Hvað gerði þingmaðurinn áður?

Í sögulegu samhengi er líklegast að þingmenn hafi verið stjórnendur áður en þeir tóku sæti á Alþingi.

Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Þingmenn hafa oftast verið stjórnendur samkvæmt gagnagreiningu Bærings Steinþórssonar.
Auglýsing

Mestar líkur eru á því að þingmaður hafi haft stjórnunarstarf að aðalstarfi áður en hann tók sæti á Alþingi, samkvæmt sjálfvirkri greiningu á fyrri störfum þingmanna.

Bæring Steinþórsson hefur skrifað forrit sem tekur saman upplýsingar af vef Alþingis um fyrri störf þingmanna á Alþingi ár hvert. Með því að gefa sér ákveðnar forsendur segist hann geta áætlað hvað þingmenn höfðu að aðalstarfi áður en þeir urðu þingmenn.

Gagnasafnið nær frá árinu 1875 til 2016.

Auglýsing

Upplýsingarnar sem stuðst er við eru skráðar í æviágripum þingmanna á vef Alþingis. Forrit Bærings sækir þessar upplýsingar, greinir þær eftir árum og telur svo hvaða störfum þingmenn höfðu gengt ár hvert.

„Þetta var stutt verkefni, ein kvöldstund,“ skrifar Bæring í tölvupósti til Kjarnans. „[Ég] byrjaði á þessu eftir að hafa verið taggaður í þessum þræði, og markmiðið er, eins og stendur í lýsingunni á Github, að koma með ágiskun um aðalstarf þingmanns fyrir þingmennsku. Fyrst og fremst til gamans gert.“

Bæring er ekki ókunnugur upplýsingum af vef Alþingis því áður hefur hann gert vefinn Þingmenn.is þar sem sjá má framlag hvers þingmanns á síðasta kjörtímabili til þingstarfanna.

Stjórnendur komu oftast fyrir

Við gagnavinnsluna þarf Bæring að gefa sér ýmsar forsendur áður en hægt er að áætla hvert fyrra starf þingmanns hefur verið. „Það hvernig aðalstarf þingmanns er áætlað er að textinn sem er lesinn frá alþingi.is er yfirfarinn og leitað að ákvörðum lykilorðum sem ég valdi úr gögnunum þegar ég var að vinna úr þeim.“

Starfsheiti eru flokkuð í stærri breytur í greiningunni. Blaðamenn, fréttamenn, útgefendur eða þáttastjórnendur flokkast þess vegna allir sem fjölmiðlamenn í greiningunni. Öll lykilorðin sem leitað var að í æviágripum þingmanna má finna í sérstakri skrá á Github-svæðinu.

Flokkarnir sem raðað er eftir eru tíu:

  • Opinber stjórnsýsla
  • Lögmaður
  • Íþróttamaður
  • Skrifstofustarf með sérmenntun
  • Kennari
  • Stjórnmálamaður
  • Verkamaður
  • Fjölmiðlamaður Stjórnandi
  • Ekki vitað

Forritið virkar þannig að það byrjar að leita að þeim störfum sem falla undir hærra sett störf. „Þar sem starfsferill fer yfirleitt rísandi með tímanum er betra að byrja að athuga með „hærri“ enda spectrumsins og athuga fyrst með stjórnmálamann,“ skrifar Bæring. Hann vill taka fram að með því sé hann ekki að segja að störf stjórnmálamanna séu merkilegri en störf verkamanna.

Sé tekið dæmi af lýsingu á fyrri störfum þingmanns af handahófi: Starfsmaður við kaupfélagið Dagsbrún í Ólafsvík 1943-1947, kaupfélagsstjóri 1947-1962. Skrifstofustjóri Ólafsvíkurhrepps 1962-1966, oddviti og síðan sveitarstjóri 1966-1978. Skipaður 26. maí 1983 félagsmálaráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

Forritið skimar þennan texta og dregur ályktanir. „Já, þarna sé ég orðið sveitarstjóri / oddviti og ætla því að áætla að þessi þingmaður hafi verið stjórnmálamaður,“ skrifar Bæring.

Fjöldi þingmanna eftir fyrri störfum í upphafi hvers árs 1875 til 2016 má sjá á myndunum hér að neðan. Tíðnitöflurnar má svo finna á Github-svæði Bærings.

Fjöldi þingmanna sem hafa starfað sem stjórnendur.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem stjórnmálamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem verkamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað í skrifstofustarfi með sérmenntun.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem í opinberri stjórnsýslu.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem kennarar.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem fjölmiðlamenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem lögmenn.

Fjöldi þingmanna sem höfðu starfað sem íþróttamenn.

Fjöldi tilfella þar sem ekki tókst að greina hvert fyrra starf þeirra var.

Kóðinn öllum opinn

Kóðinn er opinn öllum sem vilja skoða á Github-svæði Bærings. Hann segir að öllum sé frjálst að koma með ábendingar um hvað mætti betur fara.

„Að lokum langar mig líka að segja að ekkert af þessu, hvorki þetta verkefni né þingmenn.is, væri hægt nema vegna fólksins sem vinnur að vef Alþingis. Mér finnst að það eigi alveg skilið credit fyrir sína vinnu. Gott dæmi um það hve auðvelt er að nálgast gögn frá þeim er þessi XML þjónusta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent