Íslandsbanki fækkar um 20 starfsmenn

Breytt skipulag tekur gildi hjá Íslandsbanka í dag og samhliða því verður starfsmönnum fækkað um 20.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Íslandsbanki mun fækka starfsmönnum um tuttugu samhliða breytingum á skipulagi sem taka gildi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 

„Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tilkynningunni. 

Skipulagi bankans verður skipt í þrjú tekjusvið sem verða einstaklingar, viðskiptabanki og fyrirtæki og fjárfestar. Markmiðið með breytingunum er að mæta breyttum þörfum og bjóða betri bankaþjónustu, segir í tilkynningunni. Einstaklingssvið mun veita einstaklingum alhliða fjármálaþjónustu, viðskiptabankasvið mun þjónusta lítil og meðalstór fyrirtæki og svið stórra fyrirtækja og fjárfesta mun þjónusta stór fyrirtæki og fjárfesta með lánveitingar, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. 

Auglýsing

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri einstaklingssviðs bankans, en hún er lögmaður með MBA próf frá viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Una Steinsdóttir og Vilhelm Már Þorsteinsson eru framkvæmdastjórar hinna sviðanna. 

VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði, og áherslubreytingar verða gerðar á greiningarstarfi bankans. Áfram verður þó starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent