GrabTaxi að verða risi í Asíu - Gjörbreyttur leigubílamarkaður

grabtaxi.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­tækið GrabTaxi er svipað og Uber, fólk pantar sér leigu­bíl í gegnum app. Það er á nokkrum mán­uðum orðið eitt vin­sælasta leigu­bíla­fyr­ir­tæki Suð­aust­ur-Asíu og vext hratt víðar í Asíu. Í gær lauk það fjár­mögnun upp á 350 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 50 millj­örðum króna, en í heild  hefur það aflað 650 millj­óna Banda­ríkja­dala, nálægt 90 millj­örðum króna. Í dag eru 75 þús­und bílar á vegum fyr­ir­tæk­is­ins í sex löndum Asíu, en mest vax­andi mark­að­irnir eru Indónesía og Ind­land.Ekki er hægt að segja annað en að þetta ­séu risa­vaxnir leigu­bíla­mark­aðir enda íbúar Suð­aust­ur-Asíu um 700 millj­ón­ir. Asía í heild er svo með 4,4 millj­arða íbúa, eða um 62 pró­sent af öllu fólki á jörð­inni. Sama hvernig á mynd­ina er horft, þá er mark­að­ur­inn ógn­ar­stór og veltan í leigu­bíla­við­skiptum mikil á degi hverj­um.

Auglýsing

Á meðal þeirra fjár­festa sem lögðu fyr­ir­tæk­inu til fé í hinni nýaf­stöðnu fjár­mögnun er kín­verska fyr­ir­tækið Didi Kuai­di. Það varð til við sam­ein­ingu tveggja kín­verskra app-­leigu­bíla­fyr­ir­tækja og hefur þegar lokið fjár­mögnun upp á tvo millj­arða Banda­ríkjdala, eða sem nemur tæp­lega 270 millj­örðum króna. „Það eru engin áform um það í augna­blik­in­u,“ segir Cheryl Goh, vara­for­seti  GrabTaxi, aðspurð um hvort félagið sé að sam­ein­ast kín­verska ris­an­um, en tækni­vef­ur­inn Tech Crunch beindi þessum spurn­ingum til henn­ar.

Tækni­breyt­ing á stöðn­uðum mark­aðiMeð til­komu snjall­síma og app-­leigu­bíla­fyr­ir­tækja, sem Uber er þekkt­ast fyr­ir, hefur gríð­ar­lega mikil innri breyt­ing orðið á leigu­bíla­mark­aði í heim­in­um. Til­tölu­lega stöðn­uðu fyr­ir­komu­lagi leigu­bíla var svo gott sem snúið á hvolf, með til­komu nýrrar og aðgengi­legrar tækni, og hefur almenn­ingur vítt og breitt um heim­inn tekið þessar breyt­ingu opnum örm­um. Fólk getur ein­fald­lega hjálpað öðru fólki að kom­ast leiðar sinnar og fengið greitt fyr­ir, án þess að þurfa að standa á götu­horni við mis­jafnar aðstæð­ur. Og í ljósi þess hversu útbreiðslan hefur verið hröð, einkum hjá Uber, er þjón­ustu­stigið hátt og bið­tími lít­ill. Snjól­bolti er kom­inn af stað sem ekki verður stöðv­að­ur.

Ekki fyr­ir­séðar breyt­ingarEins og margt annað sem teng­ist hraðri inn­komu snjall­síma inn í líf fólks­ins þá sáu ekki margir fyrir að leigu­bíla­mark­aður heims­ins færi í gegnum þessa end­ur­nýjun sem nú er í gangi. Frá því árið 2012, þegar Uber hóf starf­semi, hefur virði félags­ins hækkað upp í 50 millj­arða Banda­ríkja­dala, um sjö þús­und millj­arða króna, og not­endur þjón­ust­unnar eru yfir átta millj­ónir í 290 borg­um. „Ég biðst af­­sök­un­ar á því að við séum ekki í Reykja­vík. Ég lofa því að Reykja­vík verður einn af okk­ar mörk­uð­u­m,“ sagði Ryan Gra­ves, yf­ir­­maður alþjóða­starf­­semi Uber, í við­tali við mbl.is á dög­unum. Hann er fyrsti starfs­maður Uber og sit­ur í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, en hann hélt erindi um nýsköp­un­ar­mál í Háskól­anum í Reykja­vík á dög­un­um. Vafa­lítið mun ekki líða á löngu þar til Uber verður komið með starf­sem­ina til Reykja­vík­ur, en mik­ill hraði hefur ein­kennt útbreiðsl­una eins og áður seg­ir. Það er heldur ekki úti­lokað að önnur svipuð fyr­ir­tæki munu spretta upp og bjóða þjón­ustu sem þessa.

Allra augu á Asíu - Hver vinnur kapp­hlaup­ið?En þrátt fyrir að Uber hafi náð mik­illi fót­festu, einkum í borgum Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, þá er mik­il­væg­asta mark­aðs­svæðið í Asíu. Þar er flest fólk og íbúa­þró­unin er einnig á þann veg að borg­ar­sam­fé­lög eru að stækka hratt, með til­heyr­andi vaxt­ar­á­hrifum fyrir leigu­bíla­mark­að­inn. Allt helst því í hend­ur; miklar innri breyt­ingar á mark­aðnum með nýrri tækni, gríð­ar­lega fjöl­menn sam­fé­lög og vax­andi mark­aðir að auki.

GrabTaxi var stofnað í Mala­ísu, í júní 2006, og er með starf­semi í 26 borgum Suð­aust­ur-Asíu. Þrátt fyrir að Uber sé með starf­semi í þeim öll­um, er GrabTaxi leið­andi í öllum borg­un­um. Sam­kvæmt fréttum TechCrunch er Ali­baba sagt fylgj­ast náið með þróun mála þessa daga hjá GrabTaxi og þá einkum aðkomu Didi Kuaidi að fyr­ir­tæk­inu. Kín­verski ris­inn er með 90 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í Kína, en sam­keppni er sífellt að verða meiri.

Til marks um umfang starf­sem­innar hjá GrabTaxi í Asíu þá segir Ant­hony Tan, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við Tech Crunch, að bók­anir á hverjum degi séu um 110 þús­und. En lík­legt er að þeim muni fjölga ört á næstu miss­er­um. Miklir hags­munir eru í húfi enda geta skap­ast mikil verð­mæti hjá fyr­ir­tækjum sem ná góðri fót­festu á mörk­uðum sem eru að stækka ógn­ar­hratt.

https://www.youtu­be.com/watch?v=7jSVnDEg0iY

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None