GrabTaxi að verða risi í Asíu - Gjörbreyttur leigubílamarkaður

grabtaxi.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­tækið GrabTaxi er svipað og Uber, fólk pantar sér leigu­bíl í gegnum app. Það er á nokkrum mán­uðum orðið eitt vin­sælasta leigu­bíla­fyr­ir­tæki Suð­aust­ur-Asíu og vext hratt víðar í Asíu. Í gær lauk það fjár­mögnun upp á 350 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 50 millj­örðum króna, en í heild  hefur það aflað 650 millj­óna Banda­ríkja­dala, nálægt 90 millj­örðum króna. Í dag eru 75 þús­und bílar á vegum fyr­ir­tæk­is­ins í sex löndum Asíu, en mest vax­andi mark­að­irnir eru Indónesía og Ind­land.Ekki er hægt að segja annað en að þetta ­séu risa­vaxnir leigu­bíla­mark­aðir enda íbúar Suð­aust­ur-Asíu um 700 millj­ón­ir. Asía í heild er svo með 4,4 millj­arða íbúa, eða um 62 pró­sent af öllu fólki á jörð­inni. Sama hvernig á mynd­ina er horft, þá er mark­að­ur­inn ógn­ar­stór og veltan í leigu­bíla­við­skiptum mikil á degi hverj­um.

Auglýsing

Á meðal þeirra fjár­festa sem lögðu fyr­ir­tæk­inu til fé í hinni nýaf­stöðnu fjár­mögnun er kín­verska fyr­ir­tækið Didi Kuai­di. Það varð til við sam­ein­ingu tveggja kín­verskra app-­leigu­bíla­fyr­ir­tækja og hefur þegar lokið fjár­mögnun upp á tvo millj­arða Banda­ríkjdala, eða sem nemur tæp­lega 270 millj­örðum króna. „Það eru engin áform um það í augna­blik­in­u,“ segir Cheryl Goh, vara­for­seti  GrabTaxi, aðspurð um hvort félagið sé að sam­ein­ast kín­verska ris­an­um, en tækni­vef­ur­inn Tech Crunch beindi þessum spurn­ingum til henn­ar.

Tækni­breyt­ing á stöðn­uðum mark­aðiMeð til­komu snjall­síma og app-­leigu­bíla­fyr­ir­tækja, sem Uber er þekkt­ast fyr­ir, hefur gríð­ar­lega mikil innri breyt­ing orðið á leigu­bíla­mark­aði í heim­in­um. Til­tölu­lega stöðn­uðu fyr­ir­komu­lagi leigu­bíla var svo gott sem snúið á hvolf, með til­komu nýrrar og aðgengi­legrar tækni, og hefur almenn­ingur vítt og breitt um heim­inn tekið þessar breyt­ingu opnum örm­um. Fólk getur ein­fald­lega hjálpað öðru fólki að kom­ast leiðar sinnar og fengið greitt fyr­ir, án þess að þurfa að standa á götu­horni við mis­jafnar aðstæð­ur. Og í ljósi þess hversu útbreiðslan hefur verið hröð, einkum hjá Uber, er þjón­ustu­stigið hátt og bið­tími lít­ill. Snjól­bolti er kom­inn af stað sem ekki verður stöðv­að­ur.

Ekki fyr­ir­séðar breyt­ingarEins og margt annað sem teng­ist hraðri inn­komu snjall­síma inn í líf fólks­ins þá sáu ekki margir fyrir að leigu­bíla­mark­aður heims­ins færi í gegnum þessa end­ur­nýjun sem nú er í gangi. Frá því árið 2012, þegar Uber hóf starf­semi, hefur virði félags­ins hækkað upp í 50 millj­arða Banda­ríkja­dala, um sjö þús­und millj­arða króna, og not­endur þjón­ust­unnar eru yfir átta millj­ónir í 290 borg­um. „Ég biðst af­­sök­un­ar á því að við séum ekki í Reykja­vík. Ég lofa því að Reykja­vík verður einn af okk­ar mörk­uð­u­m,“ sagði Ryan Gra­ves, yf­ir­­maður alþjóða­starf­­semi Uber, í við­tali við mbl.is á dög­unum. Hann er fyrsti starfs­maður Uber og sit­ur í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, en hann hélt erindi um nýsköp­un­ar­mál í Háskól­anum í Reykja­vík á dög­un­um. Vafa­lítið mun ekki líða á löngu þar til Uber verður komið með starf­sem­ina til Reykja­vík­ur, en mik­ill hraði hefur ein­kennt útbreiðsl­una eins og áður seg­ir. Það er heldur ekki úti­lokað að önnur svipuð fyr­ir­tæki munu spretta upp og bjóða þjón­ustu sem þessa.

Allra augu á Asíu - Hver vinnur kapp­hlaup­ið?En þrátt fyrir að Uber hafi náð mik­illi fót­festu, einkum í borgum Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, þá er mik­il­væg­asta mark­aðs­svæðið í Asíu. Þar er flest fólk og íbúa­þró­unin er einnig á þann veg að borg­ar­sam­fé­lög eru að stækka hratt, með til­heyr­andi vaxt­ar­á­hrifum fyrir leigu­bíla­mark­að­inn. Allt helst því í hend­ur; miklar innri breyt­ingar á mark­aðnum með nýrri tækni, gríð­ar­lega fjöl­menn sam­fé­lög og vax­andi mark­aðir að auki.

GrabTaxi var stofnað í Mala­ísu, í júní 2006, og er með starf­semi í 26 borgum Suð­aust­ur-Asíu. Þrátt fyrir að Uber sé með starf­semi í þeim öll­um, er GrabTaxi leið­andi í öllum borg­un­um. Sam­kvæmt fréttum TechCrunch er Ali­baba sagt fylgj­ast náið með þróun mála þessa daga hjá GrabTaxi og þá einkum aðkomu Didi Kuaidi að fyr­ir­tæk­inu. Kín­verski ris­inn er með 90 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í Kína, en sam­keppni er sífellt að verða meiri.

Til marks um umfang starf­sem­innar hjá GrabTaxi í Asíu þá segir Ant­hony Tan, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við Tech Crunch, að bók­anir á hverjum degi séu um 110 þús­und. En lík­legt er að þeim muni fjölga ört á næstu miss­er­um. Miklir hags­munir eru í húfi enda geta skap­ast mikil verð­mæti hjá fyr­ir­tækjum sem ná góðri fót­festu á mörk­uðum sem eru að stækka ógn­ar­hratt.

https://www.youtu­be.com/watch?v=7jSVnDEg0iY

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None