Navalny handtekinn aftur í kjölfar mótmæla

Aleksei Navalny, höfuðandstæðingur ríkisstjórnar Pútíns í Rússlandi, var handtekinn fyrir utan heimilið sitt vegna skipulagningu á yfirstandandi mótmælum gegn ríkisstjórninni

Lögreglumenn skárust í leikinn og handtólu fjölda mótmælenda í Moskvu í dag.
Lögreglumenn skárust í leikinn og handtólu fjölda mótmælenda í Moskvu í dag.
Auglýsing

Aleksei Navanly, höfuðandstæðingur ríkisstjórnar Vladimir Pútín í Rússlandi, var handtekinn á heimilinu sínu í kjölfar þess að hann boðaði til fjöldamótmæla í dag, á þjóðhátíðardegi Rússa. Lögreglan hefur handtekið meira en 100 manns vegna mótmælanna nú þegar.

Aleksei Navalny handtekinn fyrir utan heimilið sitt

Þann fyrsta júní boðaði  Navalny til mótmæla í dag í þætti á Youtube-síðunni sinni  þar sem tilgangurinn væri að sýna styrk stjórnarandstöðunnar og stuðning við forsetaframboð hans árið 2018. Mótmælin voru boðuð í 200 borgum og bæjum víðs vegar um landið. Dagurinn í dag var ekki valinn fyrir tilviljun, en hann er Dagur Rússlands, þjóðhátíðardagur Rússa. 

Mótmælin voru vel sótt, en talið er að samtals hafi margir tugir þúsunda safnast saman víðs vegar um Rússland. Samkvæmt fréttaveitunni RadioFreeEurope hafa að minnsta kosti 100 verið handteknir fyrir aðild sína að mótmælunum. 


Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Navalny hefur komist í kast við rússnesk yfirvöld, en hann var einnig handtekinn í kjölfar mótmæla sem hann stofnaði til í apríl á þessu ári.  Einnig hefur hann tvisvar verið dæmdur fyrir fjárdrátt í málaferlum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gert athugasemdir við. Ekki hefur verið sótt um leyfi hjá yfirvöldum fyrir mótmælunum og eru þau því ólögleg samkvæmt rússneskum lögum. 

Navalny og yfirvöld í Kreml hafa eldað grátt silfur saman í nokkurn tíma. Fyrr á þessu ári afhjúpaði hann spillingu forsætisráðherrans, Dmitry Medvedev, með Youtube-myndbandi þar sem hann sýndi m.a. lúxuseignir ráðherrans með myndefni úr drónum. Stjórnvöld hafa svarað með þungum dómum á tveimur mótmælendum og áróðursmyndböndum gegn Navalny sem sýnd hafa verið í háskólum.

Kona Aleksei, Yulia Navalny, sagði frá því á twitter-aðgangnum sínum að mótmælin eigi að halda áfram óbreytt þrátt fyrir handtöku mannsins síns. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent