Innan við fjórðungur mæðra fær hámarksgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði

Feður sem taka fæðingarorlof eru mun betur launaðir en mæður sem það gera. Yfir helmingur feðra fékk hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði í fyrra en tæplega fjórðungur mæðra.

Börn
Auglýsing

Feður sem fá fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur eru mun tekju­hærri heldur en mæður sem fá fæð­ing­ar­or­lof. Meira en helm­ingur feðra sem tóku fæð­ing­ar­or­lof í fyrra fengu hámarks­greiðsl­ur, en innan við fjórð­ungur mæðra. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svari Þor­steins Víglunds­son­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni VG. Andrés spurði um fjölda for­eldra sem hafa fengið greitt fæð­ing­ar­or­lof og fæð­ing­ar­styrk und­an­farin fjögur ár og eftir sund­ur­liðun eftir tekjum þeirra. 

Í fyrra voru flestir feður sem tóku fæð­ing­ar­or­lof með laun á bil­inu 500 til 750 þús­und krónur í mán­að­ar­tekj­ur, eða þriðj­ungur þeirra. Aftur á móti var algeng­asta launa­bilið hjá mæðrum 200 til 300 þús­und krónur í mán­að­ar­tekj­ur, en fjórð­ungur mæðr­anna hafði þær tekj­ur. Litlu færri voru með á bil­inu 300 til 400 þús­und krónur í mán­að­ar­laun. 

Auglýsing

Fimm pró­sent feðra og eitt pró­sent mæðra sem tóku fæð­ing­ar­or­lof voru með meira en milljón króna í mán­að­ar­tekj­ur, og níu pró­sent feðra og þrjú pró­sent mæðra voru með tekjur á bil­inu 750 þús­und til millj­ón. 

Gagn­ast fæstum mæðrum

Í októ­ber í fyrra voru hámarks­greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi hækk­aðar úr 370 þús­und krónum í 500 þús­und krón­ur. Miðað er við að fólk fái 80 pró­sent launa sinna, en þó að hámarki þessa upp­hæð. Stærstur hluti mæðra, eða um 80 pró­sent þeirra, er ekki með 500 þús­und krónur á mán­uði svo hækk­unin gagn­ast þeim ekki. 

Starfs­hópur sem Eygló Harð­ar­dóttir skip­aði þegar hún var félags­mála­ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili lagði það til að fyrstu 300 þús­und krón­urnar af tekjum fólks yrðu óskert­ar, sam­hliða til­lögum sínum um hækkun á hámarks­greiðsl­um. Þær til­lögur hafa ekki orðið að veru­leika, þótt hámarks­greiðsl­urnar hafi verið hækk­að­ar. Núver­andi rík­is­stjórn hefur lagt áherslu á að hækka hámarks­greiðsl­urnar í skrefum á þessu kjör­tíma­bil­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent