Rannsóknarnefndin kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun

Ólafur Ólafsson kemur fyrir þingnefnd síðdegis á miðvikudag. Sá fundur verður opinn fjölmiðlum. Fundurinn þar sem rannsóknarnefnd Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum svarar spurningum nefndarmanna verður það hins vegar ekki.

Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari var formaður rannsóknarnefndarinnar. Finnur Vilhjálmsson saksóknari var starfsmaður hennar. Þeir koma fyrir þingnefnd á morgun.
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari var formaður rannsóknarnefndarinnar. Finnur Vilhjálmsson saksóknari var starfsmaður hennar. Þeir koma fyrir þingnefnd á morgun.
Auglýsing

Kjartan Bjarni Björg­vins­son, sem sat í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands í jan­úar 2003 mun koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á fundi hennar á morgun klukkan klukkan 9. Finnur Vil­hjálms­son, sem var starfs­maður rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, mun einnig koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og svara spurn­ingum nefnd­ar­manna. Fund­ur­inn verður lok­aður fjöl­miðl­u­m. Þetta stað­festir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Dag­inn eft­ir, á mið­viku­dag, mun Ólafur Ólafs­son svo koma fyrir nefnd­ina. Sá fundur verður síð­deg­is, og hefst klukkan 15:15. Fund­ur­inn verður opinn fjöl­miðl­um.

Högn­uð­ust um millj­arða með bak­samn­ingum

Rann­­sókn­­ar­­nefnd sem rann­sak­aði aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að 45,8 pró­­sent hlut í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í jan­úar 2003 skil­aði af sér skýrslu 29. mars síð­­ast­lið­inn.

Helstu nið­­ur­­stöður nefnd­­ar­innar voru þær að stjórn­­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar hefðu verið blekktir við söl­una. Ítar­­leg gögn sýni með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­­sonar not­uðu leyn­i­­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­­legt eign­­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­­ar­ins aflands­­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­­um. Með fjölda leyn­i­­­legra samn­inga og milli­­­­­færslum á fjár­­­mun­um, m.a. frá Kaup­­­þingi hf. inn á banka­­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­­anum tryggt skað­­­leysi af við­­­skipt­unum með hluti í Bún­­­að­­­ar­­­bank­an­­­um.“

Auglýsing

Auk þess komst nefndin að því að síð­­­ari við­­skipti á grund­velli leyn­i­­samn­ing­anna hafi vert það að verkum að Well­ing & Partners hefði hagn­­ast um rúm­­lega 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala sem hafi verið greiddar  til tveggja aflands­­fé­laga, Mar­ine Choice Limited í eigu Ólafs Ólafs­­sonar og Dek­hill Advis­ors Limited sem ekki liggja óyggj­andi upp­­lýs­ingar fyrir hver á né hverjir nutu hags­­bóta af þeim fjár­­munum sem greiddir voru til félags­­ins.

Telur sig ekki hafa blekkt ríkið

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar er nú til með­ferðar hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Brynjar Níels­son, for­maður henn­ar, hefur sagt að hann víki úr nefnd­inni við með­ferð máls­ins og að umfjöllun stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um rann­sókn­ar­skýrsl­una verði stýrt af Jóni Stein­dóri, vara­for­manni henn­ar. Ástæðan er sú að Brynjar var um tíma verj­andi Bjarka Diego í saka­­­máli sem sner­ist um meint efna­hags­brot. Bjarki er einn þeirra sem gegndi lyk­il­hlut­verki í þeirri fléttu sem ofin var í kringum kaup­in á Bún­að­ar­bank­an­um.

Brynjar hefur samt sem áður verið í sam­bandi við Ólaf Ólafs­son vegna beiðni hans um að koma fyrir nefnd­ina og Ólafur sendi form­lega beiðni sína um að fá að koma fyrir nefnd­ina á Brynj­ar.

Í bréf­inu sem hann sendi Brynj­ari 27. apríl síð­ast­lið­inn sagð­ist Ólafur vilja fá að koma fyrir nefnd­ina til að að færa rök fyrir því að hann „hafi ekki blekkt rík­­ið“ þegar S-hóp­­ur­inn keypti 45,8 pró­­sent hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Hann vill einnig fá tæki­­færi til að lýsa sinni hlið „á því hvernig póli­­tísk afskipti komu mér fyrir sjónir í ferl­in­u“.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent