Hvað gerði þingmaðurinn áður?

Í sögulegu samhengi er líklegast að þingmenn hafi verið stjórnendur áður en þeir tóku sæti á Alþingi.

Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Auglýsing

Mestar líkur eru á því að þing­maður hafi haft stjórn­un­ar­starf að aðal­starfi áður en hann tók sæti á Alþingi, sam­kvæmt sjálf­virkri grein­ingu á fyrri störfum þing­manna.

Bær­ing Stein­þórs­son hefur skrifað for­rit sem tekur saman upp­lýs­ingar af vef Alþingis um fyrri störf þing­manna á Alþingi ár hvert. Með því að gefa sér ákveðnar for­sendur seg­ist hann geta áætlað hvað þing­menn höfðu að aðal­starfi áður en þeir urðu þing­menn.

Gagna­safnið nær frá árinu 1875 til 2016.

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem stuðst er við eru skráðar í ævi­á­gripum þing­manna á vef Alþing­is. For­rit Bær­ings sækir þessar upp­lýs­ing­ar, greinir þær eftir árum og telur svo hvaða störfum þing­menn höfðu gengt ár hvert.

„Þetta var stutt verk­efni, ein kvöld­stund,“ skrifar Bær­ing í tölvu­pósti til Kjarn­ans. „[Ég] byrj­aði á þessu eftir að hafa verið tagg­aður í þessum þræði, og mark­miðið er, eins og stendur í lýs­ing­unni á Git­hub, að koma með ágiskun um aðal­starf þing­manns fyrir þing­mennsku. Fyrst og fremst til gam­ans gert.“

Bær­ing er ekki ókunn­ugur upp­lýs­ingum af vef Alþingis því áður hefur hann gert vef­inn Þing­menn.is þar sem sjá má fram­lag hvers þing­manns á síð­asta kjör­tíma­bili til þing­starf­anna.

Stjórn­endur komu oft­ast fyrir

Við gagna­vinnsl­una þarf Bær­ing að gefa sér ýmsar for­sendur áður en hægt er að áætla hvert fyrra starf þing­manns hefur ver­ið. „Það hvernig aðal­starf þing­manns er áætlað er að text­inn sem er les­inn frá alþing­i.is er yfir­far­inn og leitað að ákvörðum lyk­il­orðum sem ég valdi úr gögn­unum þegar ég var að vinna úr þeim.“

Starfs­heiti eru flokkuð í stærri breytur í grein­ing­unni. Blaða­menn, frétta­menn, útgef­endur eða þátta­stjórn­endur flokk­ast þess vegna allir sem fjöl­miðla­menn í grein­ing­unni. Öll lyk­il­orðin sem leitað var að í ævi­á­gripum þing­manna má finna í sér­stakri skrá á Git­hub-­svæð­inu.

Flokk­arnir sem raðað er eftir eru tíu:

  • Opin­ber stjórn­sýsla
  • Lög­maður
  • Íþrótta­maður
  • Skrif­stofu­starf með sér­menntun
  • Kenn­ari
  • Stjórn­mála­maður
  • Verka­maður
  • Fjöl­miðla­mað­ur­ ­Stjórn­andi
  • Ekki vitað

For­ritið virkar þannig að það byrjar að leita að þeim störfum sem falla undir hærra sett störf. „Þar sem starfs­fer­ill fer yfir­leitt rísandi með tím­anum er betra að byrja að athuga með „hærri“ enda spect­rums­ins og athuga fyrst með stjórn­mála­mann,“ skrifar Bær­ing. Hann vill taka fram að með því sé hann ekki að segja að störf stjórn­mála­manna séu merki­legri en störf verka­manna.

Sé tekið dæmi af lýs­ingu á fyrri störfum þing­manns af handa­hófi: Starfs­maður við kaup­fé­lagið Dags­brún í Ólafs­vík 1943-1947, kaup­fé­lags­stjóri 1947-1962. Skrif­stofu­stjóri Ólafs­vík­ur­hrepps 1962-1966, odd­viti og síðan sveit­ar­stjóri 1966-1978. Skip­aður 26. maí 1983 félags­mála­ráð­herra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

For­ritið skimar þennan texta og dregur álykt­an­ir. „Já, þarna sé ég orðið sveit­ar­stjóri / odd­viti og ætla því að áætla að þessi þing­maður hafi verið stjórn­mála­mað­ur,“ skrifar Bær­ing.

Fjöldi þing­manna eftir fyrri störfum í upp­hafi hvers árs 1875 til 2016 má sjá á mynd­unum hér að neð­an. Tíðnitöfl­urnar má svo finna á Git­hub-­svæði Bær­ings.

Fjöldi þingmanna sem hafa starfað sem stjórnendur.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem stjórnmálamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem verkamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað í skrifstofustarfi með sérmenntun.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem í opinberri stjórnsýslu.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem kennarar.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem fjölmiðlamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem lögmenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem íþróttamenn.

Fjöldi tilfella þar sem ekki tókst að greina hvert fyrra starf þeirra var.

Kóð­inn öllum opinn

Kóð­inn er opinn öllum sem vilja skoða á Git­hub-­svæði Bær­ings. Hann segir að öllum sé frjálst að koma með ábend­ingar um hvað mætti betur fara.

„Að lokum langar mig líka að segja að ekk­ert af þessu, hvorki þetta verk­efni né þing­menn.is, væri hægt nema vegna fólks­ins sem vinnur að vef Alþing­is. Mér finnst að það eigi alveg skilið credit fyrir sína vinnu. Gott dæmi um það hve auð­velt er að nálg­ast gögn frá þeim er þessi XML þjón­usta.“

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent