Veik staða Theresu May eftir afleita útkomu í kosningum

Yfirlýst markmið Theresu May þegar hún boðaði til þingkosninga í Bretlandi, með skömmum fyrirvara, var að fá sterkara umboð til að semja við ESB um Brexit. Óhætt er að segja að það hafi henni ekki tekist.

Theresa May.
Theresa May.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og leið­togi Íhalds­flokks­ins, er með afar veika stöðu eftir þing­kosn­ing­arnar í Bret­landi þar sem Íhalds­flokk­ur­inn missti meiri­hluta á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn, með James Cor­byn í broddi fylk­ing­ar, styrkti stöðu sína og bætti við sig þing­sæt­u­m. 

Þegar staða 643 sæta af 650 liggur fyr­ir, þá er Íhalds­flokk­ur­inn stærstur með 313 þing­sæti en tapar 12 sætum á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn er með 260 og bætir við sig 29, sam­kvæmt breska rík­is­út­varp­inu BBC. 

Skoski þjóð­­ar­­flokk­­­ur­inn (SNP) mis­­s­ir 21 þing­­­sæti og fær 35 menn kjörna, sam­­­kvæmt stöð­unni eins og hún er miðað við 643 þing­sæt­i. 

Auglýsing

Frjáls­­­lynd­ir demó­krat­ar fá þá 12 þing­­­menn og fjölg­ar sæt­um þeirra á þing­inu um fjög­ur.Erfitt er að segja til um hvernig mál munu þró­ast og hvernig rík­is­stjórn verður mynd­uð, en James Cor­byn hefur þegar kallað eftir því að May segi af sér, og rými fyrir mögu­leika á myndun rík­is­stjórnar sem þjóðin getur sætt sig við. 

Til þess að ná sigri í kosn­ingum og mynda meiri­hluta þarf 326 þing­sæti, og því bendir allt til þess að sam­steypu­stjórn verði mynd­uð.

May boð­aði til þing­kosn­ing­anna með skömmum fyr­ir­vara í vor, og sagð­ist meðal ann­ars vilja fá skýr­ara umboð til þess að leiða Bret­land í samn­inga­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið vegna útgöngu lands­ins úr sam­band­inu. Ljóst er að þetta mark­mið náð­ist ekki, og erfitt að segja til í hvaða far­veg Brexit málið fer nú.

Pundið féll umtals­vert þegar fyrstu tölur birtu­st, sem bentu til taps Íhalds­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent