Landsbankinn ætlar að byggja höfuðstöðvar við Austurhöfn

Landsbankinn ætlar að byggja nýjar höfuðstöðvar í Austurhöfn, og kostnaðurinn er áætlaður tæplega níu milljarðar króna. Bankinn mun minnka við sig um helming með nýju höfuðstöðvunum.

Afstöðumynd af Austurhöfn.
Afstöðumynd af Austurhöfn.
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur tekið ákvörðun um að byggja höf­uð­stöðvar bank­ans á lóð­inni við Aust­ur­höfn í miðbæ Reykja­vík­ur. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Bank­inn hefur skoðað ýmsa kosti í hús­næð­is­málum í sam­vinnu við ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið KPMG og verk­fræði­stof­una Mann­vit, og nið­ur­staða grein­ingar KPMG var sú að ákjós­an­leg­ast væri að flytja höf­uð­stöðv­arnar í Aust­ur­höfn. KPMG leit á hag­kvæmni, verð­gildi húsa til fram­tíð­ar, sam­göng­ur, stað­setn­ingu, skipu­lags­mál, sveigj­an­leika hús­næðis og þjón­ustu og mann­líf í nágrenn­inu þegar skoð­aðir voru mis­mun­andi kost­ir. Meðal ann­arra kosta sem voru skoð­aðir voru lóðir í grennd við Borg­ar­tún, Kringl­una og Smára­lind. 

Lands­bank­inn keypti lóð­ina við Aust­ur­höfn árið 2014 með það í huga að þar myndu rísa nýjar höf­uð­stöðvar bank­ans. Í kjöl­far gagn­rýni á það var ákveðið að fresta áformunum og fara yfir mál­ið. Nið­ur­staðan er sem fyrr segir að halda áfram með áformin um bygg­ingu höf­uð­stöðva við hlið Hörpu. 

Auglýsing

Kostn­að­ur­inn við að byggja nýjar höf­uð­stöðvar verður tæpir níu millj­arðar króna, að með­töldu lóð­ar­verð­inu, að mati Mann­vits. Sam­kvæmt skipu­lagi verður húsið 16.500 fer­metrar en bank­inn ætlar sér að nýta 10 þús­und fer­metra sjálfur og leigja út eða selja 6.500 fer­metra. Áætl­aður kostn­aður við hlut­ann sem bank­inn ætlar að nýta er 5,5 millj­arð­ar. Á móti kostn­aði kæmi einnig sölu­verð­mæti þeirra fast­eigna sem bank­inn getur selt við flutn­ing­ana. 

Í frétta­til­kynn­ing­unni kemur fram að árlegur sparn­aður vegna flutn­inga sé met­inn vera um 500 millj­ónir króna. Þar er haft eftir Helgu Björk Eiríks­dótt­ur, for­manni banka­ráðs, að starf­semi bank­ans í mið­borg­inni sé í þrettán hús­um, og hús­næðið sé bæði óhag­kvæmt og óhent­ugt. „Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta rekst­ur­inn og gera Lands­bank­ann betur í stakk búinn til að þró­ast í síbreyti­legu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mik­il­vægt að vel tak­ist til. Við viljum gæta sér­stak­lega að því að hús bank­ans við Aust­ur­stræti 11, sem hefur menn­ing­ar­legt og sögu­legt gildi, fái áfram að njóta sín.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent