#verslun#stjórnmál

Áfengisfrumvarpið mikið breytt

Upphaflega gerði frumvarpið ráð fyrir að áfengissala yrði frjáls og yrði heimil í stórmörkuðum og öðrum verslunum.

Lagðar eru til mikl­ar breyt­ing­ar á áfeng­is­frum­varp­inu svo­­nefndu í drög­um að nefnd­ar­á­liti frá alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd Alþing­­is. Þetta kemur fram á mbl.is.Málið er nú til um­­fjöll­un­ar á fundi nefnd­­ar­inn­ar sem fram fer síðar í dag.

Frum­varpið gerði ráð fyrir því í upp­hafi að sala með áfengi yrði gefin frjáls, og yrði þannig heim­iluð í versl­unum en ekki aðeins versl­unum ÁTVR.

Í frétt mbl.is segir að það sé meðal ann­­ars gengið út frá því að áfengi verði ein­ung­is selt í sér­­versl­un­um og að rekstri Áfeng­is- og tób­aks­versl­un­ar rík­­is­ins (ÁTVR) verði haldið áfram. Enn­frem­ur að áfeng­is­aug­lýs­ing­um, þar með talið létt­­bjórs­aug­lýs­ing­um, verði sett­ar mikl­ar skorður að franskri fyr­ir­­mynd og að óheim­ilt verði að selja áfengi und­ir kostn­að­ar­­verði.

Auglýsing

Söm­u­­leiðis er gert ráð fyr­ir því að ald­­ur­s­­mörk þeirra sem selji áfengi verði hækkað upp í 20 ár og að af­greiðslu­­tími verði stytt­ur frá fyrri frum­varps­drög­um þannig að áfeng­is­sala verði heim­il á tíma­bil­inu 11-22. Þá er lagt til að lög­­in taki gildi 1. júlí á næsta ári, að því er segir í frétt­inni.

Til að meta áhrif frum­varps­ins þykir rétt að það við­bót­­ar­fé sem renni til lýð­heilsu­­sjóðs megi nota til rann­­sókna á áfeng­is­neyslu þjóð­ar­­inn­­ar. Söm­u­­leiðis er lagt til að sér­­­stök áhersla verði á for­varn­ir og rann­­sókn­ir á áfeng­is­neyslu á ár­un­um 2018-2022. Þá er lagt til að sá hluti lag­anna sem snýr að hærri fram­lög­um í lýð­heilsu­­sjóð taki gildi fyrr.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent