Stefna Ástráðs gegn íslenska ríkinu birt

Kjarninn birtir stefnu Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu. Hann vill að ákvörðun dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt verði ógild.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Ást­ráður Har­alds­son hefur stefnt íslenska rík­inu vill að ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að leggja ekki til að hann yrði skip­aður í stöðu dóm­ara við Lands­rétt verði ógild og jafn­framt eða til vara að ógilt verði sú ákvörðun að leggja til við for­seta Íslands að stefn­andi veðri ekki meðal þeirra 15 sem skip­aðir voru í starf dóm­ara við Lands­rétt. Þetta kemur fram í stefnu sem Jóhannes Karl Sveins­son, lög­maður Ást­ráðs, hefur sent Kjart­ani Bjarna Björg­vins­syni hér­aðs­dóm­ara í dag. Kjarn­inn birtir stefn­una í heild sinni hér.

Í henni er þess einnig kraf­ist að skaða­bóta­réttur verði við­ur­kenndur og að íslenska ríkið greiði Ást­ráði eina milljón króna í miska­bæt­ur. Þá er farið fram á að ríkið greiði allan máls­kostn­að. Farið hefur verið fram á flýti­með­ferð í mál­inu.

Ást­ráður var einn þeirra fjög­urra sem dóm­nefnd hafði úrskurðað hæf­asta til að vera skip­aðir í rétt­inn, en dóms­mála­ráð­herra ákvað að víkja af lista sínum svo hún gæti skipað fjóra aðra. 

Í stefnu Ást­ráðs segir að hann byggi kröfu sína um ógild­ingu einkum á því að Sig­ríður hafi við und­ir­bún­ing „hinnar umdeildu ákvörð­unar bæði brotið gegn máls­með­ferð­ar- og efn­is­reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.“ Meg­in­reglan um skipan í dóm­ara­starf bygg­ist á fag­legu hæfn­is­mati dóm­nefndar og öll frá­vik „frá því mati þurfi að byggja á sér­stökum rök­stuðn­ingi, brýnum og gagn­sæjum ástæð­um, sem og vand­aðri með­ferð til und­ir­bún­ings ákvörð­un. Geð­þótti ráð­herra og sjón­ar­mið valin að hent­ug­leikum í hvert sinn mega aldrei ráða. Tryggt þarf að vera að hæf­asti umsækj­and­inn hljóti starfið og máls­með­ferð þarf að vera til þess falllin að tryggja að svo verð­i.“

Auglýsing

Ást­ráður álitur að til­laga Sig­ríðar um hverja ætti að skipa í Lands­rétt, og með­ferð hennar á Alþingi sem hafi farið eftir „ein­földum flokkspóli­tískum lín­um“ sýni að engin af þeim kröfum sem gerðar séu til slíkrar ákvörð­unar hafi verið fram­fylgt. „Til­laga ráð­herra var þvert á móti lítt und­ir­bú­in, rann­sókn upp­fyllti ekki kröfur stjórn­sýslu­laga og rök­stuðn­ingur var ófull­nægj­andi, almenns eðl­is. Rök­stuðn­ingur ráð­herra veitti engar upp­lýs­ingar um hvers vegna þeir 4 umsækj­endur sem voru meðal hinna 15 hæf­ustu sam­kvæmt mati dóm­nefndar voru það ekki að mati ráð­herra. Raunar er ekk­ert á þá minnst í rök­stuðn­ingi ráð­herra.“

Í stefn­unni kemur enn fremur fram að ekki sé ljóst til hvaða þátta dóms­mála­ráð­herra vís­aði til í rök­stuðn­ingi sínum fyrir að breyta röðun umsækj­enda frá því sem nefndin hafði mælt með og að svo virð­ist sem að Sig­ríður leggi til grund­vallar að aðrar kröfur en almennt hæfi séu frá­víkj­an­leg­ar. Ráð­herra geti valið í hvert og eitt sinn hvernig hann stendur að vali dóm­ara. „Það stenst ekki. Sér­lega lang­sótt er að ráð­herra telj­ist eiga ein­hvers konar frjálst mat við veit­ingu dóm­ara­starfa og hafa dóm­stólar fyrir löngu hafnað slíkri ráða­gerð.“ 

Bent er á að þótt ráð­herr­ann hafi sagt að hún hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að 24 af umsækj­end­unum 33 væru hæf­astir sam­kvæmt hennar mati hafi það ekki verið til­greint hverjir þeir 24 séu, utan þeirra 15 sem hún til­nefndi og þeirra fjög­urra sem færðir voru af til­nefn­ing­ar­list­an­um. Engin rök­stuðn­ingur hafi verið settur fram fyrir því hvers vegna þeim fjórum umsækj­endum sem hlutu ekki náð fyrir augum ráð­herr­ans var vikið til hlið­ar, né hvers vegna aðrir voru taldir hæf­ari en þeir. „Sé tekið mið af hinum óljósu sjón­ar­miðum um dóm­ara­reynslu virð­ist ekki rök­rétt að taka Jón Hösk­ulds­son af list­an­um. Þá eru aðrir í hópi ráð­herr­ans með jafn­mikla eða minni dóm­ara­reynslu en Eiríkur Jóns­son. Ekki er útskýrt hvers vegna ára­tug­a­reynsla stefn­anda sem lög­manns, kenn­ara og fræði­manns er látin þoka fyrir mun fábreytt­ari og skemmri reynslu ann­arra.“

Allt beri þetta að þeim brunni að „hinn fábrotni rök­stuðn­ingur ráð­herr­ans stenst ekki skoðun og er með öllu ófull­nægj­andi grund­völlur fyrir því að vikið sé frá mati dóm­nefnd­ar.“

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent