Námslánaskuldir Bandaríkjamanna þrefaldast á áratug - Hitamál í kosningum

h_51631784-1.jpg
Auglýsing

Náms­lána­skuldir Banda­ríkja­manna hafa þre­fald­ast á und­an­förnum ára­tug og eru nú 1.200 millj­arðar Banda­ríkja­dala (1,2 trillion), eða sem nemur tæp­lega 160 þús­und millj­örðum króna. Upp­hæðin er ógn­ar­há, hvernig sem á hana er horft, og hafa stjórn­völd í Banda­ríkj­unum miklar áhyggjur af því hvernig þær hafa þró­ast.

Það sem setti þær í mið­punkt umræð­unnar um það bil sem árlegar útskriftir úr banda­rískum háskólum fóru fram, í maí og júní, var sú mikla athygli sem málið fékk hjá Hill­ary Clint­on, sem berst nú fyrir því að fá útnefn­ingu Demókrata sem for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins. Hún kynnti þá áætlun sína um minnka skuld­irnar um 350 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða tæp­lega þrjá­tíu pró­sent. Með því vildi hún aug­ljós­lega, að mati frétt­skýrenda hér í Banda­ríkj­un­um, ná vel til ungra kjós­enda og háskóla­nema.

Nið­ur­greiða lánin með sköttum á rík­asta fólkið„Eng­inn ætti að þurfa að taka lán fyrir námi sínu í háskóla á vegum hins opin­bera [...] Og öll þau sem skulda náms­lán ættu að geta fjár­magnað þau á lægri vöxt­u­m,“ sagði Hill­ary Clinton þegar hún ræddi um áætlun sína við nem­endur í Exeter High School í New Hamps­hire í síð­ustu viku. Sam­kvæmt áætl­un­inni sem hún hefur kynnt verður horft til þess að fólk geti end­ur­fjár­magnað náms­lánin með nýjum lána­flokki sem er með nið­ur­greiddum vöxtum frá rík­inu. Sú nið­ur­greiðsla verður fjár­mögnuð með sér­stökum sköttum sem lagðir verða á rík­asta fólkið í Banda­ríkj­unum og fyr­ir­tæki með sterkasta efna­hag­inn. Hug­myndir eins og þessar eru nú þegar til umræðu í banda­ríska þing­inu og hafa bæði Demókratar og Repúblikanar lagt til lausnir eins og þær sem Hill­ary Clinton horfir til, það er að ríkið nálgist mála­flokk­inn í gegnum nið­ur­greidda vexti, end­ur­fjár­mögnun á lánum og síðan að búa þannig um hnútana að opin­berir skólar séu þannig upp­byggðir að ekki þurfi að koma til þess að nem­endur takir him­inhá lán fyrir kostn­aði.

Hér má sjá mynd sem birtist í fagtímaritinu The Economist í síðustu viku. Hún sýnir þróun námslánaskulda í Bandaríkjunum, en þær hafa þrefaldast á árunum 2005 til dagsins í dag. Mynd: The Economist. Hér má sjá mynd sem birt­ist í fag­tíma­rit­inu The Economist í síð­ustu viku. Hún sýnir þróun náms­lána­skulda í Banda­ríkj­un­um, en þær hafa þre­fald­ast á árunum 2005 til dags­ins í dag. Mynd: The Economist.

Auglýsing

Minna er meiraEitt af því sem komið hefur í ljós þegar þróun náms­lána­skuld­anna hefur verið greind, er að líkur á van­skilum aukast eftir því sem láns­upp­hæðin er lægri. Í umfjöllun The Economist í gær, segir að ástæðan fyrir þessu séu almennt sú að þau sem taki hæstu náms­lánin séu yfir­leitt með stöðugri og betri tekjur og ráði því betur við lán­in. Þau sem lægri lán taki lendi oft fyrr í vand­ræð­um, vegna vand­ræða við að afla tekna að námi loknu.

Náms­lána­skuldir einnig stórt mál hér á landiLíkt og í Banda­ríkj­unum hafa náms­lána­skuldir vaxið hratt hér á landi þó hlut­falls­lega sé aukn­ingin tölu­vert meiri í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram koma í árs­skýrslu LÍN fyrir síð­asta ár, þá hefur vöxt­ur­inn á heild­ar­lánum verið frá því að vera 135 millj­arðar árið 2009 í 213 millj­arðar í lok árs í fyrra. ­Bók­fært virði útlána er hins vegar 171,4 millj­arðar króna og núvirði 132,9 millj­arðar króna eða 62 pró­sent af nafn­virði lána­safns­ins. Útlán á nafn­virði hafa því auk­ist um 82 pró­sent frá árinu 2008 til 2014 eða úr 116,9 millj­örðum í 213,1 millj­arð.

Þessi mikli vöxtur skýrist ekki síst af því að mikil fjölgun varð á náms­mönnum við háskóla lands­ins eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008 og þreng­inga í efna­hags­líf­inu. Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hefur talað fyrir því að nauð­syn­legt sé end­ur­skoða hlut­verk LÍN.

Náms­mönnum á lánum hjá LÍN hefur fjölgað um 21 pró­sent síð­ast­liðin tíu ár og þó meira á Íslandi en erlend­is. Veru­leg aukn­ing varð á skóla­ár­unum 2008-2010 í kjöl­far krepp­unnar en frá árinu 2012 hefur náms­mönnum hins vegar farið fækk­andi, að því er fram kemur í árs­skýrslu LÍN. Á skóla­ár­inu 2013-2014 voru 11.768 náms­menn á náms­lán­um. Mesta fækk­unin er í  Dan­mörku en á hinum Norð­ur­lönd­unum er fjölg­un, einkum í Sví­þjóð. Ein ástæðan fyrir fækkun íslenskra nem­enda á náms­lánum hjá LÍN í Dan­mörku er vegna SU-­styrkja frá danska rík­inu. Á síð­asta skóla­ári voru um 900 íslenskir náms­menn á slíkum styrkj­um.

Ólík staða en ­vax­andi áhyggjurÞó staðan hvað náms­manna­skuldir í Banda­ríkj­unum og Íslandi sé ólík þá er hún lík að því leyti að stjórn­mála­menn eru ugg­andi yfir því hvernig best sé að haga náms­lána­hlut­verk­inu til fram­tíðar lit­ið, og stuðla að skyn­sömum fjár­hags­legum stuðn­ingi við háskóla­nám fólks. Það segir sitt um hversu ofar­lega þetta mál er í for­gangs­röð­inni í Banda­ríkj­unum að Hill­ary Clinton skuli setja það á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni, en það verður að koma í ljós hvort hið sama ger­ist hér á landi fyrir kosn­ing­arnar 2017.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None