Ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi, leiðtoga Íhaldsflokksins, fellur gangi útgönguspá breska ríkisútvarpsins BBC eftir, en þingkosningar fara fram í Bretlandi.
Breski Íhaldsflokkurinn missir meirihluta sinn í neðri deild breska þingsins, samkvæmt útgönguspánni, sem opinberaðar voru klukkan 10:00 að staðartíma.
Gengi pundsins gaf hressilega eftir á eftirmarkaði, þegar útgönguspáin birtist, samkvæmt frétt BBC.
Samkvæmt spánni missir Íhaldsflokkurinn sautján sæti, og þar með meirihlutann, og fær 314 þingmenn kjörna. 326 þarf fyrir meirihluta á 650 manna þinginu. Verkamannaflokkurinn bætir þá við sig og fær 266 þingmenn kjörna, sem er aukning um 34 sæti.
Skoski þjóðarflokkurinn missir 22 þingsæti og fær 34 menn kjörna, samkvæmt spánni.Frjálslyndir demókratar fá þá 14 þingmenn og fjölgar sætum þeirra á þinginu um sex.