Vilja að þeir sem misstu fasteign í bankahruninu fái ríkisstuðning

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að lög um fyrstu fasteign, og sá stuðningur sem veittur er í gegnum þau til fasteignakaupa, nái einnig til einstaklinga sem „misst hefðu fasteign við nauðungarsölu vegna bankahrunsins.“

Óli Björn Kárason
Auglýsing

Fyrsti minni­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, sem inni­heldur fjóra þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vilja að lög um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð verði látin „ná til kaupa ein­stak­linga, sem misst hefðu fast­eign við nauð­ung­ar­sölu vegna banka­hruns­ins, á nýrri fast­eign.“ Þing­menn­irnir fjórir vilja Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, taki þessa hug­mynd til nán­ari skoð­unar og leggi frum­varp þess efnis fram fyrir Alþingi fyrir árs­lok 2017. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti fyrsta minni­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar um frum­varp til laga um stuðn­ing til kaupa á fyrstu íbúð og lögum um opin­ber fjár­mál.

Undir álitið rita Óli Björn Kára­son (for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar) Vil­hjálmur Bjarna­son, Njáll Trausti Frið­berts­son og Brynjar Níels­son. Í álit­inu kemur fram að Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi verið fjar­ver­andi við afgreiðslu máls­ins en að full­trúi Við­reisnar í nefnd­inni sé sam­þykkur álit­inu.

Lítið notað úrræði

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun maí að 3.514 ein­stak­lingar hafi nýtt sér heim­ild til að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað sinn sem útborgun fyrir íbúð frá miðju ári 2014 og fram til loka mars 2017. Sam­tals hefur þessi hópur nýtt 1,1 millj­­arð króna til að afla sér hús­næð­­is. Um er að ræða bæði þá sem höfðu átt hús­næði áður og þá sem voru að kaupa sér sína fyrstu fast­­eign. Þetta kom fram í svari fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Um er að ræða sam­blöndu tveggja úrræða. Ann­­ars vegar heim­ild sem allir Íslend­ingar fengu, sem hluta af Leið­rétt­ing­unni, til að nota sér­­­eign­­ar­­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst sem útborgun vegna hús­næð­is­­kaupa. Sú heim­ild gildir frá miðju ári 2014 og fram til júníloka 2019. Hins vegar er um að ræða úrræði stjórn­­­valda fyrir fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­end­­ur, sem kall­­ast „Fyrsta fast­­eign“. Það snýst um að leyfa þeim sem eru að kaupa fyrstu fast­­­eign að nýta sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða niður lán, nota sem útborgun eða lækka afborg­­­anir í tíu ár.

Ljóst er að nýt­ing á ofan­­greindum úrræðum er langt frá því sem lagt var upp með þegar þau voru kynnt.

„Fyrsta fast­­eign“ átti að skila 15 millj­­arða skattafslætti

Fyrra úrræði, sem heim­il­aði notkun á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði sem útborgun vegna hús­næð­is­­kaupa frá miðju ári 2014 til júníloka 2019, hefur ekki nýst mörgum lands­­mönn­­um. Kjarn­inn greindi frá því í fyrra að þegar tvö ár voru liðin af þeim tíma sem heim­ild til slíkra nota voru liðin höfðu lands­­menn nýtt 520 millj­­ónir króna í þeim til­­­gangi.

Auglýsing

15. ágúst í fyrra, rúmum tveimur mán­uðum fyrir kosn­­ing­­ar, kynntu Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son for­­­sæt­is­ráð­herra síðan áætlun rík­­­is­­­stjórnar sinnar fyrir fyrstu fast­­­eigna­­­kaup­end­­ur, sem kölluð var „Fyrsta fast­­eign“. Í áætl­­un­inni fólst að rík­­is­­sjóður myndi gefa fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endum 15 millj­­arða króna skatta­af­­slátt á tíu ára tíma­bili, ef þeir myndu kjósa að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað til að kaupa hús­næði.  Fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endum yrði auk þess gert kleift að nota sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað til að lækka mán­að­­­ar­­­legar afborg­­­anir lána sinn til við­­­bótar við að greiða hann beint inn á höf­uð­stól þeirra. Heild­­ar­á­hrif aðgerð­anna, þ.e. sam­tala sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar sem not­aður yrði sem útborgun og þess skatta­af­­sláttar sem ríkið ætl­­aði að gefa, átti að vera 50 millj­­arðar króna.

Ef skatt­­af­slátt­­ur­inn átti að ná að verða 15 millj­­arðar króna þurftu 14 þús­und manns að nýta sér úrræðið strax á árinu 2017 og svo þyrftu um tvö þús­und manns að bæt­­ast við á hverju ári.

Kjarn­inn kall­aði eftir tölum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu um hversu margir væru að nýta sér úrræðin tvö. Sam­­kvæmt þeim tölum er nýt­ingin mun minni en reiknað var með í kynn­ingum stjórn­­­mála­­mann­anna. Sam­tals hafa 3.514 ein­stak­l­ingar nýtt sér úrræðin tvö og þeir hafa sam­tals notað 1,1 millj­­arð króna sem útborgun fyrir hús­næði. Sam­­kvæmt því má ætla að veittur skatt­­af­sláttur rík­­is­ins vegna úrræð­anna tveggja sé nú um 400 millj­­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent