Landsbankinn ætlar að byggja höfuðstöðvar við Austurhöfn

Landsbankinn ætlar að byggja nýjar höfuðstöðvar í Austurhöfn, og kostnaðurinn er áætlaður tæplega níu milljarðar króna. Bankinn mun minnka við sig um helming með nýju höfuðstöðvunum.

Afstöðumynd af Austurhöfn.
Afstöðumynd af Austurhöfn.
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur tekið ákvörðun um að byggja höf­uð­stöðvar bank­ans á lóð­inni við Aust­ur­höfn í miðbæ Reykja­vík­ur. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Bank­inn hefur skoðað ýmsa kosti í hús­næð­is­málum í sam­vinnu við ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið KPMG og verk­fræði­stof­una Mann­vit, og nið­ur­staða grein­ingar KPMG var sú að ákjós­an­leg­ast væri að flytja höf­uð­stöðv­arnar í Aust­ur­höfn. KPMG leit á hag­kvæmni, verð­gildi húsa til fram­tíð­ar, sam­göng­ur, stað­setn­ingu, skipu­lags­mál, sveigj­an­leika hús­næðis og þjón­ustu og mann­líf í nágrenn­inu þegar skoð­aðir voru mis­mun­andi kost­ir. Meðal ann­arra kosta sem voru skoð­aðir voru lóðir í grennd við Borg­ar­tún, Kringl­una og Smára­lind. 

Lands­bank­inn keypti lóð­ina við Aust­ur­höfn árið 2014 með það í huga að þar myndu rísa nýjar höf­uð­stöðvar bank­ans. Í kjöl­far gagn­rýni á það var ákveðið að fresta áformunum og fara yfir mál­ið. Nið­ur­staðan er sem fyrr segir að halda áfram með áformin um bygg­ingu höf­uð­stöðva við hlið Hörpu. 

Auglýsing

Kostn­að­ur­inn við að byggja nýjar höf­uð­stöðvar verður tæpir níu millj­arðar króna, að með­töldu lóð­ar­verð­inu, að mati Mann­vits. Sam­kvæmt skipu­lagi verður húsið 16.500 fer­metrar en bank­inn ætlar sér að nýta 10 þús­und fer­metra sjálfur og leigja út eða selja 6.500 fer­metra. Áætl­aður kostn­aður við hlut­ann sem bank­inn ætlar að nýta er 5,5 millj­arð­ar. Á móti kostn­aði kæmi einnig sölu­verð­mæti þeirra fast­eigna sem bank­inn getur selt við flutn­ing­ana. 

Í frétta­til­kynn­ing­unni kemur fram að árlegur sparn­aður vegna flutn­inga sé met­inn vera um 500 millj­ónir króna. Þar er haft eftir Helgu Björk Eiríks­dótt­ur, for­manni banka­ráðs, að starf­semi bank­ans í mið­borg­inni sé í þrettán hús­um, og hús­næðið sé bæði óhag­kvæmt og óhent­ugt. „Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta rekst­ur­inn og gera Lands­bank­ann betur í stakk búinn til að þró­ast í síbreyti­legu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mik­il­vægt að vel tak­ist til. Við viljum gæta sér­stak­lega að því að hús bank­ans við Aust­ur­stræti 11, sem hefur menn­ing­ar­legt og sögu­legt gildi, fái áfram að njóta sín.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent