Rússar segja ISIS-leiðtoga vera fallinn

Abu Bakr al-Baghdadi féll í loftárás rússneska hersins á leiðtogafund ISIS í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda.

Bandaríski herinn taldi sig hafa drepið Baghdadi árið 2014 í loftárás á bílalest í Mosúl. Að ofan má sjá prófíl breska dagblaðsins The Guardian frá árinu 2014.
Auglýsing

Varn­ar­mála­ráðu­neyti Rúss­lands segir ISIS-­leið­tog­ann Abu Bakr al-Bag­hdadi hafa fallið í loft­árás rúss­neska hers­ins á sýr­lensku borg­ina Raqqa í maí.

Loft­árás­irnar voru gerðar á valin skot­mörk í Raqqa eftir að rúss­nesk yfir­völd fengu upp­lýs­ingar um leið­toga­fund ISIS.

Varn­ar­mála­ráðu­neytið til­kynnti þetta á Face­book-­síðu sinni í morg­un. Frétta­stofa Reuters greinir frá.

„Hinn 28. maí, eftir að drónar voru not­aðir til þess að stað­festa upp­lýs­ingar um stað og stund fundar milli leið­toga ISIS, milli kl. 00:35 og 00:45, réð­ust rúss­neskar flug­her­sveitir á skot­mark þar sem leið­tog­arnir voru stað­sett­ir,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­un­um, sem er nú verið að sann­reyna, var Abu Bakr al-Bag­hdadi á fundi ISIS-­leið­tog­anna. Hann var tek­inn úr umferð í árásinn­i,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni. Rússar segja fleiri leið­toga hafa fallið í árásinni, auk 30 liðs­for­ingja og allt að 300 varð­manna Íslamska rík­is­ins.

Rami Abdulra­hman, stjórn­andi sýr­lenskrar eft­ir­lits­stofn­unar með mann­rétt­ind­um, seg­ist ekki sann­færður um að fregn­irnar af dauða Bag­hdadi séu rétt­ar. Abdulra­hman segir sínar upp­lýs­ingar hafa bent til þess að Bag­hdadi hafi verið ann­ars staðar í Sýr­landi í lok maí.

Abu Bakr al-Bag­hdadi er 46 ára gam­all Íraki. Hann klauf sig frá hryðju­verka­sam­tök­unum al-Qa­eda árið 2013, tveimur árum eftir að Osama bin Laden var tekin höndum og drep­inn af banda­rískum her­sveit­um. Síð­astu mynd­bands­upp­tök­urnar af Bag­hdadi eru síðan 2014 og sýna þær hann lýsa yfir stofnun kalífats úr predik­un­ar­stól í Grand al-N­uri mosk­unnar í Mosúl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent