millj­ónir króna. Tap vegna ein­ing­ar­innar var alls 24,1 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn.

„Ástæðan er sú að bæði vel­heppnað við­mót og mark­aðs­setn­ing Sím­ans gerði það að verkum að Spotify tók þennan markað yfir á nán­ast einni nóttu, án þess að nokkrum vörnum yrði komið við. Alls óvíst er um fram­tíð ton­list.is á þessum mark­aði til lengri tíma,“ segir í sam­runa­skránni.

Um 60 þús­und Íslend­ingar með Spotify

Talið er að um 60 þús­und Íslend­ingar séu með áskrift að tón­list­ar­streymi­veit­unni Spotify. Hér­lendis selur Sím­inn áskrift að Spotify, meðal ann­ars með því að bjóða hana með öðrum vörum fyr­ir­tæk­is­ins með afslætti. Sé Prem­i­um-á­skrift að Spotify keypt hjá Sím­anum kostar hún 1.490 krónur á mán­uði. Sé hún keypt beint af Spotify kostar hún hins vegar 9,99 evrur á mán­uði, eða 1.140 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er stærsti hluti þeirra Íslend­inga sem eru með áskrift að Spotify með beina áskrift. Þ.e. ekki í gegnum Sím­ann.

Gunn­hildur Arna Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, segir enda að þótt matið sem sett sé fram í sam­runa­skránni sé athygl­is­vert þá sé Spotify alheims­þjón­usta sem allir orðið þekki. „Kynn­ing Sím­ans réð þar vart úrslitum heldur sú stað­reynd að þjón­ustan er tækni­lega góð, þar er gott fram­boð á efni á sann­gjörnu verði. Spotify er ekki eina tón­list­ar­veitan sem tonlist.is keppir við. Þær eru margar og ljóst að í þessu sem öðru getur verið erfitt að keppa við alþjóðarisa. Við hjá Sím­anum höfum séð að í sam­keppni kjósa neyt­endur ein­fald­lega það sem þeir telja sig fá meira virði eða betri þjón­ustu fyrir fé sitt.“

Auglýsing

Áhrif midi.is hverf­andi

Vef­ur­inn ton­list.is er ekki eina ein­ingin sem fylgir með yfir til Fjar­skipta, verði kaup þess félags á flestum eignum 365 miðla sam­þykkt, sem er ekki talin vera í hafa áhrif á sam­keppni með sam­run­an­um. midi.is mun líka fara yfir til Fjar­skipta. Það fyr­ir­tæki ann­ast sölu á mann­fagn­aði og við­burði svo sem leik­sýn­ing­ar, tón­leika, kvik­mynda­sýn­ing­ar, íþrótta­leiki og fleira.

Í sam­runa­skránni segir að starf­semi og áhrif midi.is séu hverf­andi. Velta midi.is hafi verið 26,2 millj­ónir króna í fyrra, en 65,5 millj­ónir króna árið áður. Árið 2014 var velta Miða.is rúmar 88 millj­ónir króna.

365 miðlar keyptu midi.is vorið 2013 . Í frétt um kaupin á Vísi.is var haft eftir þáver­andi for­stjóra 365 miðla, Ara Edwald, að starf­semin félli vel að rekstri 365. Mark­miðið væri að „gera þetta sterka vöru­merki enn öfl­ugra.“

Síðan þá hefur sam­keppni midi.is auk­ist veru­lega. Fyr­ir­tækið Tix Miða­sala, sem á og rekur vef­inn tix.is, hóf til að mynda sam­bæri­lega starf­semi á vef sem opn­aði í októ­ber 2014.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent