Rannsóknarnefndin kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun

Ólafur Ólafsson kemur fyrir þingnefnd síðdegis á miðvikudag. Sá fundur verður opinn fjölmiðlum. Fundurinn þar sem rannsóknarnefnd Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum svarar spurningum nefndarmanna verður það hins vegar ekki.

Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari var formaður rannsóknarnefndarinnar. Finnur Vilhjálmsson saksóknari var starfsmaður hennar. Þeir koma fyrir þingnefnd á morgun.
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari var formaður rannsóknarnefndarinnar. Finnur Vilhjálmsson saksóknari var starfsmaður hennar. Þeir koma fyrir þingnefnd á morgun.
Auglýsing

Kjartan Bjarni Björg­vins­son, sem sat í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands í jan­úar 2003 mun koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á fundi hennar á morgun klukkan klukkan 9. Finnur Vil­hjálms­son, sem var starfs­maður rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, mun einnig koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og svara spurn­ingum nefnd­ar­manna. Fund­ur­inn verður lok­aður fjöl­miðl­u­m. Þetta stað­festir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Dag­inn eft­ir, á mið­viku­dag, mun Ólafur Ólafs­son svo koma fyrir nefnd­ina. Sá fundur verður síð­deg­is, og hefst klukkan 15:15. Fund­ur­inn verður opinn fjöl­miðl­um.

Högn­uð­ust um millj­arða með bak­samn­ingum

Rann­­sókn­­ar­­nefnd sem rann­sak­aði aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að 45,8 pró­­sent hlut í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í jan­úar 2003 skil­aði af sér skýrslu 29. mars síð­­ast­lið­inn.

Helstu nið­­ur­­stöður nefnd­­ar­innar voru þær að stjórn­­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar hefðu verið blekktir við söl­una. Ítar­­leg gögn sýni með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­­sonar not­uðu leyn­i­­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­­legt eign­­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­­ar­ins aflands­­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­­um. Með fjölda leyn­i­­­legra samn­inga og milli­­­­­færslum á fjár­­­mun­um, m.a. frá Kaup­­­þingi hf. inn á banka­­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­­anum tryggt skað­­­leysi af við­­­skipt­unum með hluti í Bún­­­að­­­ar­­­bank­an­­­um.“

Auglýsing

Auk þess komst nefndin að því að síð­­­ari við­­skipti á grund­velli leyn­i­­samn­ing­anna hafi vert það að verkum að Well­ing & Partners hefði hagn­­ast um rúm­­lega 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala sem hafi verið greiddar  til tveggja aflands­­fé­laga, Mar­ine Choice Limited í eigu Ólafs Ólafs­­sonar og Dek­hill Advis­ors Limited sem ekki liggja óyggj­andi upp­­lýs­ingar fyrir hver á né hverjir nutu hags­­bóta af þeim fjár­­munum sem greiddir voru til félags­­ins.

Telur sig ekki hafa blekkt ríkið

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar er nú til með­ferðar hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Brynjar Níels­son, for­maður henn­ar, hefur sagt að hann víki úr nefnd­inni við með­ferð máls­ins og að umfjöllun stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um rann­sókn­ar­skýrsl­una verði stýrt af Jóni Stein­dóri, vara­for­manni henn­ar. Ástæðan er sú að Brynjar var um tíma verj­andi Bjarka Diego í saka­­­máli sem sner­ist um meint efna­hags­brot. Bjarki er einn þeirra sem gegndi lyk­il­hlut­verki í þeirri fléttu sem ofin var í kringum kaup­in á Bún­að­ar­bank­an­um.

Brynjar hefur samt sem áður verið í sam­bandi við Ólaf Ólafs­son vegna beiðni hans um að koma fyrir nefnd­ina og Ólafur sendi form­lega beiðni sína um að fá að koma fyrir nefnd­ina á Brynj­ar.

Í bréf­inu sem hann sendi Brynj­ari 27. apríl síð­ast­lið­inn sagð­ist Ólafur vilja fá að koma fyrir nefnd­ina til að að færa rök fyrir því að hann „hafi ekki blekkt rík­­ið“ þegar S-hóp­­ur­inn keypti 45,8 pró­­sent hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Hann vill einnig fá tæki­­færi til að lýsa sinni hlið „á því hvernig póli­­tísk afskipti komu mér fyrir sjónir í ferl­in­u“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent