Nýsköpun í Afríku - Símarisar keppa um vaxandi markað

phone.jpg
Auglýsing

Afr­íka er að rísa, er frasi sem hefur verið sagður oft á und­an­förnum árum. Það sem helst er horft til þegar þetta er sagt, eru hag­tölur sem sýna hag­vöxt og grósku á svæðum þar sem áður var mikil fátækt, óróri og veikir inn­við­ir. En það eru aðrar breyt­ingar sem Afr­íka er að ganga í gegnum um þessar mundir sem gætu ýtt enn frekar undir vöxt og sterk­ari inn­viði. Það er útbreiðsla á betri netteng­ingum og snjall­símum og öllu því hag­ræði og tæki­færum sem þeim fylgja.

Ekki aðeins í raun­hag­kerf­inu



Stærstu hag­kerfi Afr­íku, Níger­ía, Suð­ur­-Afr­íka, Egypta­land, Alsír og Angóla, eiga mikið undir hrá­vöru­vinnslu og hafa hag­kerfin byggst upp í kringum þau  út­flutn­ings­við­skipti, ekki síst á und­an­förnum árum. Nígería er stór­veldið í Afr­íku, þar sem olíu­við­skipti eru hryggjar­stykk­ið. En mikil hrá­vöru sala frá hinum fyrr­nefndu lönd­un­um, ekki síst á mat, ávöxtum og kaffi, hefur vaxið nokkuð hratt á und­an­förnum árum.

Fjöl­menn­asta ríkið álf­unn­ar, Níger­íu, er með íbúa­fjölda upp á 177 millj­ón­ir, sem er meira en sem nemur öllum íbúa­fjölda Suð­ur­-­Evr­ópu, það er Spán­ar, Ítal­íu, Portú­gal og Grikk­lands. Hag­vöxtur er mik­ill víða í álf­unni, einkum í þró­uð­ustu ríkj­um, eins og Nígeríu og Suð­ur­-Afr­íku. Í Níger­íu, stærsta hag­kerfi Afr­íku, var hag­vöxtur 6,2 pró­sent í fyrra, en 4,1 pró­sent í Suð­ur­-Afr­íku.

Heild­ar­stærð þess­ara fimm stærstu hag­kerfa Afr­íku er um 1.500 millj­arðar Banda­ríkja­dala, og þar af er Nígería með 568 millj­arða, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Alþjóða­bank­ans, og Angóla 131 millj­arð.

Auglýsing

Nú eru blikur á lofti eftir hraða upp­gangs­tíma, þar sem olíu­verð hefur lækkað hratt á innan við ári. Farið úr 110 Banda­ríkja­dölum niður í um 50 Banda­ríkja­dali. Aðrar hrá­vörur hafa einnig lækkað nokkuð sem eru Afr­íku­löndum mik­il­væg­ar, en verð­sveiflur eru þó lífs­ins gangur með þær vörur eins og aðr­ar. Skjálft­inn í Kína, þar sem minnk­andi eft­ir­spurn hefur gert vart við sig á ýmsum hrá­vöru­mörk­uð­um, gæti reynst þessum löndum þung­ur, ef marka má skrif sér­fræð­inga und­an­farin miss­eri. Afr­íku­ríkin eru það háð eft­ir­spurn frá Kína hvað ýmsar vörur varðar að kreppa gæti skap­ast á sköpum tíma ef það hallar meira undan fæti.

Einmitt í þessu ljósi skiptir sköpum fyrir Afr­íku að efla nýsköp­un, og það hefur gengið vel und­an­farin miss­eri.

Frum­kvöðla­setur og vax­andi snjall­síma­mark­aður



Frum­kvöðla­setur (Startup Hub) hafa sprottið upp víð í Afr­íku, eins og Kjarn­inn fjall­aði um í mars síð­ast­liðnum eftir að The Economist gerði jákvæða þróun í álf­unni að umtals­efni.



Eitt af því sem talið er að geti flýtt mikið fyrir fram­förum er hrað­ari útbreiðsla á snjall­sím­um. Afr­íka, sé litið á heild­ar­stöð­una í álf­unni sem er með 1,1 millj­arð íbúa, hefur setið eftir í þess­ari tækni­bylt­ingu og horfa stærstu síma­fram­leið­endur heims­ins nú til álf­unn­ar. ­Gert er ráð fyrir að 120 millj­ónir snjall­síma verði seldir í Afr­íku fyrir árið 2020, eða næstu fimm árum en um tutt­ugu pró­sent af þeim símum sem nú selj­ast í álf­unni kosta undir 100 Banda­ríkja­dölum eða sem nemur 13 þús­und krón­um. Goog­le hefur byrjað með sér­staka vöru­línu fyrir Afr­íku­markað sem heitir Infinix Hot 2, og á að falla vel að þörfum fólks víða í álf­unni, og byggir á Android One sím­an­um. Google ætlar sér stóra hluti og vill leiða nauð­syn­lega og fyr­ir­sjá­an­lega breyt­ingu í Afr­íku með því að bjóða góðan og ódýran síma. En það verður ekki auð­velt því mesta mark­aðs­hlut­deildin í Afr­íku er nú á gráum mark­aði með kín­verska síma, að mestu leyti eft­ir­lík­ing­ar. Þeir eru ekki eins og góðir og sím­arnir frá Google eða App­le, en þeir kosta lítið sem ekk­ert og með þeim er hægt að gera næstum allt þar sem hinn venju­legi neyt­andi ger­ir. Nathan Eag­le, sér­fræð­ingur hjá tækni­fyr­ir­tæk­inu Jana í Boston, segir í við­tali við Quartz  að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu stór grái mark­að­ur­inn með snjall­síma í Afr­íku sé. Það verði mikil ögrun að yfir­stíga þá hindr­un, en með meiri útbreiðslu og þekk­ingu, til  við­bótar við sam­keppn­is­hæft verð, þá geti árangur náðst til­tölu­lega hratt.
Good night ✨ @ju­liemasr #eg­ypt­byme A photo posted by EGYPT (@eg­ypt) on

Ásýnd sem kann að breyt­ast



Ímynd Afr­íku verður lík­lega seint komin á þann stað í hugum fólks, eftir þá mikla erf­ið­leika sem álfan hefur gengið í gegnum und­an­farna ára­tugi, að þar séu mikil og spenn­andi tæki­færi. Fjár­festar hafa margir hverjir kveikt á þessu, og aukn­ing í erlendri fjár­fest­ingu víðs­vegar í álf­unni er til marks um það. En hjá almenn­ingi mun þessi sýn úr Afr­íku, það er ásýnd áræðni og fram­þró­un­ar, lík­lega helst koma fram eftir því sem tækni, sem þykkir sjálf­sögð í þró­uðum ríkj­um, breið­ist út.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None