Eigendur 96,69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé.
Ármann Þorvaldsson, sem áður vann hjá Virðingu, er forstjóri Kviku.
Stærsti eigandi Virðingar hefur verið Birta lífeyrissjóður, með ríflega 14 prósent hlut.
Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana. „Stefnt er að því að sameina félögin undir nafni Kviku. Með sameiningu Kviku og Virðingar verður til öflugt fjármálafyrirtæki sem er leiðandi á fjárfestingabankamarkaði. Sameinað félag verður eitt það umsvifamesta í eignastýringu á Íslandi með um 235 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri,“ segir í tilkynningu frá bankanum.