Rússar reyndu að hakka sig inn í bandaríska kosningakerfið

Gögn sem vefurinn The Intercept birti í gær sýna að leyniþjónusta rússneska hersins reyndi að hakka sig inn í kosningakerfi Bandaríkjanna.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Rúss­neskir tölvu­hakk­ar­ar, á vegum leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins, reyndu ítrekað að hakka sig inn í kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum en árás­unum linnti ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir kosn­ing­arn­ar, 8. nóv­em­ber í fyrra. 

Þetta kemur fram í skjali sem lekið var til vefs­ins The Intercept, en það var unnið á vegum Þjóðar­ör­ygg­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna (NSA). Fjallað var um gögnin á vefnum í gær, en 25 ára gömul kona, Rea­lity Leigh Winner að nafni, sam­kvæmt frétta­vef CNN, hefur verið ákærð vegna lek­ans. Refs­ingin

Hún starf­aði sem verk­taki hjá Pluri­bus International Cor­poration í Georg­íu­ríki, en ákæran er gefin út af sak­sókn­ara dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna. Í frétt CNN er hún sögð hafa við­ur­kennt að hafa lekið gögn­unum við yfir­heyrslu en hún var hand­tekin 3. júní síð­ast­lið­in.

AuglýsingRit­stjórn The Intercept, sem sér­hæfir sig í fréttum um þjóðar­ör­ygg­is­mál í Banda­ríkj­un­um, seg­ist hafa fengið gögnin nafn­laust og hafi því ekki upp­lýs­ingar um hver lak þeim.

Í gögn­unum sést að tölvu­árás­irnar hafi verið fram­kvæmdar af leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins. Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hefur full­yrt, ítrek­að, að rúss­nesk stjórn­völd hafi ekki staðið fyrir neinum tölvu­árásum í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra, og hefur kallað rann­sóknir alrík­is­lög­regl­unnar FBI, leyni­þjón­ust­unnar CIA, og tveggja þing­nefnda Banda­ríkja­þings, á tengslum Rússa við fram­boðs Trumps, norna­veið­ar. 

Framundan eru yfir­heyrslur í Banda­ríkja­þingi, þar sem þing­nefndir munu spyrja út í tengsl tengsl rúss­neskra yfir­valda við fram­boð Trumps, og tölvu­árásir á fram­boð Hill­ary Clint­on. Meðal þeirra sem eru til rann­sóknar hjá FBI eru Jared Kus­hner, tengda­sonur Trumps og náinn ráð­gjafi hans, Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps for­seta og Jeff Sessions, núver­andi dóms­mála­ráð­herra. 

Eins og kunn­ugt er þá rak Trump James Comey, sem var æðsti yfir­maður FBI, en hann mun koma fyrir Banda­ríkja­þing í opna yfir­heyrslu síðar í þess­ari viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent