Íslendingar gætu orðið leiðandi í vernd og notkun persónuupplýsinga

Nýtt samstarf Dattaca Labs við breska tæknifyrirtækið Digi.me býður upp á mikla möguleika í ljósi nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um meðhöndlun persónuupplýsinga.

Á myndinni er Julian Ranger, stofnandi Digi.me á milli Frey Ketilssyni og Bala Kamallakharan, stofnenda Dattaca
Á myndinni er Julian Ranger, stofnandi Digi.me á milli Frey Ketilssyni og Bala Kamallakharan, stofnenda Dattaca
Auglýsing

Íslenska fyr­ir­tækið Dattaca Labs hefur hafið sam­starf við breska tækni­fyr­ir­tækið Dig­i.me um þróun í miðlun per­sónu­upp­lýs­inga milli fyr­ir­tækja og ein­stak­linga, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu. Sam­starfið býður upp á spenn­andi tæki­færi, sér­stak­lega í ljósi nýrrar lög­gjafar Evr­ópu­sam­bands­ins um með­höndlun per­sónu­upp­lýs­inga.

Dattaca Labs er íslenskt sprota­fyr­ir­tæki stofnað af Frey Hólm Ket­ils­syni og fjár­fest­inum Bala Kam­allakhar­an. Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í miðlun per­sónu­upp­lýs­inga til fyr­ir­tækja, meðal ann­ars í heil­brigð­is­tækni, fjár­mála-og fjar­skipta­þjón­ustu auk þró­unar í inter­neti hluta (e. Inter­net of Things). Dig­i.me. er enskt tækni­fyr­ir­tæki stofnað af Julian Ranger, en til­gangur þess er að safna og geyma per­sónu­upp­lýs­ingar ein­stak­linga án þess að hafa aðgang að þeim.

Fyr­ir­tækin binda miklar vonir við sam­starf­ið, en það er fyrst um sinn hugsað um íslenskan mark­að. „Við erum sann­færð um að Ísland geti orðið leið­andi í bylt­ing­unni sem fram undan er í þess­ari tækni­þró­un” segir Julian Ranger, stofn­andi Dig­i.me. 

Auglýsing

Íslend­ingar fyrstir með aðgang að staf­rænum heil­brigð­is­upp­lýs­ingum

Í síð­ustu viku kom fram til­kynn­ing um sam­starf Dattaca Labs og Dig­i.me við Land­lækni um opnun heil­brigð­is­upp­lýs­inga Íslend­inga. Þannig hafi Íslend­ingar orðið fyrsta þjóðin í heim­inum þar sem íbúar þess eigi aðgang að staf­rænum afritum af heil­brigð­is­upp­lýs­ing­unum sín­um. Þetta fram­tak fetar í fót­spor Open Notes verk­efn­is­ins sem gefur 14 millj­ónum Banda­ríkja­manna aðgang að heil­brigð­is­upp­lýs­ing­unum sín­um, en það verk­efni hefur leitt til auk­ins heil­brigðis og minni heil­brigðis­út­gjalda sam­kvæmt rann­sóknum

Sókn­ar­færi vegna nýrrar lög­gjafar

Á næsta ári mun ný lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins um per­sónu­upp­lýs­ingar (EU GDPR) taka gildi, en mark­mið hennar er að skil­greina rétt ein­stak­linga að eigin per­sónu­upp­lýs­ing­um. Meðal breyt­inga sem lög­gjöfin hefur í för með sér eru auknar kröfur um sam­þykki ein­stak­linga fyrir vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, en sam­starf Dattaca Labs og Dig­i.me felst meðal ann­ars í því að miðla þessum upp­lýs­ingum til fyr­ir­tækja á for­sendum ein­stak­ling­anna. „Inn­leið­ing þess­arar reglu­gerðar er í raun­inni grunn­ur­inn að þessu sam­starfi” segir Freyr Ket­ils­son, stofn­andi Dattaca, í við­tali við Kjarn­ann. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent