Það þarf að breyta lögum til að laga stöðu kvenna í atvinnulífinu

Af þeim sem stýra peningum á Íslandi eru 91 prósent karlar en níu prósent konur. Katrín Jakobsdóttir segir að það þurfi róttækar aðgerðir til að breyta stöðunni. Fjallað er um málið í nýjasta sjónvarpsþætti Kjarnans, sem er á dagskrá í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir að það sé með öllu óvið­un­andi hversu lengi það taki að laga ójöfn hlut­föll milli kynja í íslensku atvinnu­lífi. Hún segir það hafa sýnt sig að það þurfi rót­tækar aðgerð­ir, til dæmis með breyt­ingu á lög­um, til að koma breyt­ingum í gegn. Dæmi um slík eru lög um lág­marks­hlut­fall kynja í stjórnum stærri fyr­ir­tækja og jafn­launa­vott­un. Katrín segir að það þurfi mögu­lega að skoða hvort það þurfi að breyta lögum um líf­eyr­is­sjóði í ljósi þess að nær allir helstu stjórn­endur þeirra,­sem sýsla með gríð­ar­legt fjár­magn og völd, séu karl­ar.

Þetta kemur fram í sjón­varps­þætt­inum Kjarn­anum sem frum­sýndur er á Hring­braut í kvöld klukkan 21:30. Við­fangs­efni þátt­ar­ins er ójöfn staða kynj­anna í íslensku við­skipta­lífi. Katrín er við­mæl­andi í síð­ari hluta þátt­ar­ins.

Kjarn­inn hefur síð­ast­liðin fjögur ár gert úttekt á stöðu kvenna á meðal æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Úttektin nær til æðsta stjórn­anda hvers fyr­ir­tækis eða sjóðs. Nið­ur­staðan í ár, sam­kvæmt úttekt sem fram­kvæmd var í febr­úar 2017, er sú að æðstu stjórn­endur í ofan­greindum fyr­ir­tækjum séu 88 tals­ins. Af þeim eru 80 karlar en átta kon­ur. Það þýðir að 91 pró­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi eru karlar en níu pró­sent kon­ur.Katrín segir í þætti kvölds­ins að íslenskur fyr­ir­tækjakúltúr virð­ist vera mjög kar­læg­ur. „Það hlýtur að vera umhugs­un­ar­efni í ljósi þess að maður heyrir þær sögur líka innan úr atvinnu­líf­inu að það að hafa  jafnt hlut­fall karla og kvenna við borðið er að skila sér í betri ákvörð­un­um, breyttu vinnu­lagi og nýjum starfs­hátt­um. Þannig að ég ætla að leyfa mér að trúa því að þessi árangur muni koma en auð­vitað er það algjör­lega óvið­un­andi hvað þetta tekur langan tíma.“

Auglýsing

Katrín segir að pen­inga­valdið sé það vald sam­fé­lags­ins sem sé fald­ara en önn­ur, og fái minni umfjöllun í fjöl­miðlum en t.d. hið póli­tíska vald. Þar séu fjöl­miðlar með sterkara kast­ljós á því sem stjórn­mála­menn eru að gera, eftir því er tekið þegar kynja­hluföllin eru skökk og meiri pressa skap­ast á að laga þau. „Þessi hlut­föll innan fjár­mála­geirans, þau fá ekki sama væg­i[...]En auð­vitað er þetta algjör­lega óásætt­an­leg­t.“

Þetta verður síð­asti þáttur Kjarn­ans fyrir sum­ar­frí.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent