INTERSPORT lokar í sumar

Ákveðið hefur verið að loka íþróttavöruversluninni INTERSPORT í sumar. Lagersala stendur yfir og öllu starfsfólki verður boðið ný störf hjá Festi hafi það áhuga á því.

intersport
Auglýsing

Íþróttavöruverslunin INTERSPORT mun hætta starfsemi í sumar. Starfsfólki hennar var tikynnt um þetta í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Kjarnans. Eignarhaldsfélagið Festi, sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja, er eigandi INTERSPORT og hefur rekið stórverslun undir merkinu á Bíldshöfða í 19 ár. Auk þess þess hafa verið reknar tvær INTERSPORT verslanir á landsbyggðinni inn í verslunum BYKO á Selfossi og Akureyri.

Jón Björnsson, forstjóri Festis, staðfestir það við Kjarnann að versluninni verði lokað í sumar og að lagersala sé þegar hafin. Önnur verslun, sem þó verði ekki íþróttavöruverslun, muni opna á þeim stað sem INTERSPORT hefur verið. „Núverandi starfsfólki INTERSPORT hefur verið boðið að vinna fyrir önnur fyrirtæki Festi, hafi þau áhuga á því,“ segir Jón.

Auglýsing
Festi hf. sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27 prósent hlut. Lífeyrissjóðir eru með um 31 prósent hlut, tryggingafélög og sjóðir 15 prósent og einkafjárfestar um 26 prósent.

Festi hf. keypti fjögur fyrirtæki af Norvik hf. ásamt fasteignum í mars 2014. Með kaupunum tók Festi yfir rekstur Kaupás, sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals, ELKO, Intersport og vöruhótelsins Bakkans. Þá hefur Festi jafnframt gengið frá kaupum á hluta af fasteignasafni Smáragarðs.

Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum smásölumarkaði. Smásölurisinn Hagar keyptu til að mynd nýverið allt hlutafé í Olís og höðfðu áður keypt Lyfju. Félagið hefur auk þess lokað tískuvöruverslunum Topshop, Dorothy Perkins, Debenhams, Evans og Warehouse. Breytingarnar eru flestar raktar til þess að stór alþjóðleg fyrirtæki eru að hefja starfsemi á Íslandi á næstu misserum. Costco opnaði til að mynda risaverslun sína í Garðabæ í dag og fyrsta af þremur væntanlegum verslunum H&M hérlendis mun opna í Smáralind í haust

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent