Goldman Sachs kaupir „hungursskuldabréf“ frá Venesúela

Goldman Sachs hefur sætt gagnrýni eftir kaup á skuldabréfum að andvirði 2,8 milljarða Bandaríkjadala í ríkisreknu venesúelsku olíufyrirtæki. Fyrirtækið er helsta tekjulind ríkisstjórnar Nicolás Maduro sem ásökuð er um mannréttindabrot.

Goldman Sachs
Auglýsing

Gold­man Sachs hefur fest kaup á skulda­bréfum að and­virði 2,8 millj­arða ­Banda­ríkja­dala frá rík­is­rekna venes­ú­elska ol­íu­fyr­ir­tæk­inu Petr­ó­leos de Venezu­ela SA (PdVSAí gegnum miðl­ara í LondonDin­osaur Group. Kaup­verðið á skulda­bréf­un­um, sem eru með gjald­daga árið 2022, var um 865 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala ­sem þýðir að bréfin voru seld með 31% afslætti miðað við venes­ú­elsk verð­bréf með gjald­daga sama ár.

Julio Borges, leið­togi þings­ins sem er í höndum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, brást við kaup­unum með því að saka Gold­man Sachs um að reyna að græða fjót­lega pen­inga af þján­ing­u venes­ú­elska ­fólks­ins og lagði til að lýð­ræð­is­lega kjörin fram­tíð­ar­rík­is­stjórn lands­ins ætti ekki að við­ur­kenna eða borga af þessum skulda­bréf­um. Stjórn­ar­and­staðan í Venes­ú­ela hefur lengi hvatt Wall Street til að snið­ganga rík­is­stjórn Maduro og koma í veg fyrir áfram­hald­andi þróun í land­inu. Hún for­dæmir skil­mála kaupanna og sam­þykkti nýlega til­lögu í þing­inu um að biðja banda­ríska þingið hefja rann­sókn á kaup­un­um.

Hvers vegna fjár­festa í skulda­bréf­un­um?

Gold­man Sachs er langt frá því að vera eini fjár­festir­inn í venes­ú­elskum skulda­bréfum en sjóðir á borð við Fidelity Invest­mentsBlackRock og HSBC Hold­ings hafa gert slíkt hið sama, sem og jap­anski fjár­fest­inga­bank­inn Nomura sem keypti skulda­bréf að and­virði um 100 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala í sömu við­skiptum og veittu Gold­man Sachs sinn skerf. Við­skipti í skulda­bréfum rík­is­rekna olíu­fyr­ir­tækja eru meðal algeng­ustu við­skipta í ört vax­andi marköð­um, svoköll­uðum „emerg­ing markets“, og eru þau aðlað­andi að hluta til vegna rík­is­á­byrgðar sem fylgir kaup­un­um. 

Auglýsing

Við­skipti í skulda­bréf­un­um skila miklum skamm­tíma­hagn­aði og ávöxtun af skuldum Venes­ú­ela var einn hæst allra allra rík­is­skulda­skulda­bréfa í síð­ustu viku eftir við­skipti Gold­man Sachs, eða 8,39%. Mögu­leikar á miklum hagn­aði til lengri tíma eru líka til stað­ar; það er ekki ólík­legt að Venes­ú­ela muni neyð­ast til að end­ur­skipu­leggja rík­is­skuldir sínar á næstu árum og þótt að afleið­ingar þess ferlis geta tekið langan tíma getur ávinn­ing­ur­inn orðið mik­ill. Til dæmis græddi fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Elliott Mana­gement um 400% á upp­haf­legu fjár­fest­ingu sinni eftir upp­gjör skulda­bréfa sem hann átti í argent­ínskum skuld­um, fimmtán árum eftir að Argent­ína gekk í gegnum greiðslu­fall árið 2001.

Við­skipti í skulda­bréfum af þessu tagi eru algeng í eft­ir­mörk­uðum og með því að stunda þau eru fjár­festar ekki endi­lega beint að styrkja rík­is­stjórnir í sjálfu sér. Það má færa rök fyrir því að aðgerðir fjár­festa gætu leitt til að lönd á borð við Venes­ú­ela lagi rík­is­fjár­hag sinn til lengri tíma litið og hafi því jákvæð áhrif. Þetta hug­ar­far kom greini­lega í ljós í til­kynn­ingu sem Gold­man Sachs sendi frá sér í kjöl­far gagn­rýn­innar en þar segir að bank­inn við­ur­kenni að staðan í Venes­ú­ela sé flókin og að landið sé í krísu; hins vegar sé bank­inn sam­mála um að lífs­kjör í land­inu verði að batna og að fjár­fest­ing­in hafi að hluta til haft það að sjón­ar­miði.

„Hung­urs­skulda­bréf“

Skulda­bréf­in hafa verið kölluð „hung­urs­skulda­bréf af Ricardo Haus­mann, hag­fræði­pró­fess­or í Harvar­d-há­skóla og fyrr­ver­andi skipu­lags­ráð­herra Venes­ú­ela, vegna þess að þau eru aðal­tekju­lind rík­is­stjórn­ar Nicolás Maduro. Efna­hags­stefna hans hefur leitt til mat­ar­skorts og skorts á nauð­synja­vörum eftir því sem afborgun skulda og vaxta hefur verið sett í for­gang í stað inn­flutn­ings á nauð­synja­vör­u­m. Haus­mann hefur lagt til að fjár­fest­inga­bank­inn JP Morgan Chase fjar­lægi skulda­bréfin úr Emerg­ing Mar­kets-­vísi­tölu sinni sem er vin­sæl hjá verð­bréfa­sjóð­um. Þannig væri hægt að skilja að fjár­fest­ingar í skulda­bréf­unum og gera það að verkum að fjár­festar verði að taka með­vit­aða ákvörðun um að styðja rík­is­stjórn Maduro með því að kaupa þau.

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (IMFhefur spáð 720% verð­bólgu í Venes­ú­ela í ár, hag­kerfi lands­ins hefur minnkað um 27% á fjórum árum og rann­sóknir sýna að þrír fjórð­ungar af íbúum lands­ins hafa lést um fjögur kíló að með­al­tali vegna mat­væla­skorts og verð­bólgu. Ung­barna­dauði hefur auk­ist um 30%, mæðra­dauði um 65% og malar­íutil­felli um 76%. Ofbeld­is­full mót­mæli hafa leitt til dauða 55 manns á und­an­förnum mán­uð­um, og Maduro til­kynnti nýlega áform um að breyta stjórn­ar­skrá lands­ins og frestaði um leið fyr­ir­ætl­uðum kosn­ingum í land­inu til lok árs­ins.

Gagn­rýnin á fjár­festum í tengslum við við­skipti á skulda­bréfum ríkja í ástandi á borð við það sem Venes­ú­ela upp­lifir í augna­blik­inu verður að ein­hverju ­leyt­i að telj­ast rétt­mæt. Athyglin sem Gold­man Sachs hefur fengið vegna kaupa sinna er sér­stök vegna vægi, orð­spors og stærðar fjár­fest­inga­bank­ans í alþjóða­fjár­mála­kerf­inu en mætti jafn auð­veld­lega beina að öðrum fjár­fest­um. Hins vegar er meg­in­vanda­mál Venes­ú­ela arfa­slök efna­hags­stefna og getu­leysi rík­is­stjórn­ar Maduro og þróun lands­ins í átt að ein­ræði sem afleið­ing þess að Maduro hefur ekki náð að við­halda þeim lýð­ræð­is­lega stuðn­ingi sem ein­kenndi for­vera hans í emb­ætti, og hug­mynda­fræði­legs arkítekts venes­ú­el­anska stjórn­ar­skrár­inn­ar, Hugo Chá­vez. Tog­streita í land­inu og veru­leikafirr­ing rík­is­stjórn­ar­innar virð­ist aukast með degi hverjum en ljóst er að Maduro getur ekki fjár­magnað setu sína með þessum hætti enda­laust. Fjár­hags­legar horfur fjár­festa eru hins vegar að öllum lík­indum bjartar hvernig sem úr ræt­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar