Þeir komu, sáu og sigruðu...en voru farnir átta mánuðum seinna

h_51805363-1.jpg
Auglýsing

Þegar vinstri­flokk­ur­inn Syr­iza í Grikk­landi vann mik­inn kosn­inga­sig­ur, 25. jan­úar á þessu ári, hét hann því að binda enda á „nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Grikk­lands“. Hann vildi kom­ast út úr efna­hags­á­ætl­un­inni sem sam­þykkt var 2012, eftir við­ræður við kröfu­hafa lands­ins, þar á meðal Evr­ópu­sam­band­ið, Seðla­banka Evr­ópu, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og alþjóð­lega banka.

Kosn­inga­sig­ur­inn var sögu­legur og með ólík­ind­um. Flokk­ur­inn fékk 149 þing­sæti af 300, næstum hreinan meiri­hluta, og var með alla þræði í hendi sér. Alexis Tsipras, sem fór fyrir flokknum sem for­mað­ur, varð for­sæt­is­ráð­herra, og hans nán­asti sam­starfs­mað­ur­, Yanis Varoufa­kis, varð fjár­mála­ráð­herra. Ljóst var að þessir tveir menn voru með mikið sjálfs­traust eftir kosn­ing­arnar og skýrt umboð frá kjós­endum um að hverfa frá áætlun um mik­inn nið­ur­skurð hjá hinu opin­bera. Sama dag og Varoufa­kis tók við emb­ætti var hægt að fara á vef Amazon og ná í bók eftir  hann þar sem hann fyrir lið fyri lið í gegnum það, hvernig hann teldi að væri best að end­ur­skipu­leggja efna­hag Grikk­lands og end­ur­semja við kröfu­hafa. Bókin nefn­ist Europe after the Minotaur: Greece and the Fut­ure of the Global Economy.

Óhætt er að segja að þjóð­leið­togar heims­ins væru hræddir við fram­hald­ið, og lét David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, meðal ann­ars hafa eftir sér á Twitt­er, að þessi kosn­inga­úr­slit myndu auka á óör­yggi í heim­in­um.

Auglýsing


Þrauta­ganga hófst - Beint lýð­ræði ræður ferð­inni

Nú, tæpum átta mán­uðum eftir hinn sögu­lega sigur Tsipras, Varoufa­kis og félaga í Syr­iza, eru þeir báðir horfnir á braut og veru­lega umdeil­an­legt þyk­ir, hvort þeir hafi náð miklum árangri við að end­ur­semja um skuldum vaf­inn þjóð­ar­hag Grikk­lands. Tsipras sagði af sér í gær sem for­sæt­is­ráð­herra og boð­aði um leið til kosn­inga í land­inu 20. sept­em­ber. Vax­andi þrýst­ingur var á hann innan úr Syr­iza flokkn­um, þar sem mikil óánægja var með það sam­komu­lag sem að lokum var gert við kröfu­hafa. Varoufa­kis var þá þegar búinn að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra, enda var hann ævur yfir sam­komu­lag­inu og afar ósáttur við að Grikkir hafi verið „þving­aðir til þess að taka á sig skuldir sem þeir ráða ekki við“ eins og hann komst sjálfur að orði. Sam­komu­lagið við kröfu­hafa, sem sam­þykkt hefur verið í gríska þing­inu og þegar er byrjað að vinna eft­ir, gerir ráð fyrir 86 millj­arða evra lán­veit­ing­um, sem er risa­vaxin fjár­hæð fyrir ríf­lega ell­efu millj­óna þjóð. Skuldir hins opin­bera eru svim­andi háar sömu­leiðis og nema um 175 pró­sentum af árlegri lands­fram­leiðslu. Um tutt­ugu millj­arðar evra a þess­ari heild­ar­á­ætlun fara í end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerfi lands­ins, sem er að hruni kom­ið, en stór hluti afgangs­ins fer í að end­ur­fjár­magna skuldir og styrkja rekstur hins opin­bera. Eftir að mik­ill meiri­hluti grísku þjóð­ar­innar hafn­aði sam­komu­lagi við kröfu­hafa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, 6. júlí, hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Á aðeins rúm­lega sex vikum hefur Syr­iza flokk­ur­inn misst vopnin og glímir við miklar inn­an­flokks­deil­ur, sem ekki sér fyrir end­ann á. Kosn­ing­arnar 20. sept­em­ber marka því enn á ný tíma­mót í grískt þjóð­líf, og nýtt upp­haf í stjórn­mála­líf­inu á sama tíma.

Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands. Hann fagnaði dátt eftir sigurinn í kosningunum í janúar, en kvaddi með dramatískum hætti í gær. Mynd: EPA. Alexis Tsipras, nýr for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands. Hann fagn­aði dátt eftir sig­ur­inn í kosn­ing­unum í jan­ú­ar, en kvaddi með dramat­ískum hætti í gær. Mynd: EPA.

Efna­hags­málin á réttri leið - Verður meira afskrif­að?

Þrátt fyrir böl­móð og glund­roða í grískum stjórn­mál­um, og sögu­leg inn­grip grísku þjóð­ar­innar í lyk­ilá­kvarð­anir lands­ins í gegnum þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur, þá hefur gríska hag­kerfið komið mörgum á óvart að und­an­förnu. Hag­töl­urnar hafa ekki verið eins slæmar og margir ótt­uð­ust og svo virð­ist sem landið sé að rétta úr kútn­um, þó merkin séu veik enn sem komið er. Hag­vöxtur í Grikk­landi var 0,8 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi en að með­al­tali á Evru­svæð­inu var hann 0,2 pró­sent. Atvinnu­leysi er enn helsta áhyggju­efni Grikkja, en það er yfir 25 pró­sent. Þrýst­ing­ur­inn um að meira verði afskrifað af skuldum Grikk­lands heldur en þegar hefur verið gert, hefur ekki aðeins komið frá Syr­iza flokknum og stjórn­völdum í Grikk­landi, heldur ekki síður frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, þar sem hin franska Christine Lag­arde er hæst­ráð­andi. Hún hefur ítrekað sagt að nauð­syn­legt sé að afskrifa meira af skuldum Grikk­lands, þar sem skulda­staðan sé ekki sjálf­bær. Ekki sé hægt að ná því fram með hag­ræð­ingu sem stefnt sé að, og ekki sé víst að hækk­anir á virð­is­auka­skatti og skatti á ríkt fólk muna skila því sem að er stefnt. Rök­ræður um þetta eru enn í gangi, og ekki ólík­legt að sam­komu­lagið verði end­ur­skoðað með þessi áherslu­at­riði sem helsta leið­ar­ljós.

Árangur þrátt fyrir hörku og inn­an­flokksá­tök

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá hefur Grikk­land þrátt fyrir allt náð árangri þegar kemur að því að láta hjól efna­hags­lífs­ins snú­ast hrað­ar. Skulda­staða lands­ins var yfir­þyrm­andi eftir hrunið á fjár­mála­mörk­uðum á árunum 2007 til 2009, og fátt annað en greiðslu­þrot virt­ist blasa við rík­is­sjóði og helstu fyr­ir­tækjum lands­ins einnig. En þó staðan sé afar erf­ið, og ennþá um margt tví­sýn, þá er ekki hægt að segja annað en að árangur hafi náðst þrátt fyrir harðar alþjóð­legar deilur og inn­an­flokksá­tök. Því ástandi hefur oft verið líkt við það sem gengið hefur á hér á landi, með réttu eða röngu. Tsipras var dramat­ískur þegar hann til­kynnti um afsögn sína og kosn­ing­arnar 20. sept­em­ber, í ávarpi í gær, eftir spennu­þrungna og sögu­lega átta mán­uði sem þjóð­ar­leið­togi Grikk­lands. „Á þessum erf­iðu tímum þurfum við að halda í það sem mestu skipt­ir: þjóð­ina og lýð­ræð­ið. Þakka ykkur fyrir.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None