Hvað gerði þingmaðurinn áður?

Í sögulegu samhengi er líklegast að þingmenn hafi verið stjórnendur áður en þeir tóku sæti á Alþingi.

Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Auglýsing

Mestar líkur eru á því að þing­maður hafi haft stjórn­un­ar­starf að aðal­starfi áður en hann tók sæti á Alþingi, sam­kvæmt sjálf­virkri grein­ingu á fyrri störfum þing­manna.

Bær­ing Stein­þórs­son hefur skrifað for­rit sem tekur saman upp­lýs­ingar af vef Alþingis um fyrri störf þing­manna á Alþingi ár hvert. Með því að gefa sér ákveðnar for­sendur seg­ist hann geta áætlað hvað þing­menn höfðu að aðal­starfi áður en þeir urðu þing­menn.

Gagna­safnið nær frá árinu 1875 til 2016.

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem stuðst er við eru skráðar í ævi­á­gripum þing­manna á vef Alþing­is. For­rit Bær­ings sækir þessar upp­lýs­ing­ar, greinir þær eftir árum og telur svo hvaða störfum þing­menn höfðu gengt ár hvert.

„Þetta var stutt verk­efni, ein kvöld­stund,“ skrifar Bær­ing í tölvu­pósti til Kjarn­ans. „[Ég] byrj­aði á þessu eftir að hafa verið tagg­aður í þessum þræði, og mark­miðið er, eins og stendur í lýs­ing­unni á Git­hub, að koma með ágiskun um aðal­starf þing­manns fyrir þing­mennsku. Fyrst og fremst til gam­ans gert.“

Bær­ing er ekki ókunn­ugur upp­lýs­ingum af vef Alþingis því áður hefur hann gert vef­inn Þing­menn.is þar sem sjá má fram­lag hvers þing­manns á síð­asta kjör­tíma­bili til þing­starf­anna.

Stjórn­endur komu oft­ast fyrir

Við gagna­vinnsl­una þarf Bær­ing að gefa sér ýmsar for­sendur áður en hægt er að áætla hvert fyrra starf þing­manns hefur ver­ið. „Það hvernig aðal­starf þing­manns er áætlað er að text­inn sem er les­inn frá alþing­i.is er yfir­far­inn og leitað að ákvörðum lyk­il­orðum sem ég valdi úr gögn­unum þegar ég var að vinna úr þeim.“

Starfs­heiti eru flokkuð í stærri breytur í grein­ing­unni. Blaða­menn, frétta­menn, útgef­endur eða þátta­stjórn­endur flokk­ast þess vegna allir sem fjöl­miðla­menn í grein­ing­unni. Öll lyk­il­orðin sem leitað var að í ævi­á­gripum þing­manna má finna í sér­stakri skrá á Git­hub-­svæð­inu.

Flokk­arnir sem raðað er eftir eru tíu:

  • Opin­ber stjórn­sýsla
  • Lög­maður
  • Íþrótta­maður
  • Skrif­stofu­starf með sér­menntun
  • Kenn­ari
  • Stjórn­mála­maður
  • Verka­maður
  • Fjöl­miðla­mað­ur­ ­Stjórn­andi
  • Ekki vitað

For­ritið virkar þannig að það byrjar að leita að þeim störfum sem falla undir hærra sett störf. „Þar sem starfs­fer­ill fer yfir­leitt rísandi með tím­anum er betra að byrja að athuga með „hærri“ enda spect­rums­ins og athuga fyrst með stjórn­mála­mann,“ skrifar Bær­ing. Hann vill taka fram að með því sé hann ekki að segja að störf stjórn­mála­manna séu merki­legri en störf verka­manna.

Sé tekið dæmi af lýs­ingu á fyrri störfum þing­manns af handa­hófi: Starfs­maður við kaup­fé­lagið Dags­brún í Ólafs­vík 1943-1947, kaup­fé­lags­stjóri 1947-1962. Skrif­stofu­stjóri Ólafs­vík­ur­hrepps 1962-1966, odd­viti og síðan sveit­ar­stjóri 1966-1978. Skip­aður 26. maí 1983 félags­mála­ráð­herra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

For­ritið skimar þennan texta og dregur álykt­an­ir. „Já, þarna sé ég orðið sveit­ar­stjóri / odd­viti og ætla því að áætla að þessi þing­maður hafi verið stjórn­mála­mað­ur,“ skrifar Bær­ing.

Fjöldi þing­manna eftir fyrri störfum í upp­hafi hvers árs 1875 til 2016 má sjá á mynd­unum hér að neð­an. Tíðnitöfl­urnar má svo finna á Git­hub-­svæði Bær­ings.

Fjöldi þingmanna sem hafa starfað sem stjórnendur.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem stjórnmálamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem verkamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað í skrifstofustarfi með sérmenntun.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem í opinberri stjórnsýslu.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem kennarar.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem fjölmiðlamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem lögmenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem íþróttamenn.

Fjöldi tilfella þar sem ekki tókst að greina hvert fyrra starf þeirra var.

Kóð­inn öllum opinn

Kóð­inn er opinn öllum sem vilja skoða á Git­hub-­svæði Bær­ings. Hann segir að öllum sé frjálst að koma með ábend­ingar um hvað mætti betur fara.

„Að lokum langar mig líka að segja að ekk­ert af þessu, hvorki þetta verk­efni né þing­menn.is, væri hægt nema vegna fólks­ins sem vinnur að vef Alþing­is. Mér finnst að það eigi alveg skilið credit fyrir sína vinnu. Gott dæmi um það hve auð­velt er að nálg­ast gögn frá þeim er þessi XML þjón­usta.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent