Segir hagsmuni Íslands í Brexit meiri en í Icesave

Framkvæmdastjóri SFS segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld fjármagni hagsmunabaráttu íslensks efnahagslífs í Brexit-viðræðunum.

Auglýsing
18 prósent af útfluttum sjávarafurðum fara til Bretlands. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að Ísland tryggi áframhaldandi viðskiptasamband eftir Brexit.
18 prósent af útfluttum sjávarafurðum fara til Bretlands. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að Ísland tryggi áframhaldandi viðskiptasamband eftir Brexit.

Í Brexit eru fólgnir meiri hags­munir en í Ices­a­ve-­mál­inu fyrir íslenskan efna­hag, sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), á fundi SFS um Brexit í síð­ustu viku. Fjallað er um fund­inn í Fiski­fréttum.

11 pró­sent af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum Íslands eru við Bret­land og er megnið af þeim við­skiptum fólgin í verslun með fisk og fiskaf­urðir eða 69 pró­sent. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á Íslandi hefur þess vegna enn meiri hags­muna að gæta en aðrir geir­ar. 18 pró­sent af útfluttum sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi fara til Bret­lands.

Samn­inga­við­ræður milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins hófust form­lega í vik­unni með fundi aðal­samn­inga­manna beggja aðila. Bretar ákváðu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í júní í fyrra að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Bret­land hefur verið aðili að ESB síðan árið 1973 og hefur verið aðili að sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu. Ísland er einnig aðili að þeim mark­aði í gegnum samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæðið (EES-­samn­ing­inn). Auk gam­als frí­versl­un­ar­samn­ings síðan 1972, sem Ísland er aðili að í gegnum EFTA-­sam­starf­ið, er EES-­samn­ing­ur­inn eini ramm­inn um við­skipti Íslands og Bret­land.

Útganga Bret­lands úr ESB getur þess vegna haft mikil áhrif á við­skipti milli Íslands og Bret­lands. Íslenskt efna­hags­líf þess vegna mik­illa hags­muna að gæta í samn­inga­við­ræðum ESB og Bret­lands.

Auglýsing

Margir óvissu­þættir og Brexit bæt­ist við

Haft er eftir Heiðrúnu Lind í Fiski­fréttum að mik­il­vægt sé að íslensk stjórn­völd leggi til fjár­muni til þess að fjár­festa í fram­tíð­ar­hags­munum Íslend­inga. „Um er að ræða meiri hags­muni en þá sem voru undir í Ices­a­ve-­mál­inu og í því máli má með var­færnum hætti telja að kostn­aður við sér­fræði­ráð­gjöf hafi farið yfir 500 millj­ónir króna. Til að rétt sé á hags­munum haldið frá upp­hafi, þurfa stjórn­völd því að leggja til fjár­muni – fjár­fest­ingu í fram­tíð­ar­hags­munum Íslend­inga,“ segir Heiðrún Lind.

Á breskum mark­aði með sjáv­ar­af­urðir er Ísland stærsti birg­inn, á undan Kín­verj­um. Íslenskar sjáv­ar­af­urðir eru mjög verð­mætar í Bret­landi vegna þess hversu ferska vöru íslenskum útflytj­endum tekst að bjóða upp á.

„Fish and Chips“ er vinsæll réttur í Bretlandi. Íslenskur þorskur er oftar en ekki á boðstólnum á breskum veitingahúsum.

Íslensk sjáv­ar­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki dreifa afurðum til Evr­ópu í gegnum stór­skipa­höfn í Bret­landi. Afurð­irnar eru svo keyrðar á áfanga­stað.

„Sjáv­ar­út­veg­ur­inn býr auð­vitað við ótelj­andi óvissu­þætti – fiski­stofn­arn­ir, svipt­ingar á mörk­uð­um, gengi krón­unn­ar, veðrið, olíu­verðið og kannski það sem rétt er að nefna, en ég ætti vafa­laust ekki að gera, stjórn­mála­menn. Brexit er enn ein áhættan sem nú er að raun­ger­ast og þá er spurn­ingin hvernig við ætlum að takast á við þessar aðstæð­ur. Þetta er hreint ótrú­lega dýr­mætur tími að und­ir­búa okkar mál­flutn­ing gagn­vart Bretum og hvernig við ætlum að vernda okkar hags­muni við þær breyt­ingar sem munu klár­lega verða,“ er haft eftir Heiðrúnu Lind.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent