Alvöru samstarf í sýndarveruleika

Háskóli Íslands og CCP hafa gert með sér samning um aukið samstarf sín á milli.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri CCP skrifuðu undir samstarfssamning 15.mái síðastliðin
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri CCP skrifuðu undir samstarfssamning 15.mái síðastliðin
Auglýsing

Háskóli Íslands og CCP hafa ritað undir ramma­sam­komu­lag um sam­starf sín á milli. Til stendur að CCP færi höf­uð­stöðvar sýnar í Grósku sem er nýtt hug­mynda­hús í upp­bygg­ingu hjá vís­inda­görðum Háskóla Íslands. 

„Það er nátt­úru­lega þannig að það er svo mikið að ger­ast í þessum geira í sýnd­ar­veru­leika og slíku á Íslandi, það er ótrú­lega grósku­mikil þróun þar og CCP stendur þar mjög fram­ar­lega. Við hjá Háskól­anum sjáum fram á að það séu mikil tæki­færi fyrir háskól­ann. Af hverju ekki að hafa nágranna sem eru fram­ar­lega í þróun á ákveðnu tækni­sviði ?“ Segir Einar Män­tylä verk­efn­is­stjóri nýsköp­unar hjá Háskóla Íslands.

Einar telur mögu­leik­ana sem fel­ast í sam­starf­inu vera fjöl­marga. Tæknin sem CCP er að þróa til dæmis í sýnd­ar­veru­leika muni koma til með að breyta miðlun efnis og bjóði upp á fjöl­marga mögu­leika til að mynda í safna­fræð­um, þróun á söfnum og þess hátt­ar. „Við sjáum fram á að þetta geti breytt miðlun efnis það verði ekki bara á prenti, það verðu hægt að vinna úr efni­við og fræða, kynna fræði­legt efni á nýjan hátt fyrir nýjum kyn­slóð­u­m“. 

Auglýsing

Hann bendir á að þar sem sýnd­ar­veru­leik­inn spilar á skyn­færin væri einnig hægt að not­ast við hann í sál­fræði rann­sókn­um. „Það eru nú þegar rann­sóknir í gangi þar sem að Íslensk erfða grein­ing og fleiri eiga þátt í um loft­hræðslu.“ Einar telur að hægt verði að nýta tækni­þróun CCP á öllum fræða­sviðum að ein­hverju leyti allt frá lækna­vís­indum til þjóð­hátta­fræði. „Það á bara eftir að koma í ljós hvað fræði­menn eru fljótir að til­einka sér þetta.“ Segir hann.

Sam­starf í þróun

„Þetta er ramma samn­ingur um að efla sam­starf sín á milli. Í praktík­inni verður það þannig að sett verður á lagg­irnar sam­starfs­nefnd sem sér um að velja verk­efni og for­gangs­raða væn­leg­ustu sam­starfs­verk­efn­unum og nem­enda­verk­efn­um.“ Segir Einar

Einnig stendur til að skoða hvernig sér­fræð­ingar CCP geta komið að rann­sókn­ar­tengdu námi og tengja þá við sér­fræð­inga við nám. Einar segir ávinn­ing­inn ekki aðeins vera háskól­ans heldur geti „há­skól­inn tengt CCP við alþjóð­legar  rann­sókna umsóknir til dæmis styrkja umsókn­ir. Sækja í evr­ópska sjóði og vera með í fjöl­þjóð­legum rann­sóknum þar sem þeirra sér­þekk­ing kemur að málum líka. Þannig við erum að opna á mjög víð­tækt sam­starf.“

Vís­inda­setrið í Vatns­mýr­inni

Flutn­ingur CCP í Vatns­mýr­ina er hluti af upp­bygg­ingar starfi Vís­inda­garða Háskóla Íslands. Á vef Vís­inda­garð­anna segir að hlut­verk þeirra sé „að vera alþjóð­lega við­ur­kenndur vett­vangur tækni- og þekk­ing­ar­sam­fé­lags á Íslandi sem á virkan hátt hlúir að og tengir saman frum­kvöðla, fyr­ir­tæki, háskóla, stofn­anir og aðra hags­muna­að­ila sem vinna að því að stór­efla hag­nýt­ingu rann­sókna, nýsköpun og við­skipta­þróun til hag­sældar og heilla fyrir land og þjóð.“

Gróska er nýjasta bygg­ing vís­inda­garð­anna en fyrir eru sex bygg­ing­ar. Hús Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, Alvot­ech húsið og fjórar bygg­ing­ar, sem saman telja 300 íbúð­ir, í eigu Félags­stofn­unar stúd­enta. Stefnt er að því að Gróska verði tekin í notkun í októ­ber á næsta ári. 

Í við­tali við stúd­enta­f­réttir segir Eiríkur Hilm­ar­son fram­kvæmd­ar­stjóri vís­inda­garð­anna að Gróska sé hug­mynda hús sem verði sér­hæft á upp­lýs­inga og fjar­skipta­tækni sviði líkt og Alvot­ech húsið sé sér­hæft á lyfja­tækni­svið­i. 

Hann segir að CCP verði ekki ein­göngu með starf­semi í hús­inu þótt þeir verði stærsta fyr­ir­tækið „CCP verður með 20 til 25 pró­sent af hús­inu en það verða fjöl­mörg önnur fyr­ir­tæki.“ Í hús­inu verði einnig frum­kvöðla setur og segir Eiríkur að það muni fá gott rými og reiknað er með að ein­hver frum­kvöðla fyr­ir­tæki verði þar með starf­sem­i. 

 Þegar bygg­ing Grósku er lokið stendur til að byggja nýtt hús þar sem starf­semi á sviði sam­einda vís­inda mun fara fram. Alvot­ech er nú þegar farið að taka þátt í kennslu í lyfja­fræði. Eiríkur segir að þar hafi verið komið inn „með nýja þekk­ingu sem ekki var til staðar í deild­inn­i.“

Eiríkur segir að þegar upp­bygg­ing vís­inda­garð­anna verður lokið verði „hjartað í þessu sam­fé­lagi hús sem Vís­inda­garðar munu byggja og eiga. Þar fyrir framan verður úti­torg sem mun heita Jónasar Hall­gríms­sonar torg. Okkur finnst það vera mjög vel við hæfi því í þessu sam­fé­lagi er verið að blanda saman vís­ind­um,­tækni nýsköpun og list­u­m.“ Hann bætir við að „mögu­leik­arnir í þver­fræði­legri sam­vinnu eru óend­an­leg­ir.“

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent