Ríkisstjórnin sagði 70 milljarðar – Raunveruleikinn er 31 milljarður

Þegar Leiðréttingin var kynnt átti hún að lækka húsnæðislán um 150 milljarða. Þar af áttu 70 milljarðar að koma til vegna nýtingu séreignarsparnaðar. Nú þegar tveir mánuðir eru eftir hafa landsmenn nýtt 31 milljarð. Samtals er lækkun lána 103 milljarðar.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu Leiðréttinguna.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu Leiðréttinguna.
Auglýsing

Í mars 2014 var Leið­rétt­ing­in, stærsta mál síð­ustu rík­is­stjórn­ar, kynnt með við­höfn í Hörpu. Í kynn­ing­unni kom fram að heild­ar­um­fang hennar yrði 150 millj­arðar króna. Það átti að greiða 80 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 með því að lækka höf­uð­stól hús­næð­is­lána þeirra. Hinir 70 millj­arð­arnir áttu að koma til vegna þess að Íslend­ingum yrði kleift að nota sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán í þrjú ár, frá miðju ári 2014 of fram til júníloka 2017. Þegar liggur fyrir að nið­ur­greiðslu­upp­hæðin sem kom úr rík­is­sjóði varð ekki 80 millj­arðar heldur 72,2 millj­arðar króna. Og hún fór að að mestu til tekju­hærri og eign­ar­meiri hópa sam­fé­lags­ins. 

 

Nú eru ein­ungis tveir mán­uðir þar til upp­haf­lega tíma­bilið þar sem heim­ilað var að nota sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán er lið­ið. Það hefur reyndar verið fram­lengt til júníloka 2019, en sú fram­leng­ing lá ekki fyrir árið 2014 þegar 70 millj­arða króna talan var sett fram í kynn­ingum þáver­andi rík­is­stjórn­ar.

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum um hversu miklu Íslend­ingar hefðu ráð­stafað af sér­eign­ar­sparn­aði sínum inn á hús­næð­is­lán sín. Í svörum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem byggja á upp­lýs­ingum frá rík­is­skatt­stjóra, kemur fram að í lok mars 2017, þremur mán­uðum áður en upp­haf­lega heim­ildin átti að renna út, hefðu ein­stak­lingar ráð­stafað 31,2 millj­arði króna af sér­eigna­sparn­aði sínum inn á lán þegar tekið er til­lit til fram­lags vinnu­veit­enda. Það vantar því tæp­lega 40 millj­arða króna upp á að sú tala sem þáver­andi rík­is­stjórn full­yrti í Hörpu að myndi nást með greiðslu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán. 

Auglýsing

Þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son kynntu nið­ur­stöður skulda­leið­rétt­ing­ar­innar í nóv­em­ber 2014 sagði m.a. í frétta­til­kynn­ingu: „Leið­rétt­ingin lækkar höf­uð­stól íbúða­lána um 150 millj­arða króna á næstu 3 árum og við full­nýt­ingu leið­rétt­ingar lækkar höf­uð­stóll íbúða­lána um 20 pró­sent.“ Ljóst er að því fer fjarri en þessi full­yrð­ing hafi stað­ist. Sam­an­lagt nemur höf­uð­stólslækk­unin – sem er að fullu útgreidd – og nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar 103,4 millj­örðum króna, eða rétt rúm­lega tveimur þriðja af þeirri upp­hæð sem lofað var í röð kynn­inga í Hörpu fyrir þremur árum síð­an. 

150 millj­arðar króna urðu því að 103,4 millj­örðum króna. Sú tala getur hækkað lít­il­lega á næstu tveimur mán­uðum en ljóst er að hún verður fjarri því sem full­yrt var að myndi koma út úr aðgerð­un­um.

Ómark­tækt mat og óábyrg fram­setn­ing

70 millj­arða króna talan sem for­kólfar þáver­andi rík­is­stjórnar full­yrtu að myndi skila sér til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls í gegnum nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar er komin úr skýrslu sér­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­un, sem skil­aði af sér í nóv­em­ber 2013 og var stýrt af Sig­urði Hann­essyni. Á meðal ann­arra sem sátu í þeim hópi var Lilja Alfreðs­dótt­ir, núver­andi vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ljóst er af lestri skýrsl­unnar að talan byggir ekki á mjög ítar­legu mati, enda segir í skýrsl­unni að matið sé „háð nokk­urri óvissu“.

Úr glærukynningu um niðurstöður Leiðréttingarinnar. Þegar þessi glæra var sýnd í nóvember 2014 lá þegar fyrir að engin sviðsmynd gerði ráð fyrir að 70 milljarðar myndu greiðast inn á höfuðstól vegna nýtingu séreignarsparnaðar.Þegar frum­varpið um úrræðið var lagt fram kom fram í grein­ar­gerð að reiknað væri með að 56 þús­und fjöl­skyldur myndu nýta sér sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­skuld­ir. Þá hafði talan sem sam­tals myndi renna til verks­ins lækkað úr 70 millj­örðum króna í 61,4 millj­arða króna, en sú lækkun var ekki kynnt sér­stak­lega og rík­is­stjórnin gerði engar til­raunir til að leið­rétta fyrri fram­setn­ingu.

Reyndar er það svo að í frum­varp­inu eru settar fram nokkrar sviðs­myndir þar sem umfang sér­eign­ar­sparn­að­ar­að­gerð­ar­innar er reiknað út frá mögu­legri þátt­töku. Sú svartasta af þeim gerir ráð fyrir að ein­ungis 43 þús­und fjöl­skyldur taki þátt í aðgerð­inni og að það skili sam­tals 47 millj­arða króna lækk­un.

Veru­leik­inn hefur síðan reynst allt ann­ar. Mest var nýt­ingin á úrræð­inu á árinu 2016, þegar 25.402 ein­stak­ling­ar, ekki fjöl­skyld­ur, nýttur sér það. Og sam­tals hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið greitt 31,4 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lánin sín. Það er um 45 pró­sent af þeirri upp­hæð sem kynnt var á Hörpu­fund­unum með Sig­mundi Davíð og Bjarna og 67 pró­sent af svört­ustu sviðs­mynd­inni sem dregin var upp í frum­varp­inu sem lagt var fram til að færa úrræðið í lög.

Tekju­hærri miklu lík­legri til að spara sér­eign

Það vekur ef til vill furðu að svo fáir nýti sér úrræði sem felur aug­ljós­lega í sér mik­inn ávinn­ing. Ríkið er að heim­ila fólki að nota sér­eigna­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán. Ef fólk notar sparn­að­inn ekki með þessum hætti þarf það að greiða skatt af hon­um. Þess utan er sér­eigna­sparn­aður þess eðlis að ein­stak­ling­ur­inn greiðir sjálfur hluta hans en fær við­bót­ar­fram­lag frá atvinnu­rek­anda á móti, sem félli ann­ars ekki til. Því er um tvö­faldan ávinn­ing að ræða: ann­ars vegar fullan skatta­af­slátt af nýt­ingu fjár­muna sem ann­ars yrðu skatt­lagðir og hins vegar launa­hækkun sem kæmi ekki til nema við­kom­andi safni sér í sér­eign­ar­sparn­að.

Báðar aðgerðirnar, niðurgreiðsla á höfuðstól húsnæðislána með peningum úr ríkissjóði, og skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði til að borga niður húsnæðisskuldir, hafa nýst tekjuháum mun meira en tekjulágum. Í svörum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að af þeim 31,2 millj­örðum króna sem ráð­stafað hefur verið af sér­eign­ar­sparn­aði inn á höf­uð­stól hús­næð­is­lána hafi eigið fram­lag launa­manna verið 20,1 millj­arðar króna en fram­lag vinnu­veit­enda um 11,1 millj­arðar króna. Rúm­lega þriðj­ungur þess er því fé sem kemur frá vinnu­veit­anda sem ekki stæði til boða nema að við­kom­andi væri að leggja fyrir sér­eign­ar­sparn­að.

Af hverju eru þá ekki fleiri að nýta sér þetta kosta­boð? Lík­leg­asta skýr­ingin er sú að ansi margir telja sig ekki hafa svig­rúm til þess. Sér­eigna­sparn­aður fer nefni­lega mjög eftir tekj­um. Í skýrslu sér­fræð­inga­hóps­ins, sem minnst var á hér að ofan, kom fram að með­al­launa­tekjur fjöl­skyldna sem spör­uðu í sér­eign og skuld­uðu í fast­eign væri miklu hærri en með­al­launa­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ segir orð­rétt í skýrsl­unni. Og þar er bætt við að „tekju­mis­munur þeirra sem spara og gera það ekki er mik­ill á öllum aldri. Hér er alls staðar átt við fast­eigna­eig­endur sem skulda eitt­hvað í fast­eign­inn­i.“

Því liggur fyrir að nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána, og skatt­leysið sem henni fylgir, er úrræði sem nýt­ist mun betur tekju­hærri hópum sam­fé­lags­ins en þeim sem eru með lægri tekj­ur. Alveg eins og nið­ur­færsla á höf­uð­stól verð­tryggðra lána gerði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None