Alls segjast 43 prósent landsmanna að þeir hafi farið í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ frá því að hún opnaði. Önnur 49 prósent segjast ætla að fara við tækifæri en einungis 7,7 prósent landsmanna segja að þeir ætli ekki að fara. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.
Samfylkingarfólk og kjósendur Framsóknar er ólíklegast til að ætla að fara í Costco en kjósendur Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eru líklegastir til að hafa annað hvort farið í verslunina eða ætla sér að fara á næstunni. Alls segjast 95 prósent sjálfstæðismanna að þeir hafi annað hvort þegar farið eða ætli sér að fara á næstunni, og 94 prósent kjósenda Viðreisnar.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eðlilega frekar farið í Costco en íbúðar landsbyggðarinnar en samt vekur athygli að 89 prósent landsbyggðarinnar ætlar að fara í verslunina. Tekjuhærri eru líklegri en tekjulægri að fara í Costco og fólk yfir 68 ára er langólíklegast að ætla sér að heimsækja verslunina. Alls segjast 18 prósent þeirra sem tilheyra þeim hópi ekki ætla í Costco.
Alls tóku 974 einstaklingar þátt í könnuninni sem var framkvæmd 6.-14. júní 2017.