http://www.kjararad.is/media/urskurdir/2017.4.015-framkvaemdastjori-_islandssjoda-hf..pdfKjararáð hefur úrskurðað um laun framkvæmdastjóra Íslandssjóða í fyrsta sinn, en Íslandssjóðir heyra undir Íslandsbanka sem varð ríkiseign um mitt síðasta ár. Samkvæmt úrskurði kjararáðs á framkvæmdastjórinn, Kjartan Smári Höskuldsson, að vera með 1.058.376 krónur í mánaðarlaun, auk 478 þúsund króna í fasta yfirvinnu.
Þetta er gert til samræmis launakjör annarra forstöðumanna fjármálastofnana sem heyra undir kjararáð. Fyrr á þessu ári úrskurðaði ráðið um laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, móðurfélags Íslandssjóða.
Stjórn Íslandssjóða kom á fund kjararáðs til að ræða málið og leitaði einnig úrskurðar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um það hvort að framkvæmdastjóri Íslandssjóða ætti að heyra undir kjararáð. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að það sé kjararáðs að ákveða laun hans og starfskjör.
Þetta verður þó væntanlega í eina skiptið sem kjararáð úrskurðar um laun hans, þar sem breytingar á lögum um kjararáð taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Breytingarnar voru samþykktar á Alþingi í lok síðasta árs.