Ríkið vill að Airbnb innheimti gistináttaskatt

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu komin í samband við Airbnb og vonist til að fyrirtækið geti innheimt ákveðin gjöld fyrir ríkið. Þá myndi það líka fá upplýsingar um alla sem eru í heimagistingarstarfsemi í gegnum síðuna.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3052_raw_170614.jpg
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að íslensk stjórn­völd séu komin í sam­band við hús­næðis­út­leigu­síð­una Air­bnb og von­ast sé til að hægt verði að gera samn­ing við fyr­ir­tæk­ið. „Við von­umst til þess að þau geti séð um að inn­heimta fyrir okkur ákveðin gjöld um leið og fólk pant­ar, til dæmis gistin­átta­skatt. Þá myndum við fá upp­lýs­ingar um hverjir það eru sem eru í þess­ari starf­semi. Og skatt­arnir myndu skila sér. Það skiptir mjög miklu máli. Og þá verður sam­keppnin heldur ekki ójöfn.“Ný lög­gjöf um útleigu heim­ila og fast­­eigna tók gildi um síð­ustu ára­mót. Með henni var fjöldi daga sem fast­­eign getur verið í útleigu tak­­mark­aður við 90 daga, sé ekki sótt um sér­­stakt rekstr­­ar­­leyfi. Auk þess mátti ein­ungis hafa tekjur upp að tveimur millj­ónum króna af slíkri leigu án þess að sækja um rekstr­ar­leyfi. Frá því að lög­gjöfin tók gildi hafa hins vegar sára­fáir sótt um rekstr­ar­leyfi, og fyrir liggur að ein­ungis brota­brot þeirra sem stunda útleigu í gegnum síður eins og Air­bnb hafa skráð sig.

Til þess að fá skrán­ing­­ar­­númer þurftu ein­stak­l­ingar sem ætl­uðu að leigja út íbúð­ina sína eða hluta af heim­ili sínu að upp­­­fylla ákveðnar kröfur um bruna­varn­ir, ástand og húsa­kynnin verða að vera sam­­þykkt sem íbúð. Sér­­stakt árgjald að upp­­hæð 8.000 krónur þarf einnig að greiða fyrir skrán­ing­una.

Auglýsing

Þegar fyrir lá að lang­flestir útleigj­endur voru ekki að skrá sig þrátt fyrir laga­breyt­ing­una var ákveðið að fella niður kröfu um starfs­­leyfi frá heil­brigð­is­­nefnd þegar fólk leigir út íbúðir eða sum­­­ar­­bú­­staði í heimagist­ingu. Breyt­ingin tekur gildi 1. júlí næst­kom­andi.

Fyrir liggur að þús­undir íbúða á Íslandi eru not­aðar í heimagist­ingu, annað hvort að hluta eða alfar­ið. Í Morg­un­blað­inu í maí var því haldið fram að um ein millj­­­ón óskráðra gistin­átta hafi verið í Reykja­vík í fyrra og að þær hafi getað skilað 10-14 millj­­­örðum króna í tekj­­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent