Segir hagsmuni Íslands í Brexit meiri en í Icesave

Framkvæmdastjóri SFS segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld fjármagni hagsmunabaráttu íslensks efnahagslífs í Brexit-viðræðunum.

Auglýsing
18 prósent af útfluttum sjávarafurðum fara til Bretlands. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að Ísland tryggi áframhaldandi viðskiptasamband eftir Brexit.
18 prósent af útfluttum sjávarafurðum fara til Bretlands. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að Ísland tryggi áframhaldandi viðskiptasamband eftir Brexit.

Í Brexit eru fólgnir meiri hags­munir en í Ices­a­ve-­mál­inu fyrir íslenskan efna­hag, sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), á fundi SFS um Brexit í síð­ustu viku. Fjallað er um fund­inn í Fiski­fréttum.

11 pró­sent af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum Íslands eru við Bret­land og er megnið af þeim við­skiptum fólgin í verslun með fisk og fiskaf­urðir eða 69 pró­sent. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á Íslandi hefur þess vegna enn meiri hags­muna að gæta en aðrir geir­ar. 18 pró­sent af útfluttum sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi fara til Bret­lands.

Samn­inga­við­ræður milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins hófust form­lega í vik­unni með fundi aðal­samn­inga­manna beggja aðila. Bretar ákváðu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í júní í fyrra að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Bret­land hefur verið aðili að ESB síðan árið 1973 og hefur verið aðili að sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu. Ísland er einnig aðili að þeim mark­aði í gegnum samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæðið (EES-­samn­ing­inn). Auk gam­als frí­versl­un­ar­samn­ings síðan 1972, sem Ísland er aðili að í gegnum EFTA-­sam­starf­ið, er EES-­samn­ing­ur­inn eini ramm­inn um við­skipti Íslands og Bret­land.

Útganga Bret­lands úr ESB getur þess vegna haft mikil áhrif á við­skipti milli Íslands og Bret­lands. Íslenskt efna­hags­líf þess vegna mik­illa hags­muna að gæta í samn­inga­við­ræðum ESB og Bret­lands.

Auglýsing

Margir óvissu­þættir og Brexit bæt­ist við

Haft er eftir Heiðrúnu Lind í Fiski­fréttum að mik­il­vægt sé að íslensk stjórn­völd leggi til fjár­muni til þess að fjár­festa í fram­tíð­ar­hags­munum Íslend­inga. „Um er að ræða meiri hags­muni en þá sem voru undir í Ices­a­ve-­mál­inu og í því máli má með var­færnum hætti telja að kostn­aður við sér­fræði­ráð­gjöf hafi farið yfir 500 millj­ónir króna. Til að rétt sé á hags­munum haldið frá upp­hafi, þurfa stjórn­völd því að leggja til fjár­muni – fjár­fest­ingu í fram­tíð­ar­hags­munum Íslend­inga,“ segir Heiðrún Lind.

Á breskum mark­aði með sjáv­ar­af­urðir er Ísland stærsti birg­inn, á undan Kín­verj­um. Íslenskar sjáv­ar­af­urðir eru mjög verð­mætar í Bret­landi vegna þess hversu ferska vöru íslenskum útflytj­endum tekst að bjóða upp á.

„Fish and Chips“ er vinsæll réttur í Bretlandi. Íslenskur þorskur er oftar en ekki á boðstólnum á breskum veitingahúsum.

Íslensk sjáv­ar­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki dreifa afurðum til Evr­ópu í gegnum stór­skipa­höfn í Bret­landi. Afurð­irnar eru svo keyrðar á áfanga­stað.

„Sjáv­ar­út­veg­ur­inn býr auð­vitað við ótelj­andi óvissu­þætti – fiski­stofn­arn­ir, svipt­ingar á mörk­uð­um, gengi krón­unn­ar, veðrið, olíu­verðið og kannski það sem rétt er að nefna, en ég ætti vafa­laust ekki að gera, stjórn­mála­menn. Brexit er enn ein áhættan sem nú er að raun­ger­ast og þá er spurn­ingin hvernig við ætlum að takast á við þessar aðstæð­ur. Þetta er hreint ótrú­lega dýr­mætur tími að und­ir­búa okkar mál­flutn­ing gagn­vart Bretum og hvernig við ætlum að vernda okkar hags­muni við þær breyt­ingar sem munu klár­lega verða,“ er haft eftir Heiðrúnu Lind.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent