Ómar Svavarsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Arasyni sem lætur af störfum eftir að hafa starfað hjá félaginu um árabil. Ómar hefur frá árinu 2015 gengt starfi framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá. Hann var áður forstjóri Vodafone á árunum 2009‐2014. Ómar er viðskiptafræðingur Cand Oecon frá Háskóla Íslands. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.
Fyrr í dag var greint frá því að Ómar hefði sagt starfi sínu lausu hjá Sjóvá en honum hefur boðist starfstilboð á öðrum vettvangi. Það kom fram í tilkynningu Sjóvár til kauphallarinnar.
Ómar mun láta af störfum hjá Sjóvá á næstu dögum. Málefni sölu og ráðgjafar munu tímabundið heyra undir Hermann Björnsson, forstjóra Sjóvá.