Íbúð við 50 Gramercy Park North í New York, sem áður var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er nú til sölu fyrir meira en helmingi minna en hún var keypt á, þegar Landsbankinn lánaði fyrir kaupunum.
Íbúðin er nú til sölu á 8,9 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Árið 2011 var hún skráð á sölu með verðmiða upp á 21,4 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 2,2 milljörðum króna.
Árið 2011 var það Eyjólfur Gunnarsson, fyrir hönd félagsins Mynni ehf., keypti íbúðina en þetta gerði hann fyrir hönd skilanefndar gamla Landsbankans, sem var eigandi Mynni ehf.
Frá þeim tíma hefur illa gengið að selja íbúðina, samkvæmt umfjöllun fasteignafjölmiðlisins Curbed í New York.
Fyrst var verðið lækkað úr 21,4 milljónir Bandaríkjadala í 18,9. Síðan í 14,1 milljónir Bandaríkjadala, og svo niður í 8,9 milljónir Bandaríkjadala að lokum.
Í umfjöllun New York Observer árið 2011, þegar skilanefndin tók eignina, var fjallað stuttlega um málaferli sem þá beindust að Jóni Ásgeiri vegna atriða sem tengdust hruni fjármálakerfisins.
Þau voru sögð „léttvæg“ við hliðina á því hvað hefði verið gert við íbúðina. „Glæpur hans í New York er miklu verri: Hann réðst inní þakíbúð Gramercy Park hótelsins og innréttaði hana svo með IKEA-húsgögnum,“ skrifaði blaðið.