Vilja að þeir sem misstu fasteign í bankahruninu fái ríkisstuðning

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að lög um fyrstu fasteign, og sá stuðningur sem veittur er í gegnum þau til fasteignakaupa, nái einnig til einstaklinga sem „misst hefðu fasteign við nauðungarsölu vegna bankahrunsins.“

Óli Björn Kárason
Auglýsing

Fyrsti minni­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, sem inni­heldur fjóra þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vilja að lög um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð verði látin „ná til kaupa ein­stak­linga, sem misst hefðu fast­eign við nauð­ung­ar­sölu vegna banka­hruns­ins, á nýrri fast­eign.“ Þing­menn­irnir fjórir vilja Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, taki þessa hug­mynd til nán­ari skoð­unar og leggi frum­varp þess efnis fram fyrir Alþingi fyrir árs­lok 2017. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti fyrsta minni­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar um frum­varp til laga um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð og lögum um opin­ber fjár­mál.

Undir álitið rita Óli Björn Kára­son (for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar) Vil­hjálmur Bjarna­son, Njáll Trausti Frið­berts­son og Brynjar Níels­son. Í álit­inu kemur fram að Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi verið fjar­ver­andi við afgreiðslu máls­ins en að full­trúi Við­reisnar í nefnd­inni sé sam­þykkur álit­inu.

Lítið notað úrræði

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun maí að 3.514 ein­stak­lingar hafi nýtt sér heim­ild til að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað sinn sem útborgun fyrir íbúð frá miðju ári 2014 og fram til loka mars 2017. Sam­tals hefur þessi hópur nýtt 1,1 millj­­arð króna til að afla sér hús­næð­­is. Um er að ræða bæði þá sem höfðu átt hús­næði áður og þá sem voru að kaupa sér sína fyrstu fast­­eign. Þetta kom fram í svari fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Um er að ræða sam­blöndu tveggja úrræða. Ann­­ars vegar heim­ild sem allir Íslend­ingar fengu, sem hluta af Leið­rétt­ing­unni, til að nota sér­­­eign­­ar­­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst sem útborgun vegna hús­næð­is­­kaupa. Sú heim­ild gildir frá miðju ári 2014 og fram til júníloka 2019. Hins vegar er um að ræða úrræði stjórn­­­valda fyrir fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­end­­ur, sem kall­­ast „Fyrsta fast­­eign“. Það snýst um að leyfa þeim sem eru að kaupa fyrstu fast­­­eign að nýta sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða niður lán, nota sem útborgun eða lækka afborg­­­anir í tíu ár.

Ljóst er að nýt­ing á ofan­­greindum úrræðum er langt frá því sem lagt var upp með þegar þau voru kynnt.

„Fyrsta fast­­eign“ átti að skila 15 millj­­arða skattafslætti

Fyrra úrræði, sem heim­il­aði notkun á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði sem útborgun vegna hús­næð­is­­kaupa frá miðju ári 2014 til júníloka 2019, hefur ekki nýst mörgum lands­­mönn­­um. Kjarn­inn greindi frá því í fyrra að þegar tvö ár voru liðin af þeim tíma sem heim­ild til slíkra nota voru liðin höfðu lands­­menn nýtt 520 millj­­ónir króna í þeim til­­­gangi.

Auglýsing

15. ágúst í fyrra, rúmum tveimur mán­uðum fyrir kosn­­ing­­ar, kynntu Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son for­­­sæt­is­ráð­herra síðan áætlun rík­­­is­­­stjórnar sinnar fyrir fyrstu fast­­­eigna­­­kaup­end­­ur, sem kölluð var „Fyrsta fast­­eign“. Í áætl­­un­inni fólst að rík­­is­­sjóður myndi gefa fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endum 15 millj­­arða króna skatta­af­­slátt á tíu ára tíma­bili, ef þeir myndu kjósa að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað til að kaupa hús­næði.  Fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endum yrði auk þess gert kleift að nota sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað til að lækka mán­að­­­ar­­­legar afborg­­­anir lána sinn til við­­­bótar við að greiða hann beint inn á höf­uð­stól þeirra. Heild­­ar­á­hrif aðgerð­anna, þ.e. sam­tala sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar sem not­aður yrði sem útborgun og þess skatta­af­­sláttar sem ríkið ætl­­aði að gefa, átti að vera 50 millj­­arðar króna.

Ef skatt­­af­slátt­­ur­inn átti að ná að verða 15 millj­­arðar króna þurftu 14 þús­und manns að nýta sér úrræðið strax á árinu 2017 og svo þyrftu um tvö þús­und manns að bæt­­ast við á hverju ári.

Kjarn­inn kall­aði eftir tölum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu um hversu margir væru að nýta sér úrræðin tvö. Sam­­kvæmt þeim tölum er nýt­ingin mun minni en reiknað var með í kynn­ingum stjórn­­­mála­­mann­anna. Sam­tals hafa 3.514 ein­stak­l­ingar nýtt sér úrræðin tvö og þeir hafa sam­tals notað 1,1 millj­­arð króna sem útborgun fyrir hús­næði. Sam­­kvæmt því má ætla að veittur skatt­­af­sláttur rík­­is­ins vegna úrræð­anna tveggja sé nú um 400 millj­­ónir króna.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent