Keyptu í Símanum fyrir 1,3 milljarða - Fyrrum forstjóri Vodafone á meðal kaupenda

S--minn_01-1.jpg
Auglýsing

Nokkrir stjórn­endur Sím­ans og hópur ann­arra fjár­festa, meðal ann­ars erlendra, keyptu í dag fimm pró­sent hlut í félag­inu á 1.330 millj­ónir króna. Miðað við það verð er mark­aðsvirði Sím­ans 26,6 millj­arðar króna. Hóp­inn leiðir hol­lenski fjár­festir­inn Bertrand Kan, sem er fyrrum yfir­maður hjá Morgan Stanley. Kan þekkir vel til Sím­ans, en hann stýrði meðal ann­ars sölu­ferli hans árið 2005, þegar Sím­inn var einka­vædd­ur, fyrir hönd Morgan Stanley.

Á meðal ann­arra sem keyptu er Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, sem keypti sam­tals 0,4 pró­sent hlut fyrir um 106 millj­ónir króna.

Þá vekur athygli að fyrrum for­stjóri eins helsta sam­keppn­is­að­ila Sím­ans, Voda­fone á Íslandi, er á meðal þeirra fjár­festa sem til­heyra hópn­um. Sá heitir Ómar Svav­ars­son og stýrði Voda­fone á Íslandi í fimm ár, eða þar til í maí 2014 þegar honum var sagt upp störf­um. Ómar hafði þá starfað hjá Voda­fone frá árinu 2005.

Auglýsing

Eftir söl­una á Arion banki enn 33 pró­sent hlut í Sím­an­um, sem stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins. Stefnt er að því að skrá hluta­bréf Sím­ans í Kaup­höll Íslands í haust og í aðdrag­anda þess áformar Arion banki að minnka enn frekar hlut sinn. Aðrir stórir eig­endur Sím­ans eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, þeirra stærstur er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna 13,23 pró­sent hlut.

Menn sem störf­uðu hjá Morgan Stanley og Gold­man SachsFjár­festa­hóp­ur­inn sam­anstendur af fjár­festum frá fimm löndum ásamt nokkrum af stjórn­endum Síma­sam­stæð­unn­ar. Á meðal þeirra er Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans. Aðrir úr stjórn­enda­hópnum sem kaupa eru þeir sem sitja fram­kvæmda­stjórn­ar­fundi Sím­ans (fram­kvæmda­stjórar Sím­ans eru Birna Ósk Ein­ars­dótt­ir, Magnús Ragn­ars­son, Eric Figu­eras og Óskar Hauks­son), fram­kvæmda­stjóri Mílu (Jón Rík­harð Krist­jáns­son) og fram­kvæmda­stjóri Sensa (Val­gerður Hrund Skúla­dótt­ir).

Til við­bótar eru fimm erlendir ein­stak­lingar í fjár­fest­inga­hópn­um. Þeir eru, auk Kan, þeir Joe Ravitch, Adam Samu­els­son, Troels Askerud og Kaj Juul-Ped­er­sen. Hóp­ur­inn kemur úr ýmsum áttum en Ravitch var til að mynda í stjórn­enda­hópi Gold­man Sachs í á annan ára­tug og Juul-Ped­er­sen er fyrrum fram­kvæmda­stjóri hjá Erics­son.

Þá eru þrír íslenskir einka­fjár­festir líka með í hópn­um. Á meðal þeirra er Sig­ur­björn Þor­kels­son, sem starf­aði lengi sem yfir­maður hjá Lehman Brothers, var einn eig­andi Haga og stofn­aði fyrr á þessu ári verð­bréfa­miðl­un­ina Fossa mark­aði með nokkrum fyrrum lyk­il­starfs­mönnum úr Straumi. Hinir íslensku fjár­fest­arnir eru Stefán Áka­son, fyrrum for­stöðu­maður skulda­bréfa­miðl­unar Kaup­þings, og Ómar Svav­ars­son, fyrrum for­stjóri Voda­fone á Íslandi.

Ómar Svavarsson var forstjóri Vodafone þegar það félag var skráð í Kauphöll Íslands. Nú er hann hluthafi í Símanum. Ómar Svav­ars­son var for­stjóri Voda­fone þegar það félag var skráð í Kaup­höll Íslands. Nú er hann hlut­hafi í Sím­an­um.

Mark­aðsvirði Sím­ans 26,6 millj­arðarKaup­verðið fyrir fimm pró­sent hlut­inn var 1.330 millj­ónir króna , eða um 2,5 krónur á hlut. Sím­inn birtir ekki hálfs­árs­upp­gjör sitt fyrr en 27. ágúst en félagið hagn­að­ist um 3,3 millj­arða króna á árinu 2014. Hagn­aður þess fyrir fjár­magns­kostn­að, afskriftir og skatta var 8,3 millj­arðar króna, velta þess um 30 millj­arðar króna og eigið fé félags­ins 29,9 millj­arðar króna.

Miðað við kaup­verðið sem stjórn­endur Sím­ans og alþjóð­legir við­skipta­fé­lagar þeirra greiddu fyrir fimm pró­sent hlut í félag­inu þá er mark­aðsvirði Sím­ans 26,6 millj­arðar króna, eða nokkru lægra en eigið fé hans um síð­ustu ára­mót.

Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans.

Orri Hauks­son er sá stjórn­andi Sím­ans sem keypti stærstan hlut þeirra sem festu sér fimm pró­sent í Sím­anum í dag. Hann fer nú með 0,4 pró­sent hlut og miðað við upp­gefið kaup­verð hefur hann greitt um 106 millj­ónir króna fyrir þann hlut. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sím­anum er algeng­asta upp­hæð sem keypt var fyrir á meðal ann­arra stjórn­enda átta til tíu millj­ónir króna.

Í dag var einnig til­kynnt um að stjórn Sím­ans leggi til að fast­ráðnir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins fái allir tæki­færi til að eign­ast hlutafé í félag­inu þegar það verður skráð á markað í haust. Starfs­menn munu geta á fimm árum tryggt sér hluta­bréf fyrir allt að sex hund­ruð þús­und krónur árlega. Sama verð mun standa starfs­mönn­unum til boða í val­rétt­ar­á­ætl­un­inni og fjár­fest­arnir sem keyptu í dag fengu bréf sín á, eða 2,5 krónur á hlut.

Skráð á markað í haustOrri til­kynnti það á Kaup­hall­ar­dögum Arion banka 8. apríl síð­ast­lið­inn að Sím­inn yrði skráður á hluta­bréfa­markað í haust. Arion banki og Arct­ica Fin­ance hafa unnið að und­ir­bún­ingi hluta­fjár­út­boðs vegna skrán­ing­ar­inn­ar. Ljóst hefur verið um nokk­urt skeið að Arion banki ætl­aði að selja hluta af eign sinni í Sím­anum í aðdrag­anda skrán­ing­ar­innar en ekki hefur legið fyrir hversu stór sá hluti yrði.

Rúm­lega viku síðar var til­kynnt um sam­ein­ingu Sím­ans og Skjás­ins, sem rekur meðal ann­ars Skjá­einn, Skjá­bíó, Skjákrakka, Skjá­heim, Skjá­sport og útvarps­stöð­ina K100,5, í morg­un. Í raun hefði þetta skref verið stigið fyrir mörgum árum síðan ef eft­ir­lits­yf­ir­völd hefðu heim­ilað það, enda Skjár­inn verið syst­ur­fé­lag Sím­ans í ára­tug.

Þess í stað hafði Skjár­inn verið að kaupa þjón­ustu af Sím­anum árum saman sem gerði það að verkum að skuld upp á meira en millj­arð króna hafði mynd­ast á efna­hags­reikn­ingi Skjás­ins. Þeirri skuld var að mestu breytt í hlutafé í lok árs 2013. Sím­inn hefur á móti, vegna skil­yrða sem sett voru af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu árið 2005, ekki mátt nýta efni Skjás­ins við sölu á vörum sínum innan fjar­skipta­hluta félags­ins.

Þetta breytt­ist allt með því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið lyfti hömlum á sam­starfi milli félag­anna í vor.

Nú er þetta allt breytt. Og ljóst að íslenskir neyt­endur munu finna vel fyrir þeirri eðl­is­breyt­ingu sem er að eiga sér stað á fjöl­miðla- og fjar­skipta­mark­aði á næstu miss­er­um.

Mikið tap eftir hrunSkipti, móð­ur­fé­lag Sím­ans, var sam­einað dótt­ur­fé­lag­inu Sím­anum á síð­asta ári og er sam­stæðan nú öll rekin undir nafni Sím­ans. Mik­ill við­snún­ingur hefur orðið á rekstri hennar á und­an­förnum árum. Á tíma­bil­inu 2008 og til loka árs 2013 tap­aði félagið sam­tals 50 millj­örðum króna. Í fyrra hagn­að­ist félagið hins vegar í fyrsta sinn frá hruni, um 3,3 millj­arða króna.

Hið mikla tap sem var á rekstri Skipta á árunum eftir hrun var að stóru leyti til­komin vegna þess að við­skipta­vild félags­ins var skrúfuð niður um 33 millj­arða króna frá árs­lokum 2008. Á árinu 2013, sama ári og fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu Skipta lauk, bók­færði félagið til að mynda 17 millj­arða króna tap þrátt fyrir að hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta hefði verið 8,3 millj­arðar króna.

Sím­inn hefur áður verið á mark­aðiÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Sím­ann fer á mark­að. Þegar Exista, og við­skipta­legir með­reið­ar­sveinar þess áður stór­tæka fjár­fest­ing­ar­fé­lags, keyptu Sím­ann af íslenska rík­inu undir hatti félags sem fékk nafnið Skipti á upp­hæð sem í dag myndi vera um 140 millj­arðar króna, árið 2005 fylgdu því ákveðin skil­yrði. Eitt slíkt var ákvæði í kaup­samn­ingi um að almenn­ingi og öðrum fjár­festum yrði boðið að kaupa 30 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu á mark­að.

Þegar kom að skrán­ing­unni í mars 2008 voru óveð­urs­skýin farin að hrann­ast upp yfir íslensku við­skipta­lífi og hluta­bréfa­verð hafði hríð­fallið mán­uð­ina á und­an. Skipti voru skráð á markað en fljót­lega eftir að fyrstu við­skipti voru hringd inn á skrán­ing­ar­deg­inum gerði Exista yfir­tökutil­boð í félag­ið. Skipti voru síðan afskráð nokkrum mán­uðum síð­ar.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None