Þeir komu, sáu og sigruðu...en voru farnir átta mánuðum seinna

h_51805363-1.jpg
Auglýsing

Þegar vinstri­flokk­ur­inn Syr­iza í Grikk­landi vann mik­inn kosn­inga­sig­ur, 25. jan­úar á þessu ári, hét hann því að binda enda á „nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Grikk­lands“. Hann vildi kom­ast út úr efna­hags­á­ætl­un­inni sem sam­þykkt var 2012, eftir við­ræður við kröfu­hafa lands­ins, þar á meðal Evr­ópu­sam­band­ið, Seðla­banka Evr­ópu, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og alþjóð­lega banka.

Kosn­inga­sig­ur­inn var sögu­legur og með ólík­ind­um. Flokk­ur­inn fékk 149 þing­sæti af 300, næstum hreinan meiri­hluta, og var með alla þræði í hendi sér. Alexis Tsipras, sem fór fyrir flokknum sem for­mað­ur, varð for­sæt­is­ráð­herra, og hans nán­asti sam­starfs­mað­ur­, Yanis Varoufa­kis, varð fjár­mála­ráð­herra. Ljóst var að þessir tveir menn voru með mikið sjálfs­traust eftir kosn­ing­arnar og skýrt umboð frá kjós­endum um að hverfa frá áætlun um mik­inn nið­ur­skurð hjá hinu opin­bera. Sama dag og Varoufa­kis tók við emb­ætti var hægt að fara á vef Amazon og ná í bók eftir  hann þar sem hann fyrir lið fyri lið í gegnum það, hvernig hann teldi að væri best að end­ur­skipu­leggja efna­hag Grikk­lands og end­ur­semja við kröfu­hafa. Bókin nefn­ist Europe after the Minotaur: Greece and the Fut­ure of the Global Economy.

Óhætt er að segja að þjóð­leið­togar heims­ins væru hræddir við fram­hald­ið, og lét David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, meðal ann­ars hafa eftir sér á Twitt­er, að þessi kosn­inga­úr­slit myndu auka á óör­yggi í heim­in­um.

Auglýsing


Þrauta­ganga hófst - Beint lýð­ræði ræður ferð­inni

Nú, tæpum átta mán­uðum eftir hinn sögu­lega sigur Tsipras, Varoufa­kis og félaga í Syr­iza, eru þeir báðir horfnir á braut og veru­lega umdeil­an­legt þyk­ir, hvort þeir hafi náð miklum árangri við að end­ur­semja um skuldum vaf­inn þjóð­ar­hag Grikk­lands. Tsipras sagði af sér í gær sem for­sæt­is­ráð­herra og boð­aði um leið til kosn­inga í land­inu 20. sept­em­ber. Vax­andi þrýst­ingur var á hann innan úr Syr­iza flokkn­um, þar sem mikil óánægja var með það sam­komu­lag sem að lokum var gert við kröfu­hafa. Varoufa­kis var þá þegar búinn að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra, enda var hann ævur yfir sam­komu­lag­inu og afar ósáttur við að Grikkir hafi verið „þving­aðir til þess að taka á sig skuldir sem þeir ráða ekki við“ eins og hann komst sjálfur að orði. Sam­komu­lagið við kröfu­hafa, sem sam­þykkt hefur verið í gríska þing­inu og þegar er byrjað að vinna eft­ir, gerir ráð fyrir 86 millj­arða evra lán­veit­ing­um, sem er risa­vaxin fjár­hæð fyrir ríf­lega ell­efu millj­óna þjóð. Skuldir hins opin­bera eru svim­andi háar sömu­leiðis og nema um 175 pró­sentum af árlegri lands­fram­leiðslu. Um tutt­ugu millj­arðar evra a þess­ari heild­ar­á­ætlun fara í end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerfi lands­ins, sem er að hruni kom­ið, en stór hluti afgangs­ins fer í að end­ur­fjár­magna skuldir og styrkja rekstur hins opin­bera. Eftir að mik­ill meiri­hluti grísku þjóð­ar­innar hafn­aði sam­komu­lagi við kröfu­hafa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, 6. júlí, hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Á aðeins rúm­lega sex vikum hefur Syr­iza flokk­ur­inn misst vopnin og glímir við miklar inn­an­flokks­deil­ur, sem ekki sér fyrir end­ann á. Kosn­ing­arnar 20. sept­em­ber marka því enn á ný tíma­mót í grískt þjóð­líf, og nýtt upp­haf í stjórn­mála­líf­inu á sama tíma.

Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands. Hann fagnaði dátt eftir sigurinn í kosningunum í janúar, en kvaddi með dramatískum hætti í gær. Mynd: EPA. Alexis Tsipras, nýr for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands. Hann fagn­aði dátt eftir sig­ur­inn í kosn­ing­unum í jan­ú­ar, en kvaddi með dramat­ískum hætti í gær. Mynd: EPA.

Efna­hags­málin á réttri leið - Verður meira afskrif­að?

Þrátt fyrir böl­móð og glund­roða í grískum stjórn­mál­um, og sögu­leg inn­grip grísku þjóð­ar­innar í lyk­ilá­kvarð­anir lands­ins í gegnum þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur, þá hefur gríska hag­kerfið komið mörgum á óvart að und­an­förnu. Hag­töl­urnar hafa ekki verið eins slæmar og margir ótt­uð­ust og svo virð­ist sem landið sé að rétta úr kútn­um, þó merkin séu veik enn sem komið er. Hag­vöxtur í Grikk­landi var 0,8 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi en að með­al­tali á Evru­svæð­inu var hann 0,2 pró­sent. Atvinnu­leysi er enn helsta áhyggju­efni Grikkja, en það er yfir 25 pró­sent. Þrýst­ing­ur­inn um að meira verði afskrifað af skuldum Grikk­lands heldur en þegar hefur verið gert, hefur ekki aðeins komið frá Syr­iza flokknum og stjórn­völdum í Grikk­landi, heldur ekki síður frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, þar sem hin franska Christine Lag­arde er hæst­ráð­andi. Hún hefur ítrekað sagt að nauð­syn­legt sé að afskrifa meira af skuldum Grikk­lands, þar sem skulda­staðan sé ekki sjálf­bær. Ekki sé hægt að ná því fram með hag­ræð­ingu sem stefnt sé að, og ekki sé víst að hækk­anir á virð­is­auka­skatti og skatti á ríkt fólk muna skila því sem að er stefnt. Rök­ræður um þetta eru enn í gangi, og ekki ólík­legt að sam­komu­lagið verði end­ur­skoðað með þessi áherslu­at­riði sem helsta leið­ar­ljós.

Árangur þrátt fyrir hörku og inn­an­flokksá­tök

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá hefur Grikk­land þrátt fyrir allt náð árangri þegar kemur að því að láta hjól efna­hags­lífs­ins snú­ast hrað­ar. Skulda­staða lands­ins var yfir­þyrm­andi eftir hrunið á fjár­mála­mörk­uðum á árunum 2007 til 2009, og fátt annað en greiðslu­þrot virt­ist blasa við rík­is­sjóði og helstu fyr­ir­tækjum lands­ins einnig. En þó staðan sé afar erf­ið, og ennþá um margt tví­sýn, þá er ekki hægt að segja annað en að árangur hafi náðst þrátt fyrir harðar alþjóð­legar deilur og inn­an­flokksá­tök. Því ástandi hefur oft verið líkt við það sem gengið hefur á hér á landi, með réttu eða röngu. Tsipras var dramat­ískur þegar hann til­kynnti um afsögn sína og kosn­ing­arnar 20. sept­em­ber, í ávarpi í gær, eftir spennu­þrungna og sögu­lega átta mán­uði sem þjóð­ar­leið­togi Grikk­lands. „Á þessum erf­iðu tímum þurfum við að halda í það sem mestu skipt­ir: þjóð­ina og lýð­ræð­ið. Þakka ykkur fyrir.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None