Stjórnendur og sérfræðingar misstu vinnuna hjá Íslandsbanka

Það voru fyrst og fremst stjórnendur, millistjórnendur og sérfræðingar sem missa vinnuna hjá Íslandsbanka samhliða miklum skipulagsbreytingum.

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Það voru fyrst og fremst stjórnendur, millistjórnendur og sérfræðingar í höfuðstöðvum Íslandsbanka sem misstu vinnuna í uppsögnum hjá bankanum í dag. Þetta kemur fram á Vísi. 

Meðal þeirra sem hafa látið af störfum eru Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringar bankans, og Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Jón Bjarki Bentsson hefur tekið við sem aðalhagfræðingur, og mun sjá um þjóðhagsgreiningu bankans, en talsverðar breytingar verða gerðar á starfi greiningardeildar bankans, líkt og fram kom í tilkynningu hans í morgun. 

Íslands­banki tilkynnti í morgun starfs­mönnum myndi fækka um tutt­ugu sam­hliða breyt­ingum á skipu­lagi sem taka gildi í dag.  

Auglýsing

„Á und­an­förnum árum höfum við verið að ein­falda banka­við­skiptin og nú ein­földum við og aðlögum skipu­lag bank­ans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyr­ir­tækjum hollt að fara í gegnum skipu­lags­breyt­ingar og í því liggja fjöl­mörg tæki­færi. Með þessum breyt­ingum blæs bank­inn til sóknar og treystir und­ir­stöður fyrir aukna skil­virkni. Við hlökkum til áfram­hald­andi góðs sam­starfs við við­skipta­vini okkar þar sem við munum ein­blína á enn betri þjón­ustu í nýju og ein­fald­ara skipu­lag­i,“ er haft eftir Birnu Ein­ars­dóttur banka­stjóra í til­kynn­ing­unn­i. 

Skipu­lagi bank­ans verður skipt í þrjú tekju­svið sem verða ein­stak­ling­ar, við­skipta­banki og fyr­ir­tæki og fjár­fest­ar. Mark­miðið með breyt­ing­unum er að mæta breyttum þörfum og bjóða betri banka­þjón­ustu, segir í til­kynn­ing­unni. Ein­stak­lings­svið mun veita ein­stak­lingum alhliða fjár­mála­þjón­ustu, við­skipta­banka­svið mun þjón­usta lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki og svið stórra fyr­ir­tækja og fjár­festa mun þjón­usta stór fyr­ir­tæki og fjár­festa með lán­veit­ing­ar, miðlun verð­bréfa og gjald­eyr­is, fyr­ir­tækja­ráð­gjöf, einka­banka­þjón­ustu og sölu áhættu­varna. 

Sig­ríður Hrefna Hrafn­kels­dóttir hefur verið ráðin sem nýr fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs bank­ans, en hún er lög­maður með MBA próf frá við­skipta­há­skól­anum í Kaup­manna­höfn (CBS). Una Steins­dóttir og Vil­helm Már Þor­steins­son eru fram­kvæmda­stjórar hinna svið­anna. 

VÍB eigna­stýr­ing mun fær­ast yfir á tekju­sviðin og í dótt­ur­fé­lag bank­ans, Íslands­sjóði, og áherslu­breyt­ingar verða gerðar á grein­ing­ar­starfi bank­ans. Áfram verður þó starf­andi aðal­hag­fræð­ingur sem mun bera ábyrgð á þjóð­hags­grein­ingu bank­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent