Mikill munur á mati á hæfni umsækjenda - Nákvæm gögn birt

Kjarninn birtir nákvæmt mat á öllum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt. Alþingi hefur þegar samþykkt tillögu dómsmálaráðherra.

10016478853_09ac32d1c1_z.jpg
Auglýsing

Fjórir umsækj­endur um stöðu dóm­ara við Lands­rétt fengu ein­kunn­ina 9,5 fyrir dóm­ara­reynslu, í mati sér­stakrar nefndar um mat á hæfi umsækj­enda um dóm­ara­stöð­una, og fjórir fengu ein­kunn­ina 0, vegna engrar reynslu af dóm­ara­störf­um. Einn umsækj­andi fékk ein­kunn­ina 10 vegna lög­manns­starfa, og sex ein­kunn­ina 9. Þetta er meðal þess sem má sjá í ítar­legum gögnum um mat á 33 umsækj­endum um stöðu dóm­ara við Lands­rétt, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, og birt eru með frétt­inn­i. 

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá, þá voru Davíð Þór Björg­vins­son, Sig­urður Tómas Magn­ús­son og Ragn­heiður Harð­ar­dóttir með bestu ein­kunn­ina meðal þeirra umsækj­enda sem metnir voru. Davíð Þór fékk ein­kunn­ina 7,35, Sig­urður Tómas 6,7 og Ragn­heiður 6,6. 

Alþingi sam­þykkti í gær til­lögu Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um skipan 15 dóm­ara við Lands­rétt, með 31 atkvæði meiri­hlut­ans og 22 atkvæðum minni­hlut­ans, en þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, 8 tals­ins, sátu hjá. Áður hafði til­laga um að vísa mál­inu frá, og aftur til ráð­herra - til að fá meira ráð­rúm til að fara yfir gögn máls­ins og máls­með­ferð - verið felld með minnsta mun í ágrein­ingi, 31 - 30. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, VG, og Brynjar Níels­son, Sjálf­stæð­is­flokki, tóku ekki þátt í atkvæða­greiðsl­unni sök­um, tengsla við umsækj­endur um stöðu dóm­ara, en heild­ar­fjöldi þing­manna er 63. 

Auglýsing

Hér má sjá nákvæmt mat á öllum umsækjendum.

Dóm­ar­arnir sem dóms­mála­ráð­herra gerði til­lögu um voru Aðal­steinn E. Jón­as­son, Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, Ásmundur Helga­son, Davíð Þór Björg­vins­son, Her­vör Þor­valds­dótt­ir, Ing­veldur Ein­ars­dótt­ir, Jóhannes Sig­urðs­son, Jón Finn­björns­son, Krist­björg Steph­en­sen, Oddný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir, Sig­urður Tómas Magn­ús­son, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son og Þor­geir Ingi Njáls­son.

Sam­­­­­kvæmt lista hæf­is­­­­­nefnd­­­­­ar­innar var Ást­ráður Har­alds­­­­­son hrl., sem hefur talið til­­­­lögu dóms­­­­mála­ráð­herra lög­­­­brot - líkt og Lög­­­­­­­manna­­­­fé­lag Íslands - númer 14 á list­an­­­­­um. Einn þeirra sem dóms­­­­­mála­ráð­herra gerði til­­­­­lögu um að yrði dóm­ari við Lands­rétt er Jón Finn­­­­­björns­­­­­son en hann er númer 30 á lista hæf­is­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­ar með heild­ar­ein­kunn­ina 4,3. 

Þá er Eiríkur Jóns­­­­­son númer 7 á lista hæf­is­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar, en hann er ekki á meðal þeirra 15 sem ráð­herra gerði til­­­­­lögu um í stöðu dóm­­­­­ara. Eiríkur fær næst­hæstu ein­kunn allra fyrir menntun og fram­halds­mennt­un, 9, á eftir fyrr­nefndum Davíð Þór, sem fær ein­kunn­ina 10. Þá fær Eiríkur einnig næst­hæstu ein­kunn­ina fyrir fræði­störf, 9, á eftir Davíð Þór, en hann er áber­andi hæf­asti umsækj­and­inn, að mati nefnd­ar­inn­ar. 

Af þeim 15 hæfustu, að mati nefnd­ar­inn­ar, voru það Ást­ráður Har­alds­­­­­son og Eiríkur Jóns­­­­­son, ásamt Jóhann­esi Rún­­­­­­­­­ari Jóhanns­­­­­syni og Jóni Hösk­­­­­ulds­­­­­syni, sem hlutu ekki náð fyrir augum ráð­herr­ans, heldur þau Arn­­­­­fríður Ein­­­­­ar­s­dótt­ir, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, Ásmundur Helga­­­­­son og Jón Finn­­­­­björns­­­­­son. 

Á meðal þeirra sem komu á fund stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­ar, þar sem málið var til umfjöll­unar í nokkra daga, voru for­­maður hæfn­is­­nefnd­­ar­inn­­ar, Gunn­laugur Claessen, Björg Thoraren­­sen, pró­­fessor í stjórn­­­skip­un­­ar­rétti, Reimar Pét­­ur­s­­son, for­­maður Lög­­­manna­­fé­lags­ins og Ing­i­­björg Þor­­steins­dótt­ir, vara­­for­­maður Dóm­­ara­­fé­lags Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent