Miklar hræringar hafa átt sér stað á hlutabréfamarkaði síðustu vikuna, en Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur tekið tæpa 10 milljarða úr stýringu hjá lífeyrissjóðnum Stefni.
Samkvæmt heimildum Kjarnans voru stærstu viðskipti vikunnar kaup Frjálsa lífeyrissjóðsins á hlutabréfum í Marel að virði 3,4 milljarða. Þannig varð Frjálsi nýr hluthafi Marel, en kaup hans samsvarar um 1,4% af eignarhluti fyrirtækisins.
Á sama tíma minnkuðu hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis hlut sinn í Marel um 2,4 milljarða. Þar seldi sjóðurinn Stefnir ÍS 15 1,9 fyrir milljarða og Stefnir ÍS 5 seldi fyrir 507 milljónir króna. ÍS 15 er stærsti hlutabréfasjóður landsins, en hann var með 37,4 milljarða króna í stýringu. Eftir viðskipti vikunnar hefur hann þó minnkað um fjórðung og er nú kominn undir 30 milljarða króna.
Viðskiptin í Marel voru svipuð og í öðrum hlutafélögum í Kauphöllinni, en Stefnir seldi og Frjálsi keypti fyrir stórar fjárhæðir í alls 10 skráðum félögum. Samkvæmt heimildum Kjarnans seldu hlutabréfasjóðir Stefnis hluti að nafnvirði 8,9 milljarða á meðan Frjálsi keypti fyrir 10,0 milljarða.