Stofna sjóð til að styrkja grasrótarstarf í nýsköpun

Frumkvöðlar hafa fengið fyrirtæki og einstaklinga með sér til að efla grasrótarstarf í nýsköpun á Íslandi.

comun
Auglýsing

Sprota- og tækni­vef­ur­inn Northstack ásamt Krist­jáni Inga Mika­els­syni hafa stofnað nýjan tveggja milljón króna sjóð til að styrkja við­burði og fjár­magna sam­veru­stundir fólks í tækni­geir­an­um. Mik­il­vægt er að skapa vett­vang þar sem tækni­spek­úlantar lands­ins geta komið saman og miðlað af reynslu sinni.

„Er­lendis tíðkast svo­nefnd meetup, þar sem fólk úr tækni­geir­anum hitt­ist og deilir reynslu og sögum af nýrri tækni og miðlar þekk­ingu. Svona við­burðir stuðla að mik­illi grósku í tækni­geir­an­um,” segir Krist­ján Ingi Mika­els­son, í til­kynn­ingu. Hann tekur fram að slíkir við­burðir tíðk­ist einnig á Íslandi, en mark­miðið með sjóðnum er að fjölga þeim enn frekar og auð­veld það að búa til ný. 

Auglýsing

Northstack.is er sér­hæfður mið­ill um mál­efni sprota- og tækni­geirans á Íslandi, og hefur orð­spor hans vaxið jafnt og þétt sam­hliða vönd­uðum efn­is­tök­um. 

Kristján Ingi Mikaelsson.Krist­ján Ingi er einn stofn­enda sprota­fyr­ir­tæk­is­ins Watch­box. Hann hefur síð­ast­liðin ár látið gott af sér leiða við upp­bygg­ingu tækni­sam­fé­lags­ins á Íslandi, og kom meðal ann­ars á fót JavaScript sam­fé­lag­inu á Íslandi, og leiddi skipu­lagn­ingu alþjóð­legu tækni­ráð­stefn­unnar JSConf árið 2016.

Northstack var stofn­aður 2015 og hefur síðan þá fjallað um og greint stöðu mála í geir­an­um, stuðlað að við­burðum og sam­fé­lags­teng­ingum og tekið þátt í alþjóð­legum verk­efnum á þessu svið­i. 

Sjóð­ur­inn nýtur stuðn­ings Sam­taka upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tækja (SUT), Tempo, Investa, Frum­tak Ventures og Kaptio„Það er mikið af fólki með drif­kraft til að búa til fullt af góðum hlut­um, en stundum vantar smá pen­ing til láta hlut­ina verða að veru­leika. Þar kemur Comm­unity Fund inn,” segir Krist­ján Ingi.

Við und­ir­bún­ing og stofnun sjóðs­ins nutu stofn­endur sjóðs­ins lið­sinnis fyr­ir­tækja og sam­taka sem hafa mikla hags­muni af virku gras­rót­ar­starfi. Fyr­ir­tækin lögðu saman til stofnfé sjóðs­ins, sem er tvær millj­ón­ir, og er ætl­unin að veita þeim pen­ing til góðra verka á næstu tólf mán­uð­u­m. „Ef þetta gengur vel og hefur til­ætluð áhrif, þá reynum við að safna í sjóð­inn aftur fyrir næsta ár á eft­ir,” segir Krist­ján.

Kristinn Árni Lár Hróbjartsson.Úthlut­un­ar­nefnd sjóðs­ins er ásamt þeim Krist­jáni Inga og Guð­björgu Rist hjá Northstack skipuð reynslu­boltum úr brans­an­um, Hjálm­ari Gísla­syni frá Investa, sem jafn­framt er stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans, Arn­dísi Ósk Jóns­dótt­ur, CHRO hjá Tempo og Vigni Erni Guð­munds­syni, sér­fræð­ingi hjá SUT. „Hug­myndin kvikn­aði hjá okk­ur, eftir að hafa verið lengi í því hlut­verki að búa til gras­rót­ar­sam­fé­lög í kringum ýmsa tækni. Þar má helst líta til Javascript for­rit­ara­sam­fé­lags­ins sem Krist­ján hefur verið mik­ill drif­kraftur í. Oft vant­aði smá pen­ing til að láta hluti ger­ast, og það sem tók mestan tíma var að redda þessum pen­ing. Við sáum fram á að með svona sjóði væri hægt að styðja við vöxt og þróun tækni­geirans,” segir Krist­inn Árn­i. 

Allar upp­lýs­ingar um sjóð­inn og umsókn­ar­eyðu­blað eru á vefnum comm­unityfund.co„Við svörum öll­um, og reynum að svara mjög hratt. Sjóð­ur­inn er með ein­falt umsókn­ar­ferli, mjög litla yfir­bygg­ingu og allir geta sótt um sem vilja,” segir Krist­ján að lok­um. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent