Námslánaskuldir Bandaríkjamanna þrefaldast á áratug - Hitamál í kosningum

h_51631784-1.jpg
Auglýsing

Náms­lána­skuldir Banda­ríkja­manna hafa þre­fald­ast á und­an­förnum ára­tug og eru nú 1.200 millj­arðar Banda­ríkja­dala (1,2 trillion), eða sem nemur tæp­lega 160 þús­und millj­örðum króna. Upp­hæðin er ógn­ar­há, hvernig sem á hana er horft, og hafa stjórn­völd í Banda­ríkj­unum miklar áhyggjur af því hvernig þær hafa þró­ast.

Það sem setti þær í mið­punkt umræð­unnar um það bil sem árlegar útskriftir úr banda­rískum háskólum fóru fram, í maí og júní, var sú mikla athygli sem málið fékk hjá Hill­ary Clint­on, sem berst nú fyrir því að fá útnefn­ingu Demókrata sem for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins. Hún kynnti þá áætlun sína um minnka skuld­irnar um 350 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða tæp­lega þrjá­tíu pró­sent. Með því vildi hún aug­ljós­lega, að mati frétt­skýrenda hér í Banda­ríkj­un­um, ná vel til ungra kjós­enda og háskóla­nema.

Nið­ur­greiða lánin með sköttum á rík­asta fólkið



„Eng­inn ætti að þurfa að taka lán fyrir námi sínu í háskóla á vegum hins opin­bera [...] Og öll þau sem skulda náms­lán ættu að geta fjár­magnað þau á lægri vöxt­u­m,“ sagði Hill­ary Clinton þegar hún ræddi um áætlun sína við nem­endur í Exeter High School í New Hamps­hire í síð­ustu viku. Sam­kvæmt áætl­un­inni sem hún hefur kynnt verður horft til þess að fólk geti end­ur­fjár­magnað náms­lánin með nýjum lána­flokki sem er með nið­ur­greiddum vöxtum frá rík­inu. Sú nið­ur­greiðsla verður fjár­mögnuð með sér­stökum sköttum sem lagðir verða á rík­asta fólkið í Banda­ríkj­unum og fyr­ir­tæki með sterkasta efna­hag­inn. Hug­myndir eins og þessar eru nú þegar til umræðu í banda­ríska þing­inu og hafa bæði Demókratar og Repúblikanar lagt til lausnir eins og þær sem Hill­ary Clinton horfir til, það er að ríkið nálgist mála­flokk­inn í gegnum nið­ur­greidda vexti, end­ur­fjár­mögnun á lánum og síðan að búa þannig um hnútana að opin­berir skólar séu þannig upp­byggðir að ekki þurfi að koma til þess að nem­endur takir him­inhá lán fyrir kostn­aði.

Hér má sjá mynd sem birtist í fagtímaritinu The Economist í síðustu viku. Hún sýnir þróun námslánaskulda í Bandaríkjunum, en þær hafa þrefaldast á árunum 2005 til dagsins í dag. Mynd: The Economist. Hér má sjá mynd sem birt­ist í fag­tíma­rit­inu The Economist í síð­ustu viku. Hún sýnir þróun náms­lána­skulda í Banda­ríkj­un­um, en þær hafa þre­fald­ast á árunum 2005 til dags­ins í dag. Mynd: The Economist.

Auglýsing

Minna er meira



Eitt af því sem komið hefur í ljós þegar þróun náms­lána­skuld­anna hefur verið greind, er að líkur á van­skilum aukast eftir því sem láns­upp­hæðin er lægri. Í umfjöllun The Economist í gær, segir að ástæðan fyrir þessu séu almennt sú að þau sem taki hæstu náms­lánin séu yfir­leitt með stöðugri og betri tekjur og ráði því betur við lán­in. Þau sem lægri lán taki lendi oft fyrr í vand­ræð­um, vegna vand­ræða við að afla tekna að námi loknu.

Náms­lána­skuldir einnig stórt mál hér á landi



Líkt og í Banda­ríkj­unum hafa náms­lána­skuldir vaxið hratt hér á landi þó hlut­falls­lega sé aukn­ingin tölu­vert meiri í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram koma í árs­skýrslu LÍN fyrir síð­asta ár, þá hefur vöxt­ur­inn á heild­ar­lánum verið frá því að vera 135 millj­arðar árið 2009 í 213 millj­arðar í lok árs í fyrra. ­Bók­fært virði útlána er hins vegar 171,4 millj­arðar króna og núvirði 132,9 millj­arðar króna eða 62 pró­sent af nafn­virði lána­safns­ins. Útlán á nafn­virði hafa því auk­ist um 82 pró­sent frá árinu 2008 til 2014 eða úr 116,9 millj­örðum í 213,1 millj­arð.

Þessi mikli vöxtur skýrist ekki síst af því að mikil fjölgun varð á náms­mönnum við háskóla lands­ins eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008 og þreng­inga í efna­hags­líf­inu. Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hefur talað fyrir því að nauð­syn­legt sé end­ur­skoða hlut­verk LÍN.

Náms­mönnum á lánum hjá LÍN hefur fjölgað um 21 pró­sent síð­ast­liðin tíu ár og þó meira á Íslandi en erlend­is. Veru­leg aukn­ing varð á skóla­ár­unum 2008-2010 í kjöl­far krepp­unnar en frá árinu 2012 hefur náms­mönnum hins vegar farið fækk­andi, að því er fram kemur í árs­skýrslu LÍN. Á skóla­ár­inu 2013-2014 voru 11.768 náms­menn á náms­lán­um. Mesta fækk­unin er í  Dan­mörku en á hinum Norð­ur­lönd­unum er fjölg­un, einkum í Sví­þjóð. Ein ástæðan fyrir fækkun íslenskra nem­enda á náms­lánum hjá LÍN í Dan­mörku er vegna SU-­styrkja frá danska rík­inu. Á síð­asta skóla­ári voru um 900 íslenskir náms­menn á slíkum styrkj­um.

Ólík staða en ­vax­andi áhyggjur



Þó staðan hvað náms­manna­skuldir í Banda­ríkj­unum og Íslandi sé ólík þá er hún lík að því leyti að stjórn­mála­menn eru ugg­andi yfir því hvernig best sé að haga náms­lána­hlut­verk­inu til fram­tíðar lit­ið, og stuðla að skyn­sömum fjár­hags­legum stuðn­ingi við háskóla­nám fólks. Það segir sitt um hversu ofar­lega þetta mál er í for­gangs­röð­inni í Banda­ríkj­unum að Hill­ary Clinton skuli setja það á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni, en það verður að koma í ljós hvort hið sama ger­ist hér á landi fyrir kosn­ing­arnar 2017.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None