Landsbankinn ætlar að byggja höfuðstöðvar við Austurhöfn

Landsbankinn ætlar að byggja nýjar höfuðstöðvar í Austurhöfn, og kostnaðurinn er áætlaður tæplega níu milljarðar króna. Bankinn mun minnka við sig um helming með nýju höfuðstöðvunum.

Afstöðumynd af Austurhöfn.
Afstöðumynd af Austurhöfn.
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur tekið ákvörðun um að byggja höf­uð­stöðvar bank­ans á lóð­inni við Aust­ur­höfn í miðbæ Reykja­vík­ur. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Bank­inn hefur skoðað ýmsa kosti í hús­næð­is­málum í sam­vinnu við ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið KPMG og verk­fræði­stof­una Mann­vit, og nið­ur­staða grein­ingar KPMG var sú að ákjós­an­leg­ast væri að flytja höf­uð­stöðv­arnar í Aust­ur­höfn. KPMG leit á hag­kvæmni, verð­gildi húsa til fram­tíð­ar, sam­göng­ur, stað­setn­ingu, skipu­lags­mál, sveigj­an­leika hús­næðis og þjón­ustu og mann­líf í nágrenn­inu þegar skoð­aðir voru mis­mun­andi kost­ir. Meðal ann­arra kosta sem voru skoð­aðir voru lóðir í grennd við Borg­ar­tún, Kringl­una og Smára­lind. 

Lands­bank­inn keypti lóð­ina við Aust­ur­höfn árið 2014 með það í huga að þar myndu rísa nýjar höf­uð­stöðvar bank­ans. Í kjöl­far gagn­rýni á það var ákveðið að fresta áformunum og fara yfir mál­ið. Nið­ur­staðan er sem fyrr segir að halda áfram með áformin um bygg­ingu höf­uð­stöðva við hlið Hörpu. 

Auglýsing

Kostn­að­ur­inn við að byggja nýjar höf­uð­stöðvar verður tæpir níu millj­arðar króna, að með­töldu lóð­ar­verð­inu, að mati Mann­vits. Sam­kvæmt skipu­lagi verður húsið 16.500 fer­metrar en bank­inn ætlar sér að nýta 10 þús­und fer­metra sjálfur og leigja út eða selja 6.500 fer­metra. Áætl­aður kostn­aður við hlut­ann sem bank­inn ætlar að nýta er 5,5 millj­arð­ar. Á móti kostn­aði kæmi einnig sölu­verð­mæti þeirra fast­eigna sem bank­inn getur selt við flutn­ing­ana. 

Í frétta­til­kynn­ing­unni kemur fram að árlegur sparn­aður vegna flutn­inga sé met­inn vera um 500 millj­ónir króna. Þar er haft eftir Helgu Björk Eiríks­dótt­ur, for­manni banka­ráðs, að starf­semi bank­ans í mið­borg­inni sé í þrettán hús­um, og hús­næðið sé bæði óhag­kvæmt og óhent­ugt. „Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta rekst­ur­inn og gera Lands­bank­ann betur í stakk búinn til að þró­ast í síbreyti­legu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mik­il­vægt að vel tak­ist til. Við viljum gæta sér­stak­lega að því að hús bank­ans við Aust­ur­stræti 11, sem hefur menn­ing­ar­legt og sögu­legt gildi, fái áfram að njóta sín.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent