Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að krefja Donald Trump Bandaríkjaforseta skýringa á því hvers vegna myndi og gögn úr rannsókninni á sprengingunni í Manchester láku til fjölmiðla þar í landi. Hún hyggst taka málið upp við Trump á leiðtogafundi NATO ríkja í Brussel á morgun.
Myndir af sprengjunni sem notuð var í hryðjuverkaárásinni í Manchester í byrjun vikunnar birtist í bandarískum fjölmiðlum í dag, meðal annars í New York TImes.
Bresk yfirvöld eru í fjölmiðlum í Bretland sögð æf vegna lekans, enda rannsóknin á viðkvæmu stigi. 22 létust í sprengingunni í Manchester Arena og 64 slösuðust, en um sjálfsmorðsárás var að ræða. Sjö hafa verið handtekinir, en talið er að ódæðismaðurinn, Salman Abedi, hafi ekki verið einn að verki við skipulagningu á glæpnum.
Borgarstjórinn í Manchester, Andy Burnham, hefur þegar komið áhyggjum sínum vegna upplýsingaleika Bandaríkjamanna til sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, en meðal þess sem birtist í fjölmiðlum í Banaríkjunum voru myndir af sprengunni sem notuð var, og fleiri myndir af vettvangi.
Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC leggja stjórnvöld í Bretlandi allt kapp á að flýta rannsókninni sem mest og tryggja öryggi borgarana. Ennþá er viðbúnaðarstig hátt í Bretlandi og fimm þúsund manna herlið til taks.