Alvöru samstarf í sýndarveruleika

Háskóli Íslands og CCP hafa gert með sér samning um aukið samstarf sín á milli.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri CCP skrifuðu undir samstarfssamning 15.mái síðastliðin
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri CCP skrifuðu undir samstarfssamning 15.mái síðastliðin
Auglýsing

Háskóli Íslands og CCP hafa ritað undir ramma­sam­komu­lag um sam­starf sín á milli. Til stendur að CCP færi höf­uð­stöðvar sýnar í Grósku sem er nýtt hug­mynda­hús í upp­bygg­ingu hjá vís­inda­görðum Háskóla Íslands. 

„Það er nátt­úru­lega þannig að það er svo mikið að ger­ast í þessum geira í sýnd­ar­veru­leika og slíku á Íslandi, það er ótrú­lega grósku­mikil þróun þar og CCP stendur þar mjög fram­ar­lega. Við hjá Háskól­anum sjáum fram á að það séu mikil tæki­færi fyrir háskól­ann. Af hverju ekki að hafa nágranna sem eru fram­ar­lega í þróun á ákveðnu tækni­sviði ?“ Segir Einar Män­tylä verk­efn­is­stjóri nýsköp­unar hjá Háskóla Íslands.

Einar telur mögu­leik­ana sem fel­ast í sam­starf­inu vera fjöl­marga. Tæknin sem CCP er að þróa til dæmis í sýnd­ar­veru­leika muni koma til með að breyta miðlun efnis og bjóði upp á fjöl­marga mögu­leika til að mynda í safna­fræð­um, þróun á söfnum og þess hátt­ar. „Við sjáum fram á að þetta geti breytt miðlun efnis það verði ekki bara á prenti, það verðu hægt að vinna úr efni­við og fræða, kynna fræði­legt efni á nýjan hátt fyrir nýjum kyn­slóð­u­m“. 

Auglýsing

Hann bendir á að þar sem sýnd­ar­veru­leik­inn spilar á skyn­færin væri einnig hægt að not­ast við hann í sál­fræði rann­sókn­um. „Það eru nú þegar rann­sóknir í gangi þar sem að Íslensk erfða grein­ing og fleiri eiga þátt í um loft­hræðslu.“ Einar telur að hægt verði að nýta tækni­þróun CCP á öllum fræða­sviðum að ein­hverju leyti allt frá lækna­vís­indum til þjóð­hátta­fræði. „Það á bara eftir að koma í ljós hvað fræði­menn eru fljótir að til­einka sér þetta.“ Segir hann.

Sam­starf í þróun

„Þetta er ramma samn­ingur um að efla sam­starf sín á milli. Í praktík­inni verður það þannig að sett verður á lagg­irnar sam­starfs­nefnd sem sér um að velja verk­efni og for­gangs­raða væn­leg­ustu sam­starfs­verk­efn­unum og nem­enda­verk­efn­um.“ Segir Einar

Einnig stendur til að skoða hvernig sér­fræð­ingar CCP geta komið að rann­sókn­ar­tengdu námi og tengja þá við sér­fræð­inga við nám. Einar segir ávinn­ing­inn ekki aðeins vera háskól­ans heldur geti „há­skól­inn tengt CCP við alþjóð­legar  rann­sókna umsóknir til dæmis styrkja umsókn­ir. Sækja í evr­ópska sjóði og vera með í fjöl­þjóð­legum rann­sóknum þar sem þeirra sér­þekk­ing kemur að málum líka. Þannig við erum að opna á mjög víð­tækt sam­starf.“

Vís­inda­setrið í Vatns­mýr­inni

Flutn­ingur CCP í Vatns­mýr­ina er hluti af upp­bygg­ingar starfi Vís­inda­garða Háskóla Íslands. Á vef Vís­inda­garð­anna segir að hlut­verk þeirra sé „að vera alþjóð­lega við­ur­kenndur vett­vangur tækni- og þekk­ing­ar­sam­fé­lags á Íslandi sem á virkan hátt hlúir að og tengir saman frum­kvöðla, fyr­ir­tæki, háskóla, stofn­anir og aðra hags­muna­að­ila sem vinna að því að stór­efla hag­nýt­ingu rann­sókna, nýsköpun og við­skipta­þróun til hag­sældar og heilla fyrir land og þjóð.“

Gróska er nýjasta bygg­ing vís­inda­garð­anna en fyrir eru sex bygg­ing­ar. Hús Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, Alvot­ech húsið og fjórar bygg­ing­ar, sem saman telja 300 íbúð­ir, í eigu Félags­stofn­unar stúd­enta. Stefnt er að því að Gróska verði tekin í notkun í októ­ber á næsta ári. 

Í við­tali við stúd­enta­f­réttir segir Eiríkur Hilm­ar­son fram­kvæmd­ar­stjóri vís­inda­garð­anna að Gróska sé hug­mynda hús sem verði sér­hæft á upp­lýs­inga og fjar­skipta­tækni sviði líkt og Alvot­ech húsið sé sér­hæft á lyfja­tækni­svið­i. 

Hann segir að CCP verði ekki ein­göngu með starf­semi í hús­inu þótt þeir verði stærsta fyr­ir­tækið „CCP verður með 20 til 25 pró­sent af hús­inu en það verða fjöl­mörg önnur fyr­ir­tæki.“ Í hús­inu verði einnig frum­kvöðla setur og segir Eiríkur að það muni fá gott rými og reiknað er með að ein­hver frum­kvöðla fyr­ir­tæki verði þar með starf­sem­i. 

 Þegar bygg­ing Grósku er lokið stendur til að byggja nýtt hús þar sem starf­semi á sviði sam­einda vís­inda mun fara fram. Alvot­ech er nú þegar farið að taka þátt í kennslu í lyfja­fræði. Eiríkur segir að þar hafi verið komið inn „með nýja þekk­ingu sem ekki var til staðar í deild­inn­i.“

Eiríkur segir að þegar upp­bygg­ing vís­inda­garð­anna verður lokið verði „hjartað í þessu sam­fé­lagi hús sem Vís­inda­garðar munu byggja og eiga. Þar fyrir framan verður úti­torg sem mun heita Jónasar Hall­gríms­sonar torg. Okkur finnst það vera mjög vel við hæfi því í þessu sam­fé­lagi er verið að blanda saman vís­ind­um,­tækni nýsköpun og list­u­m.“ Hann bætir við að „mögu­leik­arnir í þver­fræði­legri sam­vinnu eru óend­an­leg­ir.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent