Er Kaupþing sloppið undan Tchenguiz-bræðrunum?

robert.jpg
Auglýsing

Í vik­unni barst slita­stjórn Kaup­þings ný stefna. Hún var frá Robert Tchenguiz, sem var stærsti ein­staki skuld­ari íslenska banka­kerf­is­ins þegar það hrundi haustið 2008. Tchenguiz vill fá skaða­bætur frá Kaup­þingi, og einum slita­stjórn­ar­manni, vegna þess að breska efna­hags­brota­deildin Special Fraud Office (SFO), rann­sak­aði hann. Tchenguiz telur að Kaup­þing hafi haft frum­kvæði að og tekið þátt í umræddri rann­sókn, sem síðar var fallið frá, og að hann hafi orðið fyrir gríð­ar­legu fjár­hagstjóni vegna henn­ar.

Þetta hljómar allt kunn­ug­lega, enda Robert ekki fyrsti Tchengu­iz-bróð­ir­inn sem fer fram með svona mál gegn Kaup­þingi. Vincent Tchenguiz höfð­aði mál gegn slita­búi Kaup­þings, og slita­stjórn­ar­mann­inum Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, og fleirum í nóv­em­ber í fyrra og krafð­ist 2,2 millj­arða punda í bæt­ur, um 460 millj­arða króna.

Mjög skiptar skoð­anir eru um hversu lík­legt sé að þessar máls­höfð­anir skili ein­hverju. Ráð­gjafar Tchengu­iz-bræðranna, sem Kjarn­inn hefur rætt við, eru sann­færðir um að málin fái efn­is­lega með­ferð og muni skila skaða­bóta­greiðslu. Innan slita­bús Kaup­þings, og reyndar víð­ar, er uppi sú til­gáta að aðfarir bræðr­anna séu fyrst og síð­ast til þess gerðar að eyði­leggja fyrir gerð nauða­samn­ingi bús­ins og slitum þess.

Auglýsing

Og það virt­ist vera að raun­veru­leg hætta væri á því að það væri að takast. Máli Vincent Tchenguiz gegn Kaup­þingi var vísað frá í júní á grund­velli þess að enskir dóm­stólar hefðu ekki lög­sögu yfir slita­búi Kaup­þings, enda geri íslensk gjald­þrota­lög ráð fyrir því að íslenskir dóm­stólar hafi einir lög­sögu yfir þeim.

Í lok júlí sótti Vincent Tchenguiz hins vegar um heim­ild til að áfrýja þess­ari nið­ur­stöðu. Ef dóm­ari myndi sam­þykkja að leyfa honum að áfrýja gæti það hafa sett nauða­samn­ing Kaup­þings, sem þarf að klár­ast fyrir ára­mót svo ekki legg­ist 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á búið, í algjört upp­nám.

Þ.e. ef Vincent Tchenguiz hefði munað eftir að lýsa kröf­unni í búið.

Vincent Tchenguiz  vill fá 460 milljarða króna í bætur. Vincent Tchenguiz vill fá 460 millj­arða króna í bæt­ur.

Kröfu­hafar vilja forð­ast stöð­ug­leika­skattBók­fært virði eigna Kaup­þings í lok árs 2014 var 799,9 millj­arðar króna. Því er ljóst að ef krafa Vincent Tchenguiz yrði sam­þykkt, og henni rétt lýst í búið, að þorri eigna þess myndi renna til hans. Ef bróðir hans Robert, sem skuld­aði íslensku banka­kerfi 2,1 millj­arð evra, um 309 millj­arðar króna á núvirði, myndi vinna sitt mál færi lík­ast til stór hluti af því sem eftir stæði til hans.

Í byrjun júní síð­ast­liðnum lögðu íslensk stjórn­völd fram áætlun sína um losun hafta. Sam­dæg­urs var upp­lýst að stærstu kröfu­hafar Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans hefðu sam­þykkt að mæta svoköll­uðum stöð­ug­leika­skil­yrðum til að kom­ast hjá því að 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur myndi leggj­ast á eignir þeirra. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans, sem sér­fræð­ingar hafa farið yfir, fela þeir samn­ingar í sér að Kaup­þing greiði íslenska rík­inu ríf­lega 100 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag, miðað við að sölu­and­virði Arion banka sé 80 pró­sent af bók­færðu virði eigin fjár hans í dag.

Ef 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á þær allar þá myndi hann skila íslenska rík­inu yfir 300 millj­örðum króna.

Hefðu ekki getað klárað nauða­samn­ingÞað er því kapps­mál fyrir kröfu­hafa Kaup­þings að stöð­ug­leika­skatt­ur­inn legg­ist ekki á. Eitt af þeim skil­yrðum sem þeir þurfa að mæta er að klára nauða­samn­ing fyrir ára­mót. Miðað við stærð kröfu Vincent Tchengu­iz, sem yrði svokölluð búskrafa og myndi þar með njóta for­gangs yfir aðrar kröf­ur, var ljóst að hún gæti sett gerð nauða­samn­ing í algjört upp­nám. Það væri ekki hægt að borga út eignir Kaup­þings ef mögu­leiki væri á að tæp­lega 60 pró­sent þeirra yrðu að end­ur­greið­ast Vincent Tchenguiz ef hann ynni mál­ið. Búist er við að mála­rekst­ur­inn gæti tekið allt að tvö ár.

Sam­hliða fram­lagn­ingu áætl­unar um losun hafta þurftu íslensk stjórn­völd að ráð­ast í ýmis konar laga­breyt­ing­ar. Ein slík var á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki og var hún sam­þykkt á Alþingi 3. júní síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt þeirri breyt­ingu varð kröfu­hafi að lýsa síð­bú­inni kröfu í búið í síð­asta lagi 15. ágúst 2015. Að öðru leyti er ekki hægt að taka hana til greina við slit bús­ins.

Innan slita­bús Kaup­þings var fast­lega búist við því að Vincent Tchenguiz myndi lýsa síð­bú­inni kröfu fyrir þann tíma. Raunar var gengið út frá því. Það kom því mjög á óvart þegar það gerð­ist ekki.

Vegna þessa þá lítur slita­stjórn Kaup­þings svo á að hún þurfi ekki að halda aftur eignum til að mæta mögu­lega greiðslu á slíkri kröfu og því sé hægt að ljúka nauða­samn­ingi án þess að taka til­lit til Tchengu­iz-bræðranna, en stefna Roberts Tchenguiz barst eftir að frest­ur­inn var útrunn­inn og því var kröfu hans heldur ekki lýst í búið.

Sam­skiptum við Tchengu­iz-bræður ekki lokiðSam­skiptum Kaup­þings og bræðr­anna er þó fjarri því lok­ið. Mál Vincent Tchenguiz gegn Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, Grant Thornton í Bret­landi og tveimur starfs­mönnum þess er enn lif­andi. Enskur und­ir­dóm­stóll hafn­aði mála­til­bún­aði Jóhann­esar Rún­ars í lok júní um að þar­lendir dóm­stólar hefðu ekki lög­sögu í mál­inu gegn hon­um. Jóhannes Rúnar vildi að málið yrði tekið fyrir á Íslandi þar sem ein­ungis íslenskir dóm­stólar hefðu lög­sögu yfir upp­gjöri slita­bús Kaup­þings, en af því verður ekki.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson situr í slitastjórn Kaupþings. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son situr í slita­stjórn Kaup­þings.

Þá hefur Robert Tchengu­iz, líkt og áður sagði, stefnt bæði Kaup­þingi og Jóhann­esi Rún­ari vegna sam­bæri­legra atvika og bróðir hans. Bræð­urnir vilja báðir meina að þessir aðilar hafi lagt á ráðin um, haft frum­kvæði að og tekið þátt í, rann­sókn SFO, á þeim og fyr­ir­tækjum í þeirra eigu. Þetta hafi leitt til þess að bræð­urnir voru hand­teknir í mars 2011 og leitað var á skrif­stofu þeirra og í fyr­ir­tækjum í þeirra eigu.

Til­gang­ur­inn,­sam­kvæmt stefnu Vincent Tchengu­iz, var sá að nota rann­sókn SFO á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sinna félaga gagn­vart Kaup­þingi, afla gagna frá SFO, sem emb­ættið gerði upp­tækt í hús­leit hjá Vincent, sem Kaup­þing hefði ella ekki ­getað aflað og síðan mis­nota þau gögn í sam­skiptum sínum við Vincent Tchengu­iz. Hann telur að með þessu hafi Kaup­þing viljað kom­ast yfir eignir hans og fyr­ir­tæki sem honum tengd­ust. Þetta átti að skila Kaup­þingi auknum eignum og Grant Thornton í Bret­landi auknum greiðsl­um, þar sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu sjá um skipti á þeim eignum sem teknar yrðu yfir.

Líkt og áður sagði er mála­til­bún­aður Robert Tchengu­iz, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, sam­bæri­leg­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None