Rússar reyndu að hakka sig inn í bandaríska kosningakerfið

Gögn sem vefurinn The Intercept birti í gær sýna að leyniþjónusta rússneska hersins reyndi að hakka sig inn í kosningakerfi Bandaríkjanna.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Rúss­neskir tölvu­hakk­ar­ar, á vegum leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins, reyndu ítrekað að hakka sig inn í kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum en árás­unum linnti ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arn­ar, 8. nóv­em­ber í fyrra. 

Þetta kemur fram í skjali sem lekið var til vefs­ins The Intercept, en það var unnið á vegum Þjóðar­ör­ygg­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna (NSA). Fjallað var um gögnin á vefnum í gær, en 25 ára gömul kona, Rea­lity Leigh Winner að nafni, sam­kvæmt frétta­vef CNN, hefur verið ákærð vegna lek­ans. Refs­ingin

Hún starf­aði sem verk­taki hjá Pluri­bus International Cor­poration í Georg­íu­ríki, en ákæran er gefin út af sak­sókn­ara dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna. Í frétt CNN er hún sögð hafa við­ur­kennt að hafa lekið gögn­unum við yfir­heyrslu en hún var hand­tekin 3. júní síð­ast­lið­in.

AuglýsingRit­stjórn The Intercept, sem sér­hæfir sig í fréttum um þjóðar­ör­ygg­is­mál í Banda­ríkj­un­um, seg­ist hafa fengið gögnin nafn­laust og hafi því ekki upp­lýs­ingar um hver lak þeim.

Í gögn­unum sést að tölvu­árás­irnar hafi verið fram­kvæmdar af leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins. Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hefur full­yrt, ítrek­að, að rúss­nesk stjórn­völd hafi ekki staðið fyrir neinum tölvu­árásum í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra, og hefur kallað rann­sóknir alrík­is­lög­regl­unnar FBI, leyni­þjón­ust­unnar CIA, og tveggja þing­nefnda Banda­ríkja­þings, á tengslum Rússa við fram­boðs Trumps, norna­veið­ar. 

Framundan eru yfir­heyrslur í Banda­ríkja­þingi, þar sem þing­nefndir munu spyrja út í tengsl tengsl rúss­neskra yfir­valda við fram­boð Trumps, og tölvu­árásir á fram­boð Hill­ary Clint­on. Meðal þeirra sem eru til rann­sóknar hjá FBI eru Jared Kus­hner, tengda­sonur Trumps og náinn ráð­gjafi hans, Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps for­seta og Jeff Sessions, núver­andi dóms­mála­ráð­herra. 

Eins og kunn­ugt er þá rak Trump James Comey, sem var æðsti yfir­maður FBI, en hann mun koma fyrir Banda­ríkja­þing í opna yfir­heyrslu síðar í þess­ari viku.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent