Alvöru samstarf í sýndarveruleika

Háskóli Íslands og CCP hafa gert með sér samning um aukið samstarf sín á milli.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri CCP skrifuðu undir samstarfssamning 15.mái síðastliðin
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri CCP skrifuðu undir samstarfssamning 15.mái síðastliðin
Auglýsing

Háskóli Íslands og CCP hafa ritað undir ramma­sam­komu­lag um sam­starf sín á milli. Til stendur að CCP færi höf­uð­stöðvar sýnar í Grósku sem er nýtt hug­mynda­hús í upp­bygg­ingu hjá vís­inda­görðum Háskóla Íslands. 

„Það er nátt­úru­lega þannig að það er svo mikið að ger­ast í þessum geira í sýnd­ar­veru­leika og slíku á Íslandi, það er ótrú­lega grósku­mikil þróun þar og CCP stendur þar mjög fram­ar­lega. Við hjá Háskól­anum sjáum fram á að það séu mikil tæki­færi fyrir háskól­ann. Af hverju ekki að hafa nágranna sem eru fram­ar­lega í þróun á ákveðnu tækni­sviði ?“ Segir Einar Män­tylä verk­efn­is­stjóri nýsköp­unar hjá Háskóla Íslands.

Einar telur mögu­leik­ana sem fel­ast í sam­starf­inu vera fjöl­marga. Tæknin sem CCP er að þróa til dæmis í sýnd­ar­veru­leika muni koma til með að breyta miðlun efnis og bjóði upp á fjöl­marga mögu­leika til að mynda í safna­fræð­um, þróun á söfnum og þess hátt­ar. „Við sjáum fram á að þetta geti breytt miðlun efnis það verði ekki bara á prenti, það verðu hægt að vinna úr efni­við og fræða, kynna fræði­legt efni á nýjan hátt fyrir nýjum kyn­slóð­u­m“. 

Auglýsing

Hann bendir á að þar sem sýnd­ar­veru­leik­inn spilar á skyn­færin væri einnig hægt að not­ast við hann í sál­fræði rann­sókn­um. „Það eru nú þegar rann­sóknir í gangi þar sem að Íslensk erfða grein­ing og fleiri eiga þátt í um loft­hræðslu.“ Einar telur að hægt verði að nýta tækni­þróun CCP á öllum fræða­sviðum að ein­hverju leyti allt frá lækna­vís­indum til þjóð­hátta­fræði. „Það á bara eftir að koma í ljós hvað fræði­menn eru fljótir að til­einka sér þetta.“ Segir hann.

Sam­starf í þróun

„Þetta er ramma samn­ingur um að efla sam­starf sín á milli. Í praktík­inni verður það þannig að sett verður á lagg­irnar sam­starfs­nefnd sem sér um að velja verk­efni og for­gangs­raða væn­leg­ustu sam­starfs­verk­efn­unum og nem­enda­verk­efn­um.“ Segir Einar

Einnig stendur til að skoða hvernig sér­fræð­ingar CCP geta komið að rann­sókn­ar­tengdu námi og tengja þá við sér­fræð­inga við nám. Einar segir ávinn­ing­inn ekki aðeins vera háskól­ans heldur geti „há­skól­inn tengt CCP við alþjóð­legar  rann­sókna umsóknir til dæmis styrkja umsókn­ir. Sækja í evr­ópska sjóði og vera með í fjöl­þjóð­legum rann­sóknum þar sem þeirra sér­þekk­ing kemur að málum líka. Þannig við erum að opna á mjög víð­tækt sam­starf.“

Vís­inda­setrið í Vatns­mýr­inni

Flutn­ingur CCP í Vatns­mýr­ina er hluti af upp­bygg­ingar starfi Vís­inda­garða Háskóla Íslands. Á vef Vís­inda­garð­anna segir að hlut­verk þeirra sé „að vera alþjóð­lega við­ur­kenndur vett­vangur tækni- og þekk­ing­ar­sam­fé­lags á Íslandi sem á virkan hátt hlúir að og tengir saman frum­kvöðla, fyr­ir­tæki, háskóla, stofn­anir og aðra hags­muna­að­ila sem vinna að því að stór­efla hag­nýt­ingu rann­sókna, nýsköpun og við­skipta­þróun til hag­sældar og heilla fyrir land og þjóð.“

Gróska er nýjasta bygg­ing vís­inda­garð­anna en fyrir eru sex bygg­ing­ar. Hús Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, Alvot­ech húsið og fjórar bygg­ing­ar, sem saman telja 300 íbúð­ir, í eigu Félags­stofn­unar stúd­enta. Stefnt er að því að Gróska verði tekin í notkun í októ­ber á næsta ári. 

Í við­tali við stúd­enta­f­réttir segir Eiríkur Hilm­ar­son fram­kvæmd­ar­stjóri vís­inda­garð­anna að Gróska sé hug­mynda hús sem verði sér­hæft á upp­lýs­inga og fjar­skipta­tækni sviði líkt og Alvot­ech húsið sé sér­hæft á lyfja­tækni­svið­i. 

Hann segir að CCP verði ekki ein­göngu með starf­semi í hús­inu þótt þeir verði stærsta fyr­ir­tækið „CCP verður með 20 til 25 pró­sent af hús­inu en það verða fjöl­mörg önnur fyr­ir­tæki.“ Í hús­inu verði einnig frum­kvöðla setur og segir Eiríkur að það muni fá gott rými og reiknað er með að ein­hver frum­kvöðla fyr­ir­tæki verði þar með starf­sem­i. 

 Þegar bygg­ing Grósku er lokið stendur til að byggja nýtt hús þar sem starf­semi á sviði sam­einda vís­inda mun fara fram. Alvot­ech er nú þegar farið að taka þátt í kennslu í lyfja­fræði. Eiríkur segir að þar hafi verið komið inn „með nýja þekk­ingu sem ekki var til staðar í deild­inn­i.“

Eiríkur segir að þegar upp­bygg­ing vís­inda­garð­anna verður lokið verði „hjartað í þessu sam­fé­lagi hús sem Vís­inda­garðar munu byggja og eiga. Þar fyrir framan verður úti­torg sem mun heita Jónasar Hall­gríms­sonar torg. Okkur finnst það vera mjög vel við hæfi því í þessu sam­fé­lagi er verið að blanda saman vís­ind­um,­tækni nýsköpun og list­u­m.“ Hann bætir við að „mögu­leik­arnir í þver­fræði­legri sam­vinnu eru óend­an­leg­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent