Stefna Ástráðs gegn íslenska ríkinu birt

Kjarninn birtir stefnu Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu. Hann vill að ákvörðun dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt verði ógild.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Ást­ráður Har­alds­son hefur stefnt íslenska rík­inu vill að ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að leggja ekki til að hann yrði skip­aður í stöðu dóm­ara við Lands­rétt verði ógild og jafn­framt eða til vara að ógilt verði sú ákvörðun að leggja til við for­seta Íslands að stefn­andi veðri ekki meðal þeirra 15 sem skip­aðir voru í starf dóm­ara við Lands­rétt. Þetta kemur fram í stefnu sem Jóhannes Karl Sveins­son, lög­maður Ást­ráðs, hefur sent Kjart­ani Bjarna Björg­vins­syni hér­aðs­dóm­ara í dag. Kjarn­inn birtir stefn­una í heild sinni hér.

Í henni er þess einnig kraf­ist að skaða­bóta­réttur verði við­ur­kenndur og að íslenska ríkið greiði Ást­ráði eina milljón króna í miska­bæt­ur. Þá er farið fram á að ríkið greiði allan máls­kostn­að. Farið hefur verið fram á flýti­með­ferð í mál­inu.

Ást­ráður var einn þeirra fjög­urra sem dóm­nefnd hafði úrskurðað hæf­asta til að vera skip­aðir í rétt­inn, en dóms­mála­ráð­herra ákvað að víkja af lista sínum svo hún gæti skipað fjóra aðra. 

Í stefnu Ást­ráðs segir að hann byggi kröfu sína um ógild­ingu einkum á því að Sig­ríður hafi við und­ir­bún­ing „hinnar umdeildu ákvörð­unar bæði brotið gegn máls­með­ferð­ar- og efn­is­reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.“ Meg­in­reglan um skipan í dóm­ara­starf bygg­ist á fag­legu hæfn­is­mati dóm­nefndar og öll frá­vik „frá því mati þurfi að byggja á sér­stökum rök­stuðn­ingi, brýnum og gagn­sæjum ástæð­um, sem og vand­aðri með­ferð til und­ir­bún­ings ákvörð­un. Geð­þótti ráð­herra og sjón­ar­mið valin að hent­ug­leikum í hvert sinn mega aldrei ráða. Tryggt þarf að vera að hæf­asti umsækj­and­inn hljóti starfið og máls­með­ferð þarf að vera til þess falllin að tryggja að svo verð­i.“

Auglýsing

Ást­ráður álitur að til­laga Sig­ríðar um hverja ætti að skipa í Lands­rétt, og með­ferð hennar á Alþingi sem hafi farið eftir „ein­földum flokkspóli­tískum lín­um“ sýni að engin af þeim kröfum sem gerðar séu til slíkrar ákvörð­unar hafi verið fram­fylgt. „Til­laga ráð­herra var þvert á móti lítt und­ir­bú­in, rann­sókn upp­fyllti ekki kröfur stjórn­sýslu­laga og rök­stuðn­ingur var ófull­nægj­andi, almenns eðl­is. Rök­stuðn­ingur ráð­herra veitti engar upp­lýs­ingar um hvers vegna þeir 4 umsækj­endur sem voru meðal hinna 15 hæf­ustu sam­kvæmt mati dóm­nefndar voru það ekki að mati ráð­herra. Raunar er ekk­ert á þá minnst í rök­stuðn­ingi ráð­herra.“

Í stefn­unni kemur enn fremur fram að ekki sé ljóst til hvaða þátta dóms­mála­ráð­herra vís­aði til í rök­stuðn­ingi sínum fyrir að breyta röðun umsækj­enda frá því sem nefndin hafði mælt með og að svo virð­ist sem að Sig­ríður leggi til grund­vallar að aðrar kröfur en almennt hæfi séu frá­víkj­an­leg­ar. Ráð­herra geti valið í hvert og eitt sinn hvernig hann stendur að vali dóm­ara. „Það stenst ekki. Sér­lega lang­sótt er að ráð­herra telj­ist eiga ein­hvers konar frjálst mat við veit­ingu dóm­ara­starfa og hafa dóm­stólar fyrir löngu hafnað slíkri ráða­gerð.“ 

Bent er á að þótt ráð­herr­ann hafi sagt að hún hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að 24 af umsækj­end­unum 33 væru hæf­astir sam­kvæmt hennar mati hafi það ekki verið til­greint hverjir þeir 24 séu, utan þeirra 15 sem hún til­nefndi og þeirra fjög­urra sem færðir voru af til­nefn­ing­ar­list­an­um. Engin rök­stuðn­ingur hafi verið settur fram fyrir því hvers vegna þeim fjórum umsækj­endum sem hlutu ekki náð fyrir augum ráð­herr­ans var vikið til hlið­ar, né hvers vegna aðrir voru taldir hæf­ari en þeir. „Sé tekið mið af hinum óljósu sjón­ar­miðum um dóm­ara­reynslu virð­ist ekki rök­rétt að taka Jón Hösk­ulds­son af list­an­um. Þá eru aðrir í hópi ráð­herr­ans með jafn­mikla eða minni dóm­ara­reynslu en Eiríkur Jóns­son. Ekki er útskýrt hvers vegna ára­tug­a­reynsla stefn­anda sem lög­manns, kenn­ara og fræði­manns er látin þoka fyrir mun fábreytt­ari og skemmri reynslu ann­arra.“

Allt beri þetta að þeim brunni að „hinn fábrotni rök­stuðn­ingur ráð­herr­ans stenst ekki skoðun og er með öllu ófull­nægj­andi grund­völlur fyrir því að vikið sé frá mati dóm­nefnd­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent