Seinkun verkefnis gæti orðið kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur

Reiknisstofa bankanna lagðist í ársbyrjun 2015 í verkefni um endurnýjun grunnkerfa fyrir Íslandsbanka og Landsbankann. Verkefnið er ári á eftir áætlun, en ríkisbankarnir bera hlut af kostnaði vegna þess.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Auglýsing

Verk­efni Reikni­stofu bank­anna um end­ur­nýjun grunn­kerfa hjá Íslands­banka og Lands­bank­anum er enn ólok­ið, en því átti að ljúka fyrir ári síð­an. Búist er við því að sein­kunin verði kostn­að­ar­söm fyrir neyt­end­ur, en hann leggst að hluta til á bank­ana. 

Í jan­úar 2015 samdi Reikni­stofa bank­anna um end­ur­nýjun helstu grunn­kerfa sinna við hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­ið Sopra Bank­ing Software. Mark­mið sam­starfs­ins var að auka hag­ræði og sparnað við end­ur­nýjun á inn­lána- og greiðslu­kerfi Reikni­stofn­unar. Lands­bank­inn og Íslands­banki sömdu báðir um notkun nýju kerf­anna, en Arion banki ákvað að sitja hjá fyrst um sinn. 

Til stóð að verk­efnið myndi taka 18 mán­uði, en því er ekki enn lok­ið. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafði það einnig komið til umræðu á aðal­fundi félags­ins hversu langan tíma verk­efnið hafi tek­ið. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Frið­rik Þór Snorra­son, for­stjóri RB, standa til að verk­efnið muni klár­ast í sept­em­ber eða októ­ber á þessu ári. Hins vegar bendir hann á að meg­in­mark­miðið muni nást, núver­andi lausnir í grunn­kerfi bank­ans muni fær­ast í nútím­ann. 

Auglýsing

Frið­rik Þór segir að verk­efnið hafi dreg­ist vegna ýmissa ástæðna. Verið sé að inn­leiða kerfi í tveimur bönk­um, sam­ræma þurfi þjón­ustu­skil á gagna­lagi og ákveðið var að fara var­lega af stað og starfa í sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið. Einnig nefnir Frið­rik að íslenska greiðslu­miðl­un­ar­kerfið hafi valdið nokkrum töf­um. Þar sem Íslend­ingar eru með greiðslu­miðlun í raun­tíma sé flókn­ara og tíma­frekara að inn­leiða nýtt kerfi, og líkir hann aðgerð­inni við véla­skipti á fljúg­andi flug­vél. 

Aðspurður um hver beri kostn­að­inn af þess­ari seinkun segir Frið­rik að náðst hafi sátt milli Reikni­stofu, Sopra Bank­ing og rík­is­bank­anna tveggja um að deila kostn­að­inum á milli sín. Ekki er vitað hversu hár kostn­að­ur­inn er vegna seink­un­ar, en Frið­rik segir hann vera trún­að­ar­mál. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent