Jón Ásgeir spyr hver ætli að axla ábyrgð vegna dóms

Jón Ásgeir Jóhannesson segist ánægður með dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, og segist velta því fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á því að mannréttindi séu fótum troðin í íslenskum réttarsölum.

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Jón Ásgeir Jóhann­es­son seg­ist oft hafa haft það á til­finn­ing­unni að pottur væri brot­inn í íslensku rétt­ar­kerfi og að nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli hans gegn rík­inu stað­festi þann grun hans. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfir­lýs­ingu sem Jón Ásgeir sendi fjöl­miðl­um, og er líka á nýrri vef­síðu sem hann hefur sett í loft­ið. 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri nið­ur­stöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva Jóns­­syn­i. Þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­­ur. Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins á þeim for­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til sekt­­ar­greiðslu af yfir­­skatta­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu því verið byggð á sama grunn­i. Þeir töldu seinna málið því brjóta gegn meg­in­regl­unni um bann við end­­ur­­tek­inni máls­­með­­­ferð, og undir að tók Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll­inn. Mál­inu fyrir hönd Gaums var hins vegar vísað frá. 

Auglýsing

Jón Ásgeir segir í yfir­lýs­ing­unni að hann hafi ekki kynnt sér efni dóms­ins til hlít­ar, en að þetta séu virki­lega góðar frétt­ir. Nið­ur­staðan komi honum ekki á óvart heldur sé hún í sam­ræmi við fyrri dóma mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. „Mér finnst umhugs­un­ar­efni að hér á landi var engu breytt í refsi­með­ferð skatta­mála þótt mál mitt hefði verið tekið til efn­is­með­ferðar hjá mann­rétt­inda­dóm­stólnum og fyrir lægju for­dæmi um að íslenska kerfið stæð­ist ekki. Ríkin í kringum okkur brugð­ust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína fram­kvæmd nið­ur­stöðum mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórn­valda í rétt­ar­sölum lands­ins und­an­farin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á til­finn­ing­unni að pottur væri brotin í íslensku rétt­ar­kerfi. Nið­ur­staðan stað­festir þennan grun minn og stað­festir líka sem betur fer að íslenska rétt­ar­kerfið er ekki, eitt rétt­ar­kerfa í Evr­ópu, und­an­þegið Mann­rétt­inda­sátta­mála Evr­ópu,“ segir Jón Ásgeir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Hann seg­ist velta því fyrir sér hvernig stjórn­völd ætli að bregð­ast við dómn­um. „Ætlar ein­hver að axla ábyrgð á því að mann­rétt­indi ein­stak­linga á Íslandi hafa verið fótum troðin í rétt­ar­sölum und­an­farin ár? Munu fyrr­ver­andi eða núver­andi ráð­herrar og stjórn­mála­menn, hér­aðs­dóm­arar eða hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar, fyrr- og núver­andi, sæta ábyrgð? Ef eng­inn ber ábyrgð á rang­ind­unum er ég hræddur um að ekk­ert breyt­ist.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent