Loftið lekur úr mestu fasteignabólu sögunnar - Óttinn við fall Kína

stock.jpg
Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hafa merkin um að kín­verska hag­kerfið sé í hæga­gangi orðið aug­ljós­ari og ótt­inn við að mesta og hrað­asta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar sé lok­ið, orðið næstum áþreif­an­leg­ur. Einn þeirra sem hefur lagt sig einna mest fram um að vara við afleið­ing­unum af því „þeg­ar“ kín­verska hag­kerfið fer að gefa eftir er Robert Z. Ali­ber, hag­fræði­pró­fessor og rit­höf­und­ur. Hann er Íslend­ingum af góðu kunn­ur. Hann kom til Íslands í tvígang fyrir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, og hélt meðal ann­ars erindi í maí 2008 þar sem hann sagði að laumu­á­hlaup á íslenska banka­kerfið væri hafið og að stjórn­völd gætu lítið annað gert en stíga inn í atburða­rás­ina. Banka­kerfið væri að hruni kom­ið. Fullur salur af fólki, aðal­lega stjórn­mála­mönn­um, háskóla­fólki og stjórn­endum í banka­kerf­inu, hlust­aði á orð hans. Eftir fund­inn var orðum hans kröft­ug­lega mót­mælt, ekki síst gekk Hall­dór J. Krist­jáns­son, þáver­andi annar tveggja banka­stjóra Lands­bank­ans, langt í gagn­rýni sinni og lagði áherslu á að Ali­ber væri „fyrr­ver­andi“ pró­fess­or. Gagn­rýni hans ætti ekki við rök að styðj­ast.

Sagan stað­festir að Ali­ber var að greina stöð­una rétt, og hall­æris­legar árásir stjórn­enda á Íslandi, sem litla sem enga reynslu af alþjóða­mörk­uðum höfðu, sitja nú eftir sem minn­is­varði um múg­heimsk­una sem greip íslenskt athafna­líf fram að falli bank­anna dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008.Móðir allra fast­eigna­bóla

Ali­ber þykir meðal virt­ustu hag­fræð­inga heims­ins þegar kemur að grein­ingu á fjár­málakreppum og fast­eigna­bólum sér­stak­lega. Hann hefur und­an­farin þrjú ár varað sér­stak­lega við merkjum um að kín­verska hag­kerfið sé á barmi falls, og fast­eigna­mark­að­ur­inn sé í reynd hrun­inn. Það sé bara ekki komið fram enn­þá, vegna þess að stjórn­völd í Kína hafi alla þræði í hendi sér. Offjár­fest­ingin á honum eigi sér engan sögu­legan sam­an­burð og að kín­verskir bankar séu að halda uppi falskri stöðu á hon­um. Í frétta­bréfi sem Ali­ber sendir vinum og við­skipta­vinum sínum frá heim­ili sínu í New Hamps­hire, sagði hann árið 2012, að fast­eigna­bólan í Kína var „yf­ir­þyrm­and­i“, „ósjálf­bær“ og dæmd fyrir brot­lend­ingu. Þá sáust fyrst og síð­ast góðar tölur um vöxt og hækkun verðs, en önnur og nei­kvæð­ari merki eru nú farin að sjást.

Töl­urnar farnar að sýna merki um mikla kólnun

Þrátt fyrir að hag­tölur frá því í gær sýni að fast­eigna­verð hafi hækkað um 0,4 pró­sent í júlí miðað við mán­uð­inn á und­an, þá hefur fast­eigna­verð heilt yfir Kína lækkað um 3,7 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Sum staðar í þessu risa­vaxna landi, sem er fjöl­menn­ast allra ríkja með íbúa­fjölda upp á 1,4 millj­arð, þá hefur mark­að­ur­inn hrunið og eftir standa þús­undir íbúða tómar í nýjum bygg­ing­um. Ann­ars stað­ar, þar sem mark­aðir eru þró­að­ari, meðal ann­ars í höf­uð­borg­inni Pek­ing, eru merkin um hæga­gang ekki komin fram nema að litlu leyti. Ótrú­legar og for­dæma­lausar sveiflur á hluta­bréfa­mark­aði í Kína að und­an­förnu benda til þess að nú hrikti í stoð­un­um. Á sama tíma og kast­ljós fjöl­miðla víð­ast hvar var á samn­inga­við­ræðum Grikkja við kröfu­hafa sína, Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn þar á með­al, guf­uðu upp verð­mæti sem námu fimmt­án­faldri árlegri land­fram­leiðslu Grikkja á einum degi. Svo fór að lokum að kín­versk stjórn­völd gripu inn í mark­að­inn og hafa síðan reynt að stýra verð­myndun á mark­aðnum og koma í veg fyrir að glund­roði skap­ist. Inn­grip kín­verskra stjórn­valda voru um margt merki­leg. Þau voru ekki aðeins fólgin í almennum boðum og bönn­um, eins og hefur alla tíð verið hálf­gerð þjóðar­í­þrótt í Kína þegar kemur að viðsipt­um, heldur bár­ust beinar skip­anir til fyr­ir­tækja um að kaupa eigin hluta­bréf og búa til kaup­þrýst­ing. Yfir­maður í skráðu kín­versku fyr­ir­tæki lét hafa eftir sér að fyr­ir­tæki hans hafi fengið „beina skip­un“ frá Verð­bréfa­eft­ir­liti Kína um að fram­fylgja fimm skref­um. Þau voru að láta stóra hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins kaupa fleiri bréf, kaupa eigin bréf, láta yfir­menn og milli­stjórn­endur kaupa hluta­bréf, inn­leiða kaup­hvata fyrir starfs­menn og kynna leiðir fyrir starfs­menn til að eign­ast hluta­bréf. Nýlegar ákvarð­anir stjórn­valda um að lækka gengi júans­ins, sú mesta síðan 1994, sýna að kín­versk stjórn­völd eru til­búin að gera ýmis­legt til þess að bæta versn­andi stöðu. En það er óljóst til lengdar hvaða áhrif hún hef­ur. Fall hluta­bréfa­mark­að­ar­ins í dag, upp á 6,2 pró­sent, sýnir að traust fjár­festa til skráðra félaga er tak­markað í augna­blik­inu, að mati sér­fræð­ings JP Morg­an.

Dregur vagn­innUpp­gang­ur­inn í Kína und­an­farna tvo ára­tugi hefur ekki aðeins umbylt þessu fjöl­menn­asta ríki heims innan frá heldur hefur einnig byggt nýjar við­skiptapóli­tískar brýr. Margar stór­þjóðir hafa á skömmum tíma veðjað öðru fremur á mik­inn útflutn­ing til Kína, og er nær­tæk­ast að nefna stór hrá­vöru­hag­kerfi eins og Bras­il­íu, Rúss­land, Suð­ur­-Afr­íku og Nor­eg ­sömu­leið­is. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur einnig nefnt það sem áhyggju­efni fyrir efna­hag heims­ins að Kína og Ind­land, með 2,7 millj­arða íbúa af ríf­lega sjö millj­arða heild­ar­fjölda í heim­in­um, hafi á skömmum tíma orðið að efna­hags­stór­veldum með til­heyr­andi nýjum teng­ingum við hag­kerfi ýmissa landa. Stutt saga þýðir í hugum sér­fræð­inga óvissa um hvað geti gerst ef það tekur að halla undan fæti hjá þessum ris­um. Hin rök­rétta ályktun er sú að hratt minnk­andi eft­ir­spurn í þessum löndum geti leitt til mik­illa erf­ið­leika hjá mörgum ríkjum sem reiða sig á eft­ir­spurn eftir hrá­vör­um.

End­ur­skoðuð spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins gerir ráð fyrir að hag­vöxtur í Kína verði 6,8 pró­sent á þessu ári. Sér­fræði blogg sjóðs­ins, þar sem spáð er í fram­gangi efna­hags­mála í heim­in­um, sýna að mikil óvissa er nú í spil­unum um hvert stefn­ir. Lækkun olíu­verð­is­ins á und­an­förnu ári, frá 110 Banda­ríkja­dölum niður í um 50 dali á fat­ið, hefur auk þess leitt til erf­ið­leika á hrá­vöru­mörk­uðum og fengið fjár­festa og fyr­ir­tæki til þess að halda að sér hönd­um. Fyrir vikið minnkar eft­ir­spurn eftir hinum ýmsum hrá­vörum, með þeim afleið­ingum að verð lækk­ar.

Í ljósi þess hversu mikil vítamín­sprauta upp­gang­ur­inn í Kína hefur verið fyrir efna­hags­líf heims­ins und­an­farin 20 ár er ekki óeðli­legt að margir horfi til þess með áhyggju­svip að óveð­ur­skýin séu að hrann­ast upp.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None