Segir hagsmuni Íslands í Brexit meiri en í Icesave

Framkvæmdastjóri SFS segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld fjármagni hagsmunabaráttu íslensks efnahagslífs í Brexit-viðræðunum.

Auglýsing
18 prósent af útfluttum sjávarafurðum fara til Bretlands. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að Ísland tryggi áframhaldandi viðskiptasamband eftir Brexit.
18 prósent af útfluttum sjávarafurðum fara til Bretlands. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að Ísland tryggi áframhaldandi viðskiptasamband eftir Brexit.

Í Brexit eru fólgnir meiri hags­munir en í Ices­a­ve-­mál­inu fyrir íslenskan efna­hag, sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), á fundi SFS um Brexit í síð­ustu viku. Fjallað er um fund­inn í Fiski­fréttum.

11 pró­sent af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum Íslands eru við Bret­land og er megnið af þeim við­skiptum fólgin í verslun með fisk og fiskaf­urðir eða 69 pró­sent. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á Íslandi hefur þess vegna enn meiri hags­muna að gæta en aðrir geir­ar. 18 pró­sent af útfluttum sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi fara til Bret­lands.

Samn­inga­við­ræður milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins hófust form­lega í vik­unni með fundi aðal­samn­inga­manna beggja aðila. Bretar ákváðu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í júní í fyrra að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Bret­land hefur verið aðili að ESB síðan árið 1973 og hefur verið aðili að sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu. Ísland er einnig aðili að þeim mark­aði í gegnum samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæðið (EES-­samn­ing­inn). Auk gam­als frí­versl­un­ar­samn­ings síðan 1972, sem Ísland er aðili að í gegnum EFTA-­sam­starf­ið, er EES-­samn­ing­ur­inn eini ramm­inn um við­skipti Íslands og Bret­land.

Útganga Bret­lands úr ESB getur þess vegna haft mikil áhrif á við­skipti milli Íslands og Bret­lands. Íslenskt efna­hags­líf þess vegna mik­illa hags­muna að gæta í samn­inga­við­ræðum ESB og Bret­lands.

Auglýsing

Margir óvissu­þættir og Brexit bæt­ist við

Haft er eftir Heiðrúnu Lind í Fiski­fréttum að mik­il­vægt sé að íslensk stjórn­völd leggi til fjár­muni til þess að fjár­festa í fram­tíð­ar­hags­munum Íslend­inga. „Um er að ræða meiri hags­muni en þá sem voru undir í Ices­a­ve-­mál­inu og í því máli má með var­færnum hætti telja að kostn­aður við sér­fræði­ráð­gjöf hafi farið yfir 500 millj­ónir króna. Til að rétt sé á hags­munum haldið frá upp­hafi, þurfa stjórn­völd því að leggja til fjár­muni – fjár­fest­ingu í fram­tíð­ar­hags­munum Íslend­inga,“ segir Heiðrún Lind.

Á breskum mark­aði með sjáv­ar­af­urðir er Ísland stærsti birg­inn, á undan Kín­verj­um. Íslenskar sjáv­ar­af­urðir eru mjög verð­mætar í Bret­landi vegna þess hversu ferska vöru íslenskum útflytj­endum tekst að bjóða upp á.

„Fish and Chips“ er vinsæll réttur í Bretlandi. Íslenskur þorskur er oftar en ekki á boðstólnum á breskum veitingahúsum.

Íslensk sjáv­ar­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki dreifa afurðum til Evr­ópu í gegnum stór­skipa­höfn í Bret­landi. Afurð­irnar eru svo keyrðar á áfanga­stað.

„Sjáv­ar­út­veg­ur­inn býr auð­vitað við ótelj­andi óvissu­þætti – fiski­stofn­arn­ir, svipt­ingar á mörk­uð­um, gengi krón­unn­ar, veðrið, olíu­verðið og kannski það sem rétt er að nefna, en ég ætti vafa­laust ekki að gera, stjórn­mála­menn. Brexit er enn ein áhættan sem nú er að raun­ger­ast og þá er spurn­ingin hvernig við ætlum að takast á við þessar aðstæð­ur. Þetta er hreint ótrú­lega dýr­mætur tími að und­ir­búa okkar mál­flutn­ing gagn­vart Bretum og hvernig við ætlum að vernda okkar hags­muni við þær breyt­ingar sem munu klár­lega verða,“ er haft eftir Heiðrúnu Lind.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent