Umhverfis- og samgöngunefnd er fylgjandi bílastæðagjaldi í dreifbýli

Meirihluti Umhverfis- og samgöngunefndar er fylgjandi því að frumvarp sem heimilar innheimtu bílastæðagjalda í dreyfbýli verði samþykkt óbreitt. Minnihlutinn segir það þurfa að skoða gjaldtöku í ferðaþjónustu á heildstæðan hátt.

Ferðamenn
Auglýsing

Meiri- og minni­hluti Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eru báðir fylgj­andi að frum­varp um breyt­ingar á umferð­ar­lögum sem heim­ilar inn­heimtu bíla­stæða­gjalda í dreif­býli verði sam­þykkt. Frum­varpið er til þess ætlað að aðstoða sveit­ar­fé­lög að standa undir kostn­aði á upp­bygg­ingu inn­viða ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar lagði til að frum­varpið yrði sam­þykkt óbreytt. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að þær umsagnir sem bár­ust með frum­varp­inu hafi almennt verið jákvæð­ar. Helstu gagn­rýn­is­radd­irnar hafi borist frá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar.

Gagn­rýnin sneri að því að með frum­varp­inu „sé sveit­ar­fé­lögum veitt tak­marka­laus heim­ild til gjald­töku og að gjald­taka og skatt­heimta af ferða­þjón­ustu sé nýtt til upp­bygg­ingar ann­arra inn­viða [en þeim sem lúta að ferða­þjón­ust­u].“. 

Auglýsing

Meiri hlut­inn bendir á með til­liti til þessa að þótt heim­ildir sveit­ar­fé­laga til gjald­töku og útgáfu sekta verði rýmkaðar sé um þjón­ustu gjald að ræða og því beri að nýta þau að öllu eða hluta til að standa undir þeim kostn­aði sem þjón­ustan veiti. „Svo að féð skuli nýta til upp­bygg­ingar í tengslum við við­kom­andi bíla­stæði og þá þjón­ustu sem veitt er í kringum það, þ.e. einkum til að fjár­magna inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir ferða­menn.“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Minni­hlut­inn vill skýr­ari fyr­ir­mæli

Minni hluti nefnd­ar­innar varar við að ekki megi líta á það sem svo að sam­þykkt frum­varps­ins leiði til „að fjár­þörf sveit­ar­fé­lag­anna til upp­bygg­ingar vegna stór­auk­ins ferða­manna­straums hafi verið mætt. Vegna eðlis þjón­ustu­gjalda er ljóst að tryggja þarf sveit­ar­fé­lög­unum meira fjár­magn en hér er gert ráð fyr­ir.“

Minni hlut­inn bendir á að í frum­varp­inu skorti skil­grein­ingar á ýmsum hug­tök­um. Í frum­varp­inu er kveðið á að það gjald sem inn­heimt er megi nýta meðal ann­ars til að standa straum af bygg­ing­ar­kostn­aði, við­haldi og rekstri bíla­stæða. Einnig er heim­ilt að nýta gjaldið til upp­bygg­ingar á þjón­ustu þátta svo sem sal­ern­is­að­stöðu, gerð og við­haldi göngu­stíga og teng­ingar við önnur mann­virki.

„Hér er að mörgu að hyggja, svo sem því hvað átt er við með teng­ingu við önnur sam­göngu­mann­virki. Þá vekur ákvæðið upp þær spurn­ingar hvernig fjár­hæð gjalds­ins verður ákveð­in. Mun það lækka þegar stofn­kostn­aður hefur verið greiddur niður og það stendur aðeins undir rekstr­ar­kostn­aði? Verður það lægra á bíla­stæðum sem þegar hafa verið lögð þar sem ekki er heim­ilt að láta þjón­ustu­gjöld standa undir kostn­aði við upp­bygg­ingu sem þegar hefur átt sér stað ?“ segir í nefnd­ar­á­lit­in­u. 

Í álit­inu kemur fram sú skoðun minni­hlut­ans að í frum­varp­inu komi ekki fram hver raun­veru­legur vilji stjórn­valda er varð­andi inn­heimtu bíla­stæða­gjalda í þétt­býli. „Þá er óljóst hvort bíla­stæða­gjöld eigi að nýta til aðgangs­stýr­ing­ar. Verður fólki mein­aður aðgangur að svæðum ef bíla­stæðin við það eru full? Þar er á ferð mun umfangs­meiri umræða en tæpt er á í þessu frum­varpi og minni hlut­inn kallar eftir því að ráð­herra skýri betur stefn­una hvað það varð­ar.“

Minni hlut­inn leggst ekki á móti sam­þykkt frum­varps­ins og leggur til að skip­aður verði starfs­hópur sem fari heild­stætt yfir gjald­töku í ferða­þjón­ustu. Undir nefnd­ar­á­lit minni­hlut­ans skrifa tveir þing­menn Vinstri grænna Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Ari Trausti Guð­munds­son

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent