Einn er sagður látinn og þrettán slasaðir eftir að bíl var ekið á gangandi vegfarendur á Times Square í New York fyrir skömmu. Lögregla í New York segir að ökumaðurinn sé í haldi.
Lögreglan segir nú að ökumaðurinn hafi líklega misst stjórn á bíl sínum og að svo virðist sem um slys sé að ræða. Ekki séu nein tengsl við hryðjuverk. Ökumaðurinn er hins vegar grunaður um að hafa ekið undir áhrifum, og er sagður hafa verið handtekinn áður vegna slíkra mála. Þetta segir CBS fréttastofan.
Vitni sagði við Reuters að bílnum hafi verið ekið á móti umferð áður en hann fór upp á gangstétt og ók á gangandi vegfarendur.
Auglýsing
Utanríkisráðuneytið hefur hvatt Íslendinga í New York til að láta vita af sér vegna málsins.