Vill fresta skipun dómara við Landsrétt

Það myndi grafa undan trausti á dómskerfinu ef dómsmálaráðherra sendir ekki Alþingi rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að víkja frá áliti dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt. Því ætti að fresta skipaninni, segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Jón Þór fyrir miðju.
Jón Þór fyrir miðju.
Auglýsing

Farsælla er fyrir dómskerfið og réttaröryggi í landinu að Alþingi samþykki tillögu um að fresta skipan dómara í Landsrétt um mánuð svo að dómsmálaráðherra geti gert grein fyrir sínum sjónarmiðum, segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf fund sinn klukkan 10 í morgun, en nefndin fundaði meira og minna í allan gærdag vegna skipunar dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék frá niðurstöðu sérstakrar hæfnisnefndar, og skipti út fjórum umsækjendum í tillögu sinni að dómaraskipuninni. 

Jón Þór lét bóka á fundinum að sérfræðingar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi fengið á fundi sína hafi sagt að það myndi grafa undan trausti á dómskerfinu ef dómsmálaráðherra sýnir ekki að ákvörðun hennar sé reist á rannsókn um málið. 

Auglýsing

„Þar sem ráðherra hefur séð efni til að víkja frá áliti dómnefndar er óhjákvæmilegt eins og segir í dómi 412/2010 að ákvörðun hennar sé reist á rannsókn, þar sem meðal annars er tekið tillit til fyrirmæla ráðherra í reglum um störf dómnefndarinnar um það atriði varðandi umsækjendur sem ráða skulu hæfnismati, og tryggja að sérþekking njóti þar við í sambærilegu mæli og við störf dómnefndarinnar. Sérfræðingar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk á fund sögðu að annars myndi það grafa undan trausti á dómskerfinu. Farsælla er fyrir dómskerfið og réttaröryggi í landinu að Alþingi samþykki tillögu sem liggur fyrir nefndinni um að fresta skipun dómara í Landsrétt frá 1. júní til 1. júlí, til að gefa dómsmálaráðherra ráðrúm til að senda Alþingi rökstuðning sem fullnægir áðurnefndum dómi Hæstaréttar," segir í bókun Jóns Þórs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent