Kremlarklönin - valdabarátta á bak við tjöldin í Rússlandi

rsz_h_51848914.jpg
Auglýsing

Rúss­land hefur verið meira í fréttum hér­lendis en venju­lega und­an­far­ið, vegna inn­flutn­ings­banns og við­skipta­þving­ana. Fyrir tæpum tveimur árum síðan birt­ist eft­ir­far­andi frétta­skýr­ing í útgáfu veftíma­rits Kjarn­ans og Kjarn­inn ákvað að rifja hana upp í til­efni af Rúss­lands­um­ræð­un­um. Rúss­nesk stjórn­mál eru flókin og marg­þætt. Ýmis­legt hefur gerst síðan frétta­skýr­ing­in var skrifuð en segja má að umrædd klíku­stjórn­mál og deilur milli ólíkra klana hafi enn frekar komið upp á yfir­borðið síð­an. 

Und­an­farna mán­uði hefur Vla­dimír Pút­ín Rúss­lands­for­seti sýnt til­burði til þess að herða tök sín enn frekar á rúss­nesku sam­félagi. Meðal ástæðna þess eru fjöl­menn mót­mæli gegn honum og stjórn­völd­um. Raun­veru­leg stjórn­ar­and­staða er komin upp á yfir­borðið og við því ætla stjórn­völd að bregð­ast af hörku.

Á sama tíma og þetta á sér stað fer fram valda­barátta sem sumir lýsa sem stríði milli klíkanna í kringum for­set­ann. Frétta­skýrendur þykj­ast í það minnsta margir sjá að sitt­hvað skrýtið eigi sér nú stað á bak við tjöldin í Kreml.

Auglýsing

Mál stjórn­ar­and­stæð­ings­ins Alexei Navalny er besta dæmið um það, en hann var hand­tek­inn og dæmdur í fimm ára fang­elsi í sum­ar. Eftir mikil mót­mæli var honum sleppt úr haldi innan við sól­ar­hring eftir að dómur var kveð­inn upp yfir hon­um. Honum var einnig leyft að bjóða sig fram til borg­ar­stjóra í Moskvu, á meðan áfrýjun á mál­inu var til með­ferðar fyrir dóm­stól­um. Hann tap­aði kosn­ing­un­um, eins og búist var við, en hlaut tæp­lega þrját­íu pró­sent atkvæða. Það telst stór­sigur fyrir stjórn­ar­and­stæð­ing. Fyrr í þessum mán­uði komst áfrýj­un­ar­dóm­stóll að þeirri nið­ur­stöðu að Navalny væri sekur um þjófnað en dóm­ur­inn yfir honum var skil­orðs­bund­inn. Það þýðir að hann er frjáls ferða sinna en má ekki bjóða sig fram í kjörið emb­ætti.

Flestir eru sam­mála um að stjórn­völd hafi haft mikið um ein­kenni­lega fram­vindu máls­ins að segja, og er hún talin til merkis um breyt­ingar á barátt­unni milli valda­hópa.

Sergei Ivanov, starfsmannastjóri Pútíns, er samstarfsmaður Pútíns til fjölda ára, allt frá því að Pútín réði Ivanov til öryggislögreglunnar FSB. Sergei Ivanov, starfs­manna­stjóri Pútíns, er sam­starfs­maður Pútíns til fjölda ára, allt frá því að Pútín réði Ivanov til örygg­is­lög­regl­unnar FSB.

Hverjar eru klík­urn­ar?Á bak við tjöldin í Kreml takast á flóknir hópar valda­manna, sem hafa áhrif á Pút­ín for­seta með ýmsum hætti. Hóp­arnir eru oft upp­nefndir klön og margir hafa reynt að skil­greina hópana. Flestir eru sam­mála um til­vist að minnsta kosti tveggja valda­klíka en sumir telja þær allt að tíu. Mik­ill hluti stjórn­mála í Rúss­landi myndi flokk­ast sem óform­leg stjórn­mál og fer fram bak við luktar dyr en ekki í þing­inu. Hlutir eru ákveðnir á reglu­legum en óform­legum fundum með for­set­an­um, sem engar fund­ar­gerðir eða önnur sönn­un­ar­gögn eru til um. Aðeins hluti ríkis­stjórn­ar­innar situr fundi af þessu tagi, auk þeirra sem eru í innsta hring starfs­fólks for­set­ans. Klönin svoköll­uðu koma að mörgu leyti í stað hefð­bund­inna stjórn­mála­flokka, sem hafa veika stöðu.

Valda­meiri hóp­ur­inn er yfir­leitt nefndur siloviki, sem gæti á ís­lensku út­lagst sem völd eða styrk­ur. Hóp­ur­inn dregur nafn sitt af því að lang­flestir þeirra sem honum til­heyra störf­uðu í leyni­þjónust­unni, lög­regl­unni eða hernum eins og for­set­inn sjálf­ur. Þessi hópur manna var far­inn að hafa áhrif á meðan Boris Jeltsín var for­seti en völdin juk­ust til muna í fyrri for­seta­tíð Pút­íns. Undir stjórn Dimitrís Med­vedev dró aðeins úr fjölda þeirra í stjórn­un­ar­stöðum en þeir hafa sótt í sig veðrið á ný eftir að Pút­ín hóf þriðja kjört­íma­bil sitt. Þessi hópur ber ábyrgð á því að risa­stór auð­linda­fyr­ir­tæki, sem voru einka­vædd í tíð Jeltsíns, voru aftur færð í eigu rík­is­ins. Ólig­arkar Jeltsíns voru hraktir á brott og menn úr silovik­i-hópnum stjórna nú flestum fyr­ir­tækj­anna. Silovik­i-­menn vekja ótta margra, enda hafa þeir alla burði til að not­færa sér leyni­þjónust­una og aðra slíka inn­viði sam­félags­ins sér til fram­drátt­ar, og þá gegn keppi­nautum sín­um.

Hinn hóp­ur­inn er kall­aður frjáls­lynd­ur, þótt hann telj­ist það ekki á vest­rænan mæli­kvarða. Uppi­staðan í þessum hópi er lög­fræð­ing­ar, hag­fræð­ingar og emb­ætt­is­menn sem margir hverjir eru frá Sankti Pét­urs­borg og þekkja for­set­ann það­an. Dimitrí Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­seti, til­heyrir þessum hópi manna. Hóp­ur­inn er hlynnt­ari alþjóða­væð­ingu, opnu mark­aðs­hag­kerfi og einka­væð­ingu upp að vissu marki.

Dimitri Medvedev forsætisráðherra og Viktor Ivanov, yfirmaður fíkniefnamála. Þeir tilheyra hvor sinni klíkunni í stjórn landsins.  MYND: EPA Dimitri Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra og Viktor Ivanov, yfir­maður fíkni­efna­mála. Þeir til­heyra hvor sinni klíkunni í stjórn lands­ins. MYND: EPA

Áfram­hald­andi barátta um yfir­ráðHafa ber í huga að þessir tveir hópar breyt­ast ört og eru langt frá því að vera sam­rýmdir og ein­huga. Þrátt fyrir að þeir berj­ist um völdin eru þeir ekki gjörólík­ir. Það sem þá greinir helst á um eru efna­hags­legir þætt­ir. Báðir hóp­arnir eru fylgj­andi mjög sterku ríki, sem sýnir jafn­vel ein­ræð­istil­burði og hefur sterkan leið­toga.

Leið­tog­inn Pút­ín er það sem sam­einar þá og veitir þeim völd­in, og hann er yfir flokka­drætt­ina haf­inn. Báðir hóp­arnir þarfn­ast hans og hann þarfn­ast þeirra beggja og hefur reynt að halda nokk­urs konar jafn­vægi á milli þeirra.

Und­an­farið hefur for­set­inn þó verið tal­inn hall­ast enn meira að silovik­i-mönn­um. Það skýrist að ein­hverju leyti af mót­mæl­unum og til­raunum til að stemma stigu við þeim og annarri and­stöðu gegn hon­um. Þá hefur fjöldi ríkra þing­manna hætt störfum á ár­inu, eftir að nýjar reglur um tak­mörkun á eignum þeirra erlendis voru sam­þykkt­ar. Sú ráð­stöfun hefur opin­ber­lega verið sögð til að stöðva spill­ingu, sem enn er gríð­ar­leg í rúss­neskum stjórn­mál­um, en sér­fræð­ingar segja margir að hún sé í raun hluti af til­raunum for­set­ans til að herða tök sín og draga úr tengslum við út­lönd.

Staða for­sæt­is­ráð­herr­ans Med­vedevs hefur einnig veikst mikið frá því að hann þurfti að víkja sem for­seti fyrir Pút­ín. Ráð­gjafar sem hann réði til for­seta­emb­ætt­is­ins hafa verið látnir hætta og yfir­heyrðir vegna meintra lög­brota. Margir skipta klík­unum tveimur upp í þá sem eru með og á móti Med­vedev, og völd and­stæð­inga hans hafa auk­ist und­an­far­ið.

Áfram­hald­andi mót­mæli og hávær­ari and­staða gegn stjórn­völdum mun aðeins halda áfram að auka á spenn­una milli valda­klíkanna í Rúss­landi. Það gæti þó liðið langur tími þar til spennan kemst enn meira upp á yfir­borð­ið, ef það ger­ist, enda enn fjögur og hálft ár eftir af kjört­íma­bili Pút­íns. Ekki er langt síðan hann gaf í skyn að hann hygð­ist bjóða sig fram til fjórða kjört­íma­bils­ins og þá gæti hann verið for­seti Rúss­lands allt til árs­ins 2024.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None