Stefna Ástráðs gegn íslenska ríkinu birt

Kjarninn birtir stefnu Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu. Hann vill að ákvörðun dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt verði ógild.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Ást­ráður Har­alds­son hefur stefnt íslenska rík­inu vill að ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að leggja ekki til að hann yrði skip­aður í stöðu dóm­ara við Lands­rétt verði ógild og jafn­framt eða til vara að ógilt verði sú ákvörðun að leggja til við for­seta Íslands að stefn­andi veðri ekki meðal þeirra 15 sem skip­aðir voru í starf dóm­ara við Lands­rétt. Þetta kemur fram í stefnu sem Jóhannes Karl Sveins­son, lög­maður Ást­ráðs, hefur sent Kjart­ani Bjarna Björg­vins­syni hér­aðs­dóm­ara í dag. Kjarn­inn birtir stefn­una í heild sinni hér.

Í henni er þess einnig kraf­ist að skaða­bóta­réttur verði við­ur­kenndur og að íslenska ríkið greiði Ást­ráði eina milljón króna í miska­bæt­ur. Þá er farið fram á að ríkið greiði allan máls­kostn­að. Farið hefur verið fram á flýti­með­ferð í mál­inu.

Ást­ráður var einn þeirra fjög­urra sem dóm­nefnd hafði úrskurðað hæf­asta til að vera skip­aðir í rétt­inn, en dóms­mála­ráð­herra ákvað að víkja af lista sínum svo hún gæti skipað fjóra aðra. 

Í stefnu Ást­ráðs segir að hann byggi kröfu sína um ógild­ingu einkum á því að Sig­ríður hafi við und­ir­bún­ing „hinnar umdeildu ákvörð­unar bæði brotið gegn máls­með­ferð­ar- og efn­is­reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.“ Meg­in­reglan um skipan í dóm­ara­starf bygg­ist á fag­legu hæfn­is­mati dóm­nefndar og öll frá­vik „frá því mati þurfi að byggja á sér­stökum rök­stuðn­ingi, brýnum og gagn­sæjum ástæð­um, sem og vand­aðri með­ferð til und­ir­bún­ings ákvörð­un. Geð­þótti ráð­herra og sjón­ar­mið valin að hent­ug­leikum í hvert sinn mega aldrei ráða. Tryggt þarf að vera að hæf­asti umsækj­and­inn hljóti starfið og máls­með­ferð þarf að vera til þess falllin að tryggja að svo verð­i.“

Auglýsing

Ást­ráður álitur að til­laga Sig­ríðar um hverja ætti að skipa í Lands­rétt, og með­ferð hennar á Alþingi sem hafi farið eftir „ein­földum flokkspóli­tískum lín­um“ sýni að engin af þeim kröfum sem gerðar séu til slíkrar ákvörð­unar hafi verið fram­fylgt. „Til­laga ráð­herra var þvert á móti lítt und­ir­bú­in, rann­sókn upp­fyllti ekki kröfur stjórn­sýslu­laga og rök­stuðn­ingur var ófull­nægj­andi, almenns eðl­is. Rök­stuðn­ingur ráð­herra veitti engar upp­lýs­ingar um hvers vegna þeir 4 umsækj­endur sem voru meðal hinna 15 hæf­ustu sam­kvæmt mati dóm­nefndar voru það ekki að mati ráð­herra. Raunar er ekk­ert á þá minnst í rök­stuðn­ingi ráð­herra.“

Í stefn­unni kemur enn fremur fram að ekki sé ljóst til hvaða þátta dóms­mála­ráð­herra vís­aði til í rök­stuðn­ingi sínum fyrir að breyta röðun umsækj­enda frá því sem nefndin hafði mælt með og að svo virð­ist sem að Sig­ríður leggi til grund­vallar að aðrar kröfur en almennt hæfi séu frá­víkj­an­leg­ar. Ráð­herra geti valið í hvert og eitt sinn hvernig hann stendur að vali dóm­ara. „Það stenst ekki. Sér­lega lang­sótt er að ráð­herra telj­ist eiga ein­hvers konar frjálst mat við veit­ingu dóm­ara­starfa og hafa dóm­stólar fyrir löngu hafnað slíkri ráða­gerð.“ 

Bent er á að þótt ráð­herr­ann hafi sagt að hún hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að 24 af umsækj­end­unum 33 væru hæf­astir sam­kvæmt hennar mati hafi það ekki verið til­greint hverjir þeir 24 séu, utan þeirra 15 sem hún til­nefndi og þeirra fjög­urra sem færðir voru af til­nefn­ing­ar­list­an­um. Engin rök­stuðn­ingur hafi verið settur fram fyrir því hvers vegna þeim fjórum umsækj­endum sem hlutu ekki náð fyrir augum ráð­herr­ans var vikið til hlið­ar, né hvers vegna aðrir voru taldir hæf­ari en þeir. „Sé tekið mið af hinum óljósu sjón­ar­miðum um dóm­ara­reynslu virð­ist ekki rök­rétt að taka Jón Hösk­ulds­son af list­an­um. Þá eru aðrir í hópi ráð­herr­ans með jafn­mikla eða minni dóm­ara­reynslu en Eiríkur Jóns­son. Ekki er útskýrt hvers vegna ára­tug­a­reynsla stefn­anda sem lög­manns, kenn­ara og fræði­manns er látin þoka fyrir mun fábreytt­ari og skemmri reynslu ann­arra.“

Allt beri þetta að þeim brunni að „hinn fábrotni rök­stuðn­ingur ráð­herr­ans stenst ekki skoðun og er með öllu ófull­nægj­andi grund­völlur fyrir því að vikið sé frá mati dóm­nefnd­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent