Rafmyntin Bitcoin hefur rokið upp í verði að undanförnu, en gengi hennar stendur nú í 2.800 Bandaríkjadölum, eftir að hafa farið í fyrsta skipti yfir 3.000 Bandaríkjadali í fyrri nótt.
Hækkun á verði rafmyntarinnar hefur verið gríðarlega hröð, og samkvæmt umfjöllun Bloomberg má meðal annars rekja hækkunina til mikillar eftirspurnaraukningar á mörkuðum í Asíu
Hækkunin að undanförnu hefur meðal annars verið rakin til þess að höft á viðskipti voru afnum í Kína í síðustu viku, en í febrúar voru settar hömlur á úttektir á myntinni.
Í marsmánuði var gengi Bitcoin undir 1.000 Bandaríkjadölum, og hefur hækkunin, á einungis rúmum tveimur mánuðum, verið gríðarlega hröð.
Stefnubreyting yfirvalda í Japan er einnig sögð hafa haft mikil áhrif á gang viðskipta með myntina, en nú er frekar horft til þess að liðka fyrir viðskiptum með myntina heldur en hitt.
Í umfjöllun Bloomberg kemur einnig fram, að margir fjárfestar óttist bólumyndun á markaði með rafmyntina, og þá ekki síður hversu erfitt sé að átta sig á því hver virkni undirliggjandi markaðarins með hana sé.