Umhverfis- og samgöngunefnd er fylgjandi bílastæðagjaldi í dreifbýli

Meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar er fylgjandi því að frumvarp sem heimilar innheimtu bílastæðagjalda í dreyfbýli verði samþykkt óbreitt. Minnihlutinn segir það þurfa að skoða gjaldtöku í ferðaþjónustu á heildstæðan hátt.

Ferðamenn
Auglýsing

Meiri- og minni­hluti Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eru báðir fylgj­andi að frum­varp um breyt­ingar á umferð­ar­lögum sem heim­ilar inn­heimtu bíla­stæða­gjalda í dreif­býli verði sam­þykkt. Frum­varpið er til þess ætlað að aðstoða sveit­ar­fé­lög að standa undir kostn­aði á upp­bygg­ingu inn­viða ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar lagði til að frum­varpið yrði sam­þykkt óbreytt. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að þær umsagnir sem bár­ust með frum­varp­inu hafi almennt verið jákvæð­ar. Helstu gagn­rýn­is­radd­irnar hafi borist frá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar.

Gagn­rýnin sneri að því að með frum­varp­inu „sé sveit­ar­fé­lögum veitt tak­marka­laus heim­ild til gjald­töku og að gjald­taka og skatt­heimta af ferða­þjón­ustu sé nýtt til upp­bygg­ingar ann­arra inn­viða [en þeim sem lúta að ferða­þjón­ust­u].“. 

Auglýsing

Meiri hlut­inn bendir á með til­liti til þessa að þótt heim­ildir sveit­ar­fé­laga til gjald­töku og útgáfu sekta verði rýmkaðar sé um þjón­ustu gjald að ræða og því beri að nýta þau að öllu eða hluta til að standa undir þeim kostn­aði sem þjón­ustan veiti. „Svo að féð skuli nýta til upp­bygg­ingar í tengslum við við­kom­andi bíla­stæði og þá þjón­ustu sem veitt er í kringum það, þ.e. einkum til að fjár­magna inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir ferða­menn.“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Minni­hlut­inn vill skýr­ari fyr­ir­mæli

Minni hluti nefnd­ar­innar varar við að ekki megi líta á það sem svo að sam­þykkt frum­varps­ins leiði til „að fjár­þörf sveit­ar­fé­lag­anna til upp­bygg­ingar vegna stór­auk­ins ferða­manna­straums hafi verið mætt. Vegna eðlis þjón­ustu­gjalda er ljóst að tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum meira fjár­magn en hér er gert ráð fyr­ir.“

Minni hlut­inn bendir á að í frum­varp­inu skorti skil­grein­ingar á ýmsum hug­tök­um. Í frum­varp­inu er kveðið á að það gjald sem inn­heimt er megi nýta meðal ann­ars til að standa straum af bygg­ing­ar­kostn­aði, við­haldi og rekstri bíla­stæða. Einnig er heim­ilt að nýta gjaldið til upp­bygg­ingar á þjón­ustu þátta svo sem sal­ern­is­að­stöðu, gerð og við­haldi göngu­stíga og teng­ingar við önnur mann­virki.

„Hér er að mörgu að hyggja, svo sem því hvað átt er við með teng­ingu við önnur sam­göngu­mann­virki. Þá vekur ákvæðið upp þær spurn­ingar hvernig fjár­hæð gjalds­ins verður ákveð­in. Mun það lækka þegar stofn­kostn­aður hefur verið greiddur niður og það stendur aðeins undir rekstr­ar­kostn­aði? Verður það lægra á bíla­stæðum sem þegar hafa verið lögð þar sem ekki er heim­ilt að láta þjón­ustu­gjöld standa undir kostn­aði við upp­bygg­ingu sem þegar hefur átt sér stað ?“ segir í nefnd­ar­á­lit­in­u. 

Í álit­inu kemur fram sú skoðun minni­hlut­ans að í frum­varp­inu komi ekki fram hver raun­veru­legur vilji stjórn­valda er varð­andi inn­heimtu bíla­stæða­gjalda í þétt­býli. „Þá er óljóst hvort bíla­stæða­gjöld eigi að nýta til aðgangs­stýr­ing­ar. Verður fólki mein­aður aðgangur að svæðum ef bíla­stæðin við það eru full? Þar er á ferð mun umfangs­meiri umræða en tæpt er á í þessu frum­varpi og minni hlut­inn kallar eftir því að ráð­herra skýri betur stefn­una hvað það varð­ar.“

Minni hlut­inn leggst ekki á móti sam­þykkt frum­varps­ins og leggur til að skip­aður verði starfs­hópur sem fari heild­stætt yfir gjald­töku í ferða­þjón­ustu. Undir nefnd­ar­á­lit minni­hlut­ans skrifa tveir þing­menn Vinstri grænna Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Ari Trausti Guð­munds­son

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent