Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar

Nágrannaríki Katar ásaka það um að styðja við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið og Al-Kaída.

 Emírinn af Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani.
Emírinn af Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani.
Auglýsing



Fimm ríki í Mið-Aust­ur­löndum hafa slitið stjórn­mála­sam­bandi við Kat­ar. Ríkin fimm; Saudí-­Ar­ab­ía, Egypta­land, Bahrain, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin og Yemen, segja að stjórn­völd í Katar hafi stuðlað að óstöð­ug­leika í svæð­inu með því að styðja hryðju­verka­sam­tök á borð við Íslamska ríkið og Al-Kaída. Stjórn­völd í Katar hafa neitað þessum ásök­unum stað­fast­lega. Í yfir­lýs­ingu sem þau sendu frá sér í morgun for­dæmdu þau ákvörð­un­ina og sögðu ekk­ert til í þeim ávirð­ingum sem á þau væru bor­in. Allt yrði gert til að hrinda til­raunum til að skaða sam­fé­lag og efna­hag Kat­ar.
BBC greinir frá.

Sam­kvæmt fréttum sem borist hafa í nótt er búið að loka landa­mærum Saudí-­Ar­abíu og Katar og yfir­völd í Riyadh, höf­uð­borg Saudí-­Ar­ab­íu, hafa líka lokað á öll tengsl í sjó og lofti við nágranna­rík­ið. Egyptar hafa einnig meinað skipum og flug­vélum frá Katar að nota hafnir eða flug­velli innan landamæra sinna. Óljóst er hvaða áhrif bannið mun hafa á starf­semi Qatar Airways, einu umsvifa­mesta flug­fé­lags svæð­is­ins, sem flýgur til yfir 150 áfanga­staða víðs vegar um heim­inn.

Auglýsing

Öll ríkin sem um ræð­ir, þau fimm sem hafa nú slitið stjórn­mála­sam­bandi og Katar, eru nánir sam­starfs­að­ilar Banda­ríkj­anna. Banda­ríkja­her er til að mynda með tíu þús­und manna her­stöð í Kat­ar. Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, var á ferð um svæðið fyrir um tveimur vikum ásamt Don­ald Trump, for­seta lands­ins. Þeir héldu því stað­fast­lega fram að ferð þeirra hafi verið mikil sig­ur­för en ósættið á milli banda­manna þeirra í Mið-Aust­ur­löndum rímar ekki við þá sögu­skýr­ingu. Tiller­son hefur þegar hvatt ríkin til að jafna ágrein­ing sinn og hefur boð­ist til að miðla mál­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent