Hvað gerði þingmaðurinn áður?

Í sögulegu samhengi er líklegast að þingmenn hafi verið stjórnendur áður en þeir tóku sæti á Alþingi.

Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Auglýsing

Mestar líkur eru á því að þing­maður hafi haft stjórn­un­ar­starf að aðal­starfi áður en hann tók sæti á Alþingi, sam­kvæmt sjálf­virkri grein­ingu á fyrri störfum þing­manna.

Bær­ing Stein­þórs­son hefur skrifað for­rit sem tekur saman upp­lýs­ingar af vef Alþingis um fyrri störf þing­manna á Alþingi ár hvert. Með því að gefa sér ákveðnar for­sendur seg­ist hann geta áætlað hvað þing­menn höfðu að aðal­starfi áður en þeir urðu þing­menn.

Gagna­safnið nær frá árinu 1875 til 2016.

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem stuðst er við eru skráðar í ævi­á­gripum þing­manna á vef Alþing­is. For­rit Bær­ings sækir þessar upp­lýs­ing­ar, greinir þær eftir árum og telur svo hvaða störfum þing­menn höfðu gengt ár hvert.

„Þetta var stutt verk­efni, ein kvöld­stund,“ skrifar Bær­ing í tölvu­pósti til Kjarn­ans. „[Ég] byrj­aði á þessu eftir að hafa verið tagg­aður í þessum þræði, og mark­miðið er, eins og stendur í lýs­ing­unni á Git­hub, að koma með ágiskun um aðal­starf þing­manns fyrir þing­mennsku. Fyrst og fremst til gam­ans gert.“

Bær­ing er ekki ókunn­ugur upp­lýs­ingum af vef Alþingis því áður hefur hann gert vef­inn Þing­menn.is þar sem sjá má fram­lag hvers þing­manns á síð­asta kjör­tíma­bili til þing­starf­anna.

Stjórn­endur komu oft­ast fyrir

Við gagna­vinnsl­una þarf Bær­ing að gefa sér ýmsar for­sendur áður en hægt er að áætla hvert fyrra starf þing­manns hefur ver­ið. „Það hvernig aðal­starf þing­manns er áætlað er að text­inn sem er les­inn frá alþing­i.is er yfir­far­inn og leitað að ákvörðum lyk­il­orðum sem ég valdi úr gögn­unum þegar ég var að vinna úr þeim.“

Starfs­heiti eru flokkuð í stærri breytur í grein­ing­unni. Blaða­menn, frétta­menn, útgef­endur eða þátta­stjórn­endur flokk­ast þess vegna allir sem fjöl­miðla­menn í grein­ing­unni. Öll lyk­il­orðin sem leitað var að í ævi­á­gripum þing­manna má finna í sér­stakri skrá á Git­hub-­svæð­inu.

Flokk­arnir sem raðað er eftir eru tíu:

  • Opin­ber stjórn­sýsla
  • Lög­maður
  • Íþrótta­maður
  • Skrif­stofu­starf með sér­menntun
  • Kenn­ari
  • Stjórn­mála­maður
  • Verka­maður
  • Fjöl­miðla­mað­ur­ ­Stjórn­andi
  • Ekki vitað

For­ritið virkar þannig að það byrjar að leita að þeim störfum sem falla undir hærra sett störf. „Þar sem starfs­fer­ill fer yfir­leitt rísandi með tím­anum er betra að byrja að athuga með „hærri“ enda spect­rums­ins og athuga fyrst með stjórn­mála­mann,“ skrifar Bær­ing. Hann vill taka fram að með því sé hann ekki að segja að störf stjórn­mála­manna séu merki­legri en störf verka­manna.

Sé tekið dæmi af lýs­ingu á fyrri störfum þing­manns af handa­hófi: Starfs­maður við kaup­fé­lagið Dags­brún í Ólafs­vík 1943-1947, kaup­fé­lags­stjóri 1947-1962. Skrif­stofu­stjóri Ólafs­vík­ur­hrepps 1962-1966, odd­viti og síðan sveit­ar­stjóri 1966-1978. Skip­aður 26. maí 1983 félags­mála­ráð­herra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

For­ritið skimar þennan texta og dregur álykt­an­ir. „Já, þarna sé ég orðið sveit­ar­stjóri / odd­viti og ætla því að áætla að þessi þing­maður hafi verið stjórn­mála­mað­ur,“ skrifar Bær­ing.

Fjöldi þing­manna eftir fyrri störfum í upp­hafi hvers árs 1875 til 2016 má sjá á mynd­unum hér að neð­an. Tíðnitöfl­urnar má svo finna á Git­hub-­svæði Bær­ings.

Fjöldi þingmanna sem hafa starfað sem stjórnendur.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem stjórnmálamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem verkamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað í skrifstofustarfi með sérmenntun.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem í opinberri stjórnsýslu.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem kennarar.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem fjölmiðlamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem lögmenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem íþróttamenn.

Fjöldi tilfella þar sem ekki tókst að greina hvert fyrra starf þeirra var.

Kóð­inn öllum opinn

Kóð­inn er opinn öllum sem vilja skoða á Git­hub-­svæði Bær­ings. Hann segir að öllum sé frjálst að koma með ábend­ingar um hvað mætti betur fara.

„Að lokum langar mig líka að segja að ekk­ert af þessu, hvorki þetta verk­efni né þing­menn.is, væri hægt nema vegna fólks­ins sem vinnur að vef Alþing­is. Mér finnst að það eigi alveg skilið credit fyrir sína vinnu. Gott dæmi um það hve auð­velt er að nálg­ast gögn frá þeim er þessi XML þjón­usta.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent