Amazon kaupir Whole Foods fyrir 1.370 milljarða

Smásölurisinn Amazon heldur áfram að stækka. Tilkynnt var um það í dag, að hann væri að kaupa smásölukeðjuna Whole Foods.

Bezos
Auglýsing

Smá­söluris­inn Amazon til­kynnti um kaup á öðrum smá­sölurisa, Whole Foods, í dag en kaup­verðið er 13,7 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1.370 millj­örðum króna.

Verð­mið­inn á Amazon nemur nú 460 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 50 þús­und millj­örðum króna. Verð­mið­inn er tæp­lega 30 pró­sent hærri en mark­aðs­verðið segir til um. Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon, segir að með þessum kaupum muni Amazon styrkja sig enn meira sölu á mat­væl­um, en gríð­ar­legur vöxtur hefur ein­kennt starf­semi fyr­ir­tækis á svæði net­versl­unar með mat, á und­an­förnum miss­er­um. 

Hann segir að millj­ónir manna þekkja fyr­ir­tækið fyrir góðan og heil­brigðan líf­rænan mat, og að það verði kapp­kostað að halda því góða starfi áfram sem unnið hefur verið hjá Whole Foods í meira en fjóra ára­tug­i. 

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að yfir­takan muni end­an­lega klár­ast á seinni hluta árs­ins. Whole Foods verður þá orðin hluti af Amazon versl­un­ar­keðj­unni, og má gera ráð fyrir að net­verslun fyr­ir­tæk­is­ins muni fram­þró­ast hratt á næstu miss­er­um. John Mackey, for­stjóri Whole Foods, segir að með þessum kaupum séu hlut­hafar að fá gott verð fyrir hluta­bréf sín, og að með þessum móti sé tryggt að besta mögu­lega nýsköpun í verslun muni eiga sér stað hjá Whole Foods, og við­skipta­vin­irnir muni hagn­ast á því. 

Whole Foods rekur 460 versl­anir í Banda­ríkj­un­um, Kanada og Bret­landi, en heima­mark­aður fyr­ir­tæk­is­ins er í Banda­ríkj­un­um. Versl­an­irnar eru mark­aðs­settar fyrir fólk með mik­inn kaup­mátt, og eru stað­setn­ingar versl­ana mið­aðar við þá stöðu.Amazon hefur á und­an­förnum miss­erum sýnt á spilin í tækni­þróun sinni, þegar kemur að smá­sölu­versl­un, og er gert ráð fyrir að Amazon Go versl­anir þess muni skjóta upp koll­inum á næst­unni víða um Banda­rík­in. 

Í dag er aðeins ein Amazon Go versl­un, við höf­uð­stöðvar Amazon í Seattle. Í versl­un­inni verða engir starfs­menn eða búð­ar­kass­ar, og munu við­skiptin fara fram í gegnum snjall­sím­ann. Mynda­véla­tækni og gervi­greind sér til þess að við­skipta­vin­ur­inn getur gengið inn í búð­ina beint að vör­unni, og tekið hana með sér út, án þess að stoppa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent