Vilja að þeir sem misstu fasteign í bankahruninu fái ríkisstuðning

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að lög um fyrstu fasteign, og sá stuðningur sem veittur er í gegnum þau til fasteignakaupa, nái einnig til einstaklinga sem „misst hefðu fasteign við nauðungarsölu vegna bankahrunsins.“

Óli Björn Kárason
Auglýsing

Fyrsti minni­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, sem inni­heldur fjóra þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vilja að lög um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð verði látin „ná til kaupa ein­stak­linga, sem misst hefðu fast­eign við nauð­ung­ar­sölu vegna banka­hruns­ins, á nýrri fast­eign.“ Þing­menn­irnir fjórir vilja Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, taki þessa hug­mynd til nán­ari skoð­unar og leggi frum­varp þess efnis fram fyrir Alþingi fyrir árs­lok 2017. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti fyrsta minni­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar um frum­varp til laga um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð og lögum um opin­ber fjár­mál.

Undir álitið rita Óli Björn Kára­son (for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar) Vil­hjálmur Bjarna­son, Njáll Trausti Frið­berts­son og Brynjar Níels­son. Í álit­inu kemur fram að Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi verið fjar­ver­andi við afgreiðslu máls­ins en að full­trúi Við­reisnar í nefnd­inni sé sam­þykkur álit­inu.

Lítið notað úrræði

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun maí að 3.514 ein­stak­lingar hafi nýtt sér heim­ild til að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað sinn sem útborgun fyrir íbúð frá miðju ári 2014 og fram til loka mars 2017. Sam­tals hefur þessi hópur nýtt 1,1 millj­­arð króna til að afla sér hús­næð­­is. Um er að ræða bæði þá sem höfðu átt hús­næði áður og þá sem voru að kaupa sér sína fyrstu fast­­eign. Þetta kom fram í svari fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Um er að ræða sam­blöndu tveggja úrræða. Ann­­ars vegar heim­ild sem allir Íslend­ingar fengu, sem hluta af Leið­rétt­ing­unni, til að nota sér­­­eign­­ar­­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst sem útborgun vegna hús­næð­is­­kaupa. Sú heim­ild gildir frá miðju ári 2014 og fram til júníloka 2019. Hins vegar er um að ræða úrræði stjórn­­­valda fyrir fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­end­­ur, sem kall­­ast „Fyrsta fast­­eign“. Það snýst um að leyfa þeim sem eru að kaupa fyrstu fast­­­eign að nýta sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða niður lán, nota sem útborgun eða lækka afborg­­­anir í tíu ár.

Ljóst er að nýt­ing á ofan­­greindum úrræðum er langt frá því sem lagt var upp með þegar þau voru kynnt.

„Fyrsta fast­­eign“ átti að skila 15 millj­­arða skattafslætti

Fyrra úrræði, sem heim­il­aði notkun á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði sem útborgun vegna hús­næð­is­­kaupa frá miðju ári 2014 til júníloka 2019, hefur ekki nýst mörgum lands­­mönn­­um. Kjarn­inn greindi frá því í fyrra að þegar tvö ár voru liðin af þeim tíma sem heim­ild til slíkra nota voru liðin höfðu lands­­menn nýtt 520 millj­­ónir króna í þeim til­­­gangi.

Auglýsing

15. ágúst í fyrra, rúmum tveimur mán­uðum fyrir kosn­­ing­­ar, kynntu Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son for­­­sæt­is­ráð­herra síðan áætlun rík­­­is­­­stjórnar sinnar fyrir fyrstu fast­­­eigna­­­kaup­end­­ur, sem kölluð var „Fyrsta fast­­eign“. Í áætl­­un­inni fólst að rík­­is­­sjóður myndi gefa fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endum 15 millj­­arða króna skatta­af­­slátt á tíu ára tíma­bili, ef þeir myndu kjósa að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað til að kaupa hús­næði.  Fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endum yrði auk þess gert kleift að nota sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað til að lækka mán­að­­­ar­­­legar afborg­­­anir lána sinn til við­­­bótar við að greiða hann beint inn á höf­uð­stól þeirra. Heild­­ar­á­hrif aðgerð­anna, þ.e. sam­tala sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar sem not­aður yrði sem útborgun og þess skatta­af­­sláttar sem ríkið ætl­­aði að gefa, átti að vera 50 millj­­arðar króna.

Ef skatt­­af­slátt­­ur­inn átti að ná að verða 15 millj­­arðar króna þurftu 14 þús­und manns að nýta sér úrræðið strax á árinu 2017 og svo þyrftu um tvö þús­und manns að bæt­­ast við á hverju ári.

Kjarn­inn kall­aði eftir tölum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu um hversu margir væru að nýta sér úrræðin tvö. Sam­­kvæmt þeim tölum er nýt­ingin mun minni en reiknað var með í kynn­ingum stjórn­­­mála­­mann­anna. Sam­tals hafa 3.514 ein­stak­l­ingar nýtt sér úrræðin tvö og þeir hafa sam­tals notað 1,1 millj­­arð króna sem útborgun fyrir hús­næði. Sam­­kvæmt því má ætla að veittur skatt­­af­sláttur rík­­is­ins vegna úrræð­anna tveggja sé nú um 400 millj­­ónir króna.

Meira úr sama flokkiInnlent