Umhverfis- og samgöngunefnd er fylgjandi bílastæðagjaldi í dreifbýli

Meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar er fylgjandi því að frumvarp sem heimilar innheimtu bílastæðagjalda í dreyfbýli verði samþykkt óbreitt. Minnihlutinn segir það þurfa að skoða gjaldtöku í ferðaþjónustu á heildstæðan hátt.

Ferðamenn
Auglýsing

Meiri- og minnihluti Umhverfis- og samgöngunefndar eru báðir fylgjandi að frumvarp um breytingar á umferðarlögum sem heimilar innheimtu bílastæðagjalda í dreifbýli verði samþykkt. Frumvarpið er til þess ætlað að aðstoða sveitarfélög að standa undir kostnaði á uppbyggingu innviða ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Meirihluti nefndarinnar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Í nefndaráliti meirihlutans segir að þær umsagnir sem bárust með frumvarpinu hafi almennt verið jákvæðar. Helstu gagnrýnisraddirnar hafi borist frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Gagnrýnin sneri að því að með frumvarpinu „sé sveitarfélögum veitt takmarkalaus heimild til gjaldtöku og að gjaldtaka og skattheimta af ferðaþjónustu sé nýtt til uppbyggingar annarra innviða [en þeim sem lúta að ferðaþjónustu].“. 

Auglýsing

Meiri hlutinn bendir á með tilliti til þessa að þótt heimildir sveitarfélaga til gjaldtöku og útgáfu sekta verði rýmkaðar sé um þjónustu gjald að ræða og því beri að nýta þau að öllu eða hluta til að standa undir þeim kostnaði sem þjónustan veiti. „Svo að féð skuli nýta til uppbyggingar í tengslum við viðkomandi bílastæði og þá þjónustu sem veitt er í kringum það, þ.e. einkum til að fjármagna innviðauppbyggingu fyrir ferðamenn.“ segir í nefndarálitinu.

Minnihlutinn vill skýrari fyrirmæli

Minni hluti nefndarinnar varar við að ekki megi líta á það sem svo að samþykkt frumvarpsins leiði til „að fjárþörf sveitarfélaganna til uppbyggingar vegna stóraukins ferðamannastraums hafi verið mætt. Vegna eðlis þjónustugjalda er ljóst að tryggja þarf sveitarfélögunum meira fjármagn en hér er gert ráð fyrir.“

Minni hlutinn bendir á að í frumvarpinu skorti skilgreiningar á ýmsum hugtökum. Í frumvarpinu er kveðið á að það gjald sem innheimt er megi nýta meðal annars til að standa straum af byggingarkostnaði, viðhaldi og rekstri bílastæða. Einnig er heimilt að nýta gjaldið til uppbyggingar á þjónustu þátta svo sem salernisaðstöðu, gerð og viðhaldi göngustíga og tengingar við önnur mannvirki.

„Hér er að mörgu að hyggja, svo sem því hvað átt er við með tengingu við önnur samgöngumannvirki. Þá vekur ákvæðið upp þær spurningar hvernig fjárhæð gjaldsins verður ákveðin. Mun það lækka þegar stofnkostnaður hefur verið greiddur niður og það stendur aðeins undir rekstrarkostnaði? Verður það lægra á bílastæðum sem þegar hafa verið lögð þar sem ekki er heimilt að láta þjónustugjöld standa undir kostnaði við uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað ?“ segir í nefndarálitinu. 

Í álitinu kemur fram sú skoðun minnihlutans að í frumvarpinu komi ekki fram hver raunverulegur vilji stjórnvalda er varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þéttbýli. „Þá er óljóst hvort bílastæðagjöld eigi að nýta til aðgangsstýringar. Verður fólki meinaður aðgangur að svæðum ef bílastæðin við það eru full? Þar er á ferð mun umfangsmeiri umræða en tæpt er á í þessu frumvarpi og minni hlutinn kallar eftir því að ráðherra skýri betur stefnuna hvað það varðar.“

Minni hlutinn leggst ekki á móti samþykkt frumvarpsins og leggur til að skipaður verði starfshópur sem fari heildstætt yfir gjaldtöku í ferðaþjónustu. Undir nefndarálit minnihlutans skrifa tveir þingmenn Vinstri grænna Kolbeinn Óttarsson Proppé og Ari Trausti Guðmundsson

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent