Umhverfis- og samgöngunefnd er fylgjandi bílastæðagjaldi í dreifbýli

Meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar er fylgjandi því að frumvarp sem heimilar innheimtu bílastæðagjalda í dreyfbýli verði samþykkt óbreitt. Minnihlutinn segir það þurfa að skoða gjaldtöku í ferðaþjónustu á heildstæðan hátt.

Ferðamenn
Auglýsing

Meiri- og minni­hluti Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eru báðir fylgj­andi að frum­varp um breyt­ingar á umferð­ar­lögum sem heim­ilar inn­heimtu bíla­stæða­gjalda í dreif­býli verði sam­þykkt. Frum­varpið er til þess ætlað að aðstoða sveit­ar­fé­lög að standa undir kostn­aði á upp­bygg­ingu inn­viða ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar lagði til að frum­varpið yrði sam­þykkt óbreytt. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að þær umsagnir sem bár­ust með frum­varp­inu hafi almennt verið jákvæð­ar. Helstu gagn­rýn­is­radd­irnar hafi borist frá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar.

Gagn­rýnin sneri að því að með frum­varp­inu „sé sveit­ar­fé­lögum veitt tak­marka­laus heim­ild til gjald­töku og að gjald­taka og skatt­heimta af ferða­þjón­ustu sé nýtt til upp­bygg­ingar ann­arra inn­viða [en þeim sem lúta að ferða­þjón­ust­u].“. 

Auglýsing

Meiri hlut­inn bendir á með til­liti til þessa að þótt heim­ildir sveit­ar­fé­laga til gjald­töku og útgáfu sekta verði rýmkaðar sé um þjón­ustu gjald að ræða og því beri að nýta þau að öllu eða hluta til að standa undir þeim kostn­aði sem þjón­ustan veiti. „Svo að féð skuli nýta til upp­bygg­ingar í tengslum við við­kom­andi bíla­stæði og þá þjón­ustu sem veitt er í kringum það, þ.e. einkum til að fjár­magna inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir ferða­menn.“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Minni­hlut­inn vill skýr­ari fyr­ir­mæli

Minni hluti nefnd­ar­innar varar við að ekki megi líta á það sem svo að sam­þykkt frum­varps­ins leiði til „að fjár­þörf sveit­ar­fé­lag­anna til upp­bygg­ingar vegna stór­auk­ins ferða­manna­straums hafi verið mætt. Vegna eðlis þjón­ustu­gjalda er ljóst að tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum meira fjár­magn en hér er gert ráð fyr­ir.“

Minni hlut­inn bendir á að í frum­varp­inu skorti skil­grein­ingar á ýmsum hug­tök­um. Í frum­varp­inu er kveðið á að það gjald sem inn­heimt er megi nýta meðal ann­ars til að standa straum af bygg­ing­ar­kostn­aði, við­haldi og rekstri bíla­stæða. Einnig er heim­ilt að nýta gjaldið til upp­bygg­ingar á þjón­ustu þátta svo sem sal­ern­is­að­stöðu, gerð og við­haldi göngu­stíga og teng­ingar við önnur mann­virki.

„Hér er að mörgu að hyggja, svo sem því hvað átt er við með teng­ingu við önnur sam­göngu­mann­virki. Þá vekur ákvæðið upp þær spurn­ingar hvernig fjár­hæð gjalds­ins verður ákveð­in. Mun það lækka þegar stofn­kostn­aður hefur verið greiddur niður og það stendur aðeins undir rekstr­ar­kostn­aði? Verður það lægra á bíla­stæðum sem þegar hafa verið lögð þar sem ekki er heim­ilt að láta þjón­ustu­gjöld standa undir kostn­aði við upp­bygg­ingu sem þegar hefur átt sér stað ?“ segir í nefnd­ar­á­lit­in­u. 

Í álit­inu kemur fram sú skoðun minni­hlut­ans að í frum­varp­inu komi ekki fram hver raun­veru­legur vilji stjórn­valda er varð­andi inn­heimtu bíla­stæða­gjalda í þétt­býli. „Þá er óljóst hvort bíla­stæða­gjöld eigi að nýta til aðgangs­stýr­ing­ar. Verður fólki mein­aður aðgangur að svæðum ef bíla­stæðin við það eru full? Þar er á ferð mun umfangs­meiri umræða en tæpt er á í þessu frum­varpi og minni hlut­inn kallar eftir því að ráð­herra skýri betur stefn­una hvað það varð­ar.“

Minni hlut­inn leggst ekki á móti sam­þykkt frum­varps­ins og leggur til að skip­aður verði starfs­hópur sem fari heild­stætt yfir gjald­töku í ferða­þjón­ustu. Undir nefnd­ar­á­lit minni­hlut­ans skrifa tveir þing­menn Vinstri grænna Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Ari Trausti Guð­munds­son

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent