Rússnesk og kínversk yfirvöld komu með sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að Norður-Kóreubúar ættu að stöðva eldflaugatilraunum sínum í kjölfar tilraunaskots þeirra inn í efnahagslögsögu Japans í nótt. Þetta kemur fram á vef BBC.
Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Vladimir Putin, Rússlandsforseta í Moskvu í dag. Eftir fundinn kom fram sameiginleg yfirlýsing beggja landanna þar sem nýlegu eldflaugaskoti Norður-Kóreumanna var fordæmt og þess krafist að tilraunum þeirra með eldflaugar og kjarnorkuvopn yrði stöðvað.
Í yfirlýsingunni kröfðust löndin einnig þess að hætt verði við allar stærri hernaðaræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna samhliða því að Norður-Kóreumenn drægju sig í hlé.
Norður-Kóresk yfirvöld hafa haldið því fram að eldflaugar þeirra hafi næga drægni til að lenda hvar sem er í heiminum. Þessu hafa Bandaríkjamenn og Rússar hins vegar vísað á bug og segja eldflaugina ógna hvorugu landinu.
David Wright, eðlisfræðingur á vegum samtakanna Union of Concerned Scientists, sagði að ef tölulegar upplýsingar frá ríkissjónvarpi Norður-Kóreu séu réttar, þá væri drægni eldflaugarinnar um 6.700 kílómetrar og gæti því náð til Alaska.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump brást við eldflaugaskotinu á Twitter, þar sem hann velti því fyrir sér hvort Kim Jong Un, forseti Norður-Kóreu, hefði ekki neitt betra við tímann sinn að gera. Enn fremur lagði til að kínversk yfirvöld beittu Norður-Kóreumönnum þrýstingi til að hætta við tilraunir sínar.