Ríkisstjórnin sagði 70 milljarðar – Raunveruleikinn er 31 milljarður

Þegar Leiðréttingin var kynnt átti hún að lækka húsnæðislán um 150 milljarða. Þar af áttu 70 milljarðar að koma til vegna nýtingu séreignarsparnaðar. Nú þegar tveir mánuðir eru eftir hafa landsmenn nýtt 31 milljarð. Samtals er lækkun lána 103 milljarðar.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu Leiðréttinguna.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu Leiðréttinguna.
Auglýsing

Í mars 2014 var Leið­rétt­ing­in, stærsta mál síð­ustu rík­is­stjórn­ar, kynnt með við­höfn í Hörpu. Í kynn­ing­unni kom fram að heild­ar­um­fang hennar yrði 150 millj­arðar króna. Það átti að greiða 80 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 með því að lækka höf­uð­stól hús­næð­is­lána þeirra. Hinir 70 millj­arð­arnir áttu að koma til vegna þess að Íslend­ingum yrði kleift að nota sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán í þrjú ár, frá miðju ári 2014 of fram til júníloka 2017. Þegar liggur fyrir að nið­ur­greiðslu­upp­hæðin sem kom úr rík­is­sjóði varð ekki 80 millj­arðar heldur 72,2 millj­arðar króna. Og hún fór að að mestu til tekju­hærri og eign­ar­meiri hópa sam­fé­lags­ins. 

 

Nú eru ein­ungis tveir mán­uðir þar til upp­haf­lega tíma­bilið þar sem heim­ilað var að nota sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán er lið­ið. Það hefur reyndar verið fram­lengt til júníloka 2019, en sú fram­leng­ing lá ekki fyrir árið 2014 þegar 70 millj­arða króna talan var sett fram í kynn­ingum þáver­andi rík­is­stjórn­ar.

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum um hversu miklu Íslend­ingar hefðu ráð­stafað af sér­eign­ar­sparn­aði sínum inn á hús­næð­is­lán sín. Í svörum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem byggja á upp­lýs­ingum frá rík­is­skatt­stjóra, kemur fram að í lok mars 2017, þremur mán­uðum áður en upp­haf­lega heim­ildin átti að renna út, hefðu ein­stak­lingar ráð­stafað 31,2 millj­arði króna af sér­eigna­sparn­aði sínum inn á lán þegar tekið er til­lit til fram­lags vinnu­veit­enda. Það vantar því tæp­lega 40 millj­arða króna upp á að sú tala sem þáver­andi rík­is­stjórn full­yrti í Hörpu að myndi nást með greiðslu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán. 

Auglýsing

Þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son kynntu nið­ur­stöður skulda­leið­rétt­ing­ar­innar í nóv­em­ber 2014 sagði m.a. í frétta­til­kynn­ingu: „Leið­rétt­ingin lækkar höf­uð­stól íbúða­lána um 150 millj­arða króna á næstu 3 árum og við full­nýt­ingu leið­rétt­ingar lækkar höf­uð­stóll íbúða­lána um 20 pró­sent.“ Ljóst er að því fer fjarri en þessi full­yrð­ing hafi stað­ist. Sam­an­lagt nemur höf­uð­stólslækk­unin – sem er að fullu útgreidd – og nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar 103,4 millj­örðum króna, eða rétt rúm­lega tveimur þriðja af þeirri upp­hæð sem lofað var í röð kynn­inga í Hörpu fyrir þremur árum síð­an. 

150 millj­arðar króna urðu því að 103,4 millj­örðum króna. Sú tala getur hækkað lít­il­lega á næstu tveimur mán­uðum en ljóst er að hún verður fjarri því sem full­yrt var að myndi koma út úr aðgerð­un­um.

Ómark­tækt mat og óábyrg fram­setn­ing

70 millj­arða króna talan sem for­kólfar þáver­andi rík­is­stjórnar full­yrtu að myndi skila sér til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls í gegnum nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar er komin úr skýrslu sér­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­un, sem skil­aði af sér í nóv­em­ber 2013 og var stýrt af Sig­urði Hann­essyni. Á meðal ann­arra sem sátu í þeim hópi var Lilja Alfreðs­dótt­ir, núver­andi vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ljóst er af lestri skýrsl­unnar að talan byggir ekki á mjög ítar­legu mati, enda segir í skýrsl­unni að matið sé „háð nokk­urri óvissu“.

Úr glærukynningu um niðurstöður Leiðréttingarinnar. Þegar þessi glæra var sýnd í nóvember 2014 lá þegar fyrir að engin sviðsmynd gerði ráð fyrir að 70 milljarðar myndu greiðast inn á höfuðstól vegna nýtingu séreignarsparnaðar.Þegar frum­varpið um úrræðið var lagt fram kom fram í grein­ar­gerð að reiknað væri með að 56 þús­und fjöl­skyldur myndu nýta sér sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­skuld­ir. Þá hafði talan sem sam­tals myndi renna til verks­ins lækkað úr 70 millj­örðum króna í 61,4 millj­arða króna, en sú lækkun var ekki kynnt sér­stak­lega og rík­is­stjórnin gerði engar til­raunir til að leið­rétta fyrri fram­setn­ingu.

Reyndar er það svo að í frum­varp­inu eru settar fram nokkrar sviðs­myndir þar sem umfang sér­eign­ar­sparn­að­ar­að­gerð­ar­innar er reiknað út frá mögu­legri þátt­töku. Sú svartasta af þeim gerir ráð fyrir að ein­ungis 43 þús­und fjöl­skyldur taki þátt í aðgerð­inni og að það skili sam­tals 47 millj­arða króna lækk­un.

Veru­leik­inn hefur síðan reynst allt ann­ar. Mest var nýt­ingin á úrræð­inu á árinu 2016, þegar 25.402 ein­stak­ling­ar, ekki fjöl­skyld­ur, nýttur sér það. Og sam­tals hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið greitt 31,4 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lánin sín. Það er um 45 pró­sent af þeirri upp­hæð sem kynnt var á Hörpu­fund­unum með Sig­mundi Davíð og Bjarna og 67 pró­sent af svört­ustu sviðs­mynd­inni sem dregin var upp í frum­varp­inu sem lagt var fram til að færa úrræðið í lög.

Tekju­hærri miklu lík­legri til að spara sér­eign

Það vekur ef til vill furðu að svo fáir nýti sér úrræði sem felur aug­ljós­lega í sér mik­inn ávinn­ing. Ríkið er að heim­ila fólki að nota sér­eigna­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán. Ef fólk notar sparn­að­inn ekki með þessum hætti þarf það að greiða skatt af hon­um. Þess utan er sér­eigna­sparn­aður þess eðlis að ein­stak­ling­ur­inn greiðir sjálfur hluta hans en fær við­bót­ar­fram­lag frá atvinnu­rek­anda á móti, sem félli ann­ars ekki til. Því er um tvö­faldan ávinn­ing að ræða: ann­ars vegar fullan skatta­af­slátt af nýt­ingu fjár­muna sem ann­ars yrðu skatt­lagðir og hins vegar launa­hækkun sem kæmi ekki til nema við­kom­andi safni sér í sér­eign­ar­sparn­að.

Báðar aðgerðirnar, niðurgreiðsla á höfuðstól húsnæðislána með peningum úr ríkissjóði, og skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði til að borga niður húsnæðisskuldir, hafa nýst tekjuháum mun meira en tekjulágum. Í svörum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að af þeim 31,2 millj­örðum króna sem ráð­stafað hefur verið af sér­eign­ar­sparn­aði inn á höf­uð­stól hús­næð­is­lána hafi eigið fram­lag launa­manna verið 20,1 millj­arðar króna en fram­lag vinnu­veit­enda um 11,1 millj­arðar króna. Rúm­lega þriðj­ungur þess er því fé sem kemur frá vinnu­veit­anda sem ekki stæði til boða nema að við­kom­andi væri að leggja fyrir sér­eign­ar­sparn­að.

Af hverju eru þá ekki fleiri að nýta sér þetta kosta­boð? Lík­leg­asta skýr­ingin er sú að ansi margir telja sig ekki hafa svig­rúm til þess. Sér­eigna­sparn­aður fer nefni­lega mjög eftir tekj­um. Í skýrslu sér­fræð­inga­hóps­ins, sem minnst var á hér að ofan, kom fram að með­al­launa­tekjur fjöl­skyldna sem spör­uðu í sér­eign og skuld­uðu í fast­eign væri miklu hærri en með­al­launa­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ segir orð­rétt í skýrsl­unni. Og þar er bætt við að „tekju­mis­munur þeirra sem spara og gera það ekki er mik­ill á öllum aldri. Hér er alls staðar átt við fast­eigna­eig­endur sem skulda eitt­hvað í fast­eign­inn­i.“

Því liggur fyrir að nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána, og skatt­leysið sem henni fylgir, er úrræði sem nýt­ist mun betur tekju­hærri hópum sam­fé­lags­ins en þeim sem eru með lægri tekj­ur. Alveg eins og nið­ur­færsla á höf­uð­stól verð­tryggðra lána gerði.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None