Rússar reyndu að hakka sig inn í bandaríska kosningakerfið

Gögn sem vefurinn The Intercept birti í gær sýna að leyniþjónusta rússneska hersins reyndi að hakka sig inn í kosningakerfi Bandaríkjanna.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Rúss­neskir tölvu­hakk­ar­ar, á vegum leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins, reyndu ítrekað að hakka sig inn í kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum en árás­unum linnti ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arn­ar, 8. nóv­em­ber í fyrra. 

Þetta kemur fram í skjali sem lekið var til vefs­ins The Intercept, en það var unnið á vegum Þjóðar­ör­ygg­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna (NSA). Fjallað var um gögnin á vefnum í gær, en 25 ára gömul kona, Rea­lity Leigh Winner að nafni, sam­kvæmt frétta­vef CNN, hefur verið ákærð vegna lek­ans. Refs­ingin

Hún starf­aði sem verk­taki hjá Pluri­bus International Cor­poration í Georg­íu­ríki, en ákæran er gefin út af sak­sókn­ara dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna. Í frétt CNN er hún sögð hafa við­ur­kennt að hafa lekið gögn­unum við yfir­heyrslu en hún var hand­tekin 3. júní síð­ast­lið­in.

AuglýsingRit­stjórn The Intercept, sem sér­hæfir sig í fréttum um þjóðar­ör­ygg­is­mál í Banda­ríkj­un­um, seg­ist hafa fengið gögnin nafn­laust og hafi því ekki upp­lýs­ingar um hver lak þeim.

Í gögn­unum sést að tölvu­árás­irnar hafi verið fram­kvæmdar af leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins. Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hefur full­yrt, ítrek­að, að rúss­nesk stjórn­völd hafi ekki staðið fyrir neinum tölvu­árásum í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra, og hefur kallað rann­sóknir alrík­is­lög­regl­unnar FBI, leyni­þjón­ust­unnar CIA, og tveggja þing­nefnda Banda­ríkja­þings, á tengslum Rússa við fram­boðs Trumps, norna­veið­ar. 

Framundan eru yfir­heyrslur í Banda­ríkja­þingi, þar sem þing­nefndir munu spyrja út í tengsl tengsl rúss­neskra yfir­valda við fram­boð Trumps, og tölvu­árásir á fram­boð Hill­ary Clint­on. Meðal þeirra sem eru til rann­sóknar hjá FBI eru Jared Kus­hner, tengda­sonur Trumps og náinn ráð­gjafi hans, Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps for­seta og Jeff Sessions, núver­andi dóms­mála­ráð­herra. 

Eins og kunn­ugt er þá rak Trump James Comey, sem var æðsti yfir­maður FBI, en hann mun koma fyrir Banda­ríkja­þing í opna yfir­heyrslu síðar í þess­ari viku.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent