MacDonalds sleit 41 árs gamla styrktarsamningnum sínum við Ólympíuleikanna, þremur árum á undan áætlun. Þetta kemur fram á vef Reuters.
Í gær lýsti Alþjóðaólympíunefndin því yfir að skyndibitarisinn hefði óvænt hætt samstarfi við þá, þar sem samningur þeirra náði til ársins 2020. Var ákvörðunin hluti af endurskoðun McDonalds á viðskiptaháttunum sínum, hækkandi styrktarkostnaði Ólympíuleikanna og lækkandi áhorfstölur í sjónvarpi.
Samningurinn við Ólympíuleikanna hefði náð yfir næstu leika í Tókyó 2020, en líklegt er að skyndibitakeðjan hafi sparað hundruð milljóna dala í styrktarframlögum með að rifta samningnum núna.
Miklar fjárfestingar eru í gangi hjá McDonalds þessa stundina þar sem reynt er að bæta gæði hráefna, veitingahúsaþjónustu og matarpöntun á vefnum til að bregðast við aukinni samkeppni. Til þess að standa straum af þessum fjárfestingum hefur skyndibitarisinn ákveðið að lágmarka kostnað á öðrum sviðum, sér í lagi á auglýsingamarkaði.
„Við erum að endurmeta viðskipti okkar frá öllum sjónarmiðum og höfum tekið þessa ákvörðun í samstarfi við Ólympíunefndina til þess að einbeita okkur að öðrum forgangsatriðum,“ segir alþjóðamarkaðsstjóri McDonalds, Silvia Lagnado.
Samningsslitin marka endalok langs samstarfs McDonalds við Ólympíuleikana, en fyrirtækið sem hefur verið viðriðinn þá síðan 1968 og styrktaraðili síðan 1976. Slitin taka gildi undir eins, en keðjan hefur þó ákveðið að vera styrktaraðili á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang á næsta ári.
Í kjölfar ákvörðunar fyrirtækisins hækkuðu hlutabréf þess um 0,7% í kauphöllinni í gær.